Fréttablaðið - 25.08.2021, Blaðsíða 35

Fréttablaðið - 25.08.2021, Blaðsíða 35
- merkt framleiðsla Sveigjanlegar lausnir og fjölbreytilegt útlit hentar mismunandi tegundum bygginga. IÐNAÐAR- OG BÍLSKÚRSHURÐIR idex.is - sími: 412 1700 Byggðu til framtíðar með hurðum frá Idex yfir 30 ára reynsla á Íslandi • hurðir úr áli — engin ryðmyndun• hámarks einangrun • styrkur, gæði og ending — langur líftími • háþróuð tækni og meira öryggi• möguleiki á ryðfríri útfærslu • lægri kostnaður þegar fram líða stundir• Iðnaðar- og bílskúrshurðir úr áli Verðmat Jakobsson Capital á Icelandair er 39 prósentum yfir markaðsvirði. Horfur í flugrekstri dekkri en fyrir fáeinum mánuðum síðan. helgivifill@frettabladid.is Icelandair mun ekki þurfa að draga á 120 milljóna Bandaríkjadala lána­ línu með ríkisábyrgð í ár en gæti þurft á henni að halda næsta vor ef rekstraráætlun Jakobsson Capi­ tal gengur eftir. Þetta kemur fram í nýrri greiningu á f lugfélaginu þar sem verðmatið er 39 prósentum yfir markaðsvirði, eða 2,0 krónur á hlut. Uppgjör Icelandair fyrir annan fjórðung var í takt við væntingar Jakobsson Capital. Í verðmatinu, sem Markaðurinn hefur undir höndum, segir að af koman beri með sér að sumarvertíðin hafi verið góð, eldsneytiskostnaður varpi ljósi á að nýju Boeing MAX­þoturnar séu mun sparneytnari en eldri f lug­ vélar sem verið hafa í f lotanum og reksturinn sé skilvirkari en gert hafi verið ráð fyrir. Að því sögðu séu horfurnar nokkuð dekkri í f lug­ rekstri en fyrir tveimur til þremur mánuðum þegar margir töldu að Covid­19 væri á bak og burt. „Væntanlega hefur farið um marga vegna tillagna sóttvarna­ læknis um takmarkanir á komur ferðamanna ef ekki næst að skima alla farþega. Það er þó lán í óláni að mesta ferðamannatímabilinu fer nú að ljúka. Einnig er líklegt að áhugi fólks til að ferðast dragist saman er Covid fer vaxandi í heiminum og það dragi eitthvað úr áhuga þegar að Covid er mikið á áfangastað,“ segir í verðmatinu. Jakobsson Capital deilir af þeim sökum ekki bjartsýni stjórnenda Icelandair hvað varðar haustið og veturinn þótt rekstraráætlun sem verðmatið byggir á geri ráð fyrir örlítið meiri tekjum nú en áður. Reksturinn í vetur gæti orðið þungur samhliða fjölgun Covid­ smita hér á landi sem erlendis. Samkvæmt verðmatinu munu tekjur Icelandair aukast um 15 pró­ sent á milli áranna 2020 og 2021. Gert er ráð fyrir að flugmarkaður­ inn verði kominn í eðlilegra horf eftir um ár og að tekjurnar vaxi um um 55 prósent á árinu 2022 í 775 milljónir Bandaríkjadala, jafnvirði 99 milljarða króna. Það ár verður lítils háttar rekstrartap, eða 27 milljónir Bandaríkjadala, ef spá Jak­ obsson Capital nær fram að ganga. Reiknað er með að Icelandair hagn­ ist um 39 milljónir dala, jafnvirði fimm milljarða króna, árið 2023. ■ Icelandair þurfi ekki að draga lánalínuna í ár Reksturinn í vetur gæti orðið þungur, segir í verðmati. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR hordur@frettabladid.is Sjóður í rekstri breska eignastýr­ ingarrisans Schroders hefur nýlega bæst við hluthafahóp Arion banka. Samkvæmt lista yfir alla hluthafa bankans í gær, sem Markaðurinn hefur séð, nemur eignarhlutur Schroders rúmlega 1,8 milljónum hluta að nafnverði en miðað við gengi bréfa Arion er markaðsvirði hans um 300 milljónir króna. Það jafngildir um 0,11 prósenta hlut í bankanum. Schroders var einnig á meðal þeirra fjölmörgu erlendu sjóða sem tóku þátt í hlutafjárútboði Íslands­ banka í júní á þessu ári. Keypti sjóðurinn þá fyrir tæplega 500 milljónir króna miðað við útboðs­ gengið og var með 0,3 prósenta hlut við skráningu bankans á markað. Talsverður fjöldi erlendra vísi­ tölusjóða, sem fjárfesta einkum í hlutabréfum félaga á vaxtamörk­ uðum (e. frontier markets), hafa komið nýir inn í eigendahóp Arion banka eftir að Ísland var formlega tekið inn í vaxtamarkaðsvísitölu MSCI undir lok maímánaðar. Á meðal þeirra eru sjóðir Acadian Asset Management sem hefur á síð­ ustu vikum verið að bæta við hlut sinn í bankanum og fer núna með 6 milljónir hluta að nafnvirði, sem jafngildir 0,36 prósenta eignarhlut. Aðrir erlendir fjárfestingasjóðir sem hafa bæst við hluthafahóp Arion í sumar eru meðal annars, svo dæmi sé tekið, í stýringu hjá Franklin Templeton, Northern Trust, Hand­ elsbanken, Legal & General, Fund­ Partner Solutions og Van Biema Value Partners. Þá fjárfesti þjóðar­ sjóður Kúveit, einn stærsti fjárfest­ ingasjóður í ríkiseigu í heiminum, í bankanum, eins og Markaðurinn hefur áður upplýst um en hlutur hans er í dag metinn á tæplega hálfan milljarð króna. Eignarhaldsfélagið Stormtré, sem er í eigu Hreggviðs Jónssonar, stjórnarformanns Veritas, er einnig nýr fjárfestir í hluthafahópi Arion banka en félagið keypti í liðnum mánuði samanlagt meira en 5,8 milljónir hluta að nafnverði. Mark­ aðsvirði þess eignarhlutar er tæp­ lega einn milljarður króna. Þá fer Bílabúð Benna nú einnig fyrir hlut í bankanum sem er í dag metinn á liðlega 450 milljónir króna. Hlutabréfaverð Arion, sem stóð í 167 krónum á hlut við lok markaða í gær, hefur hækkað um 76 prósent frá áramótum og nemur markaðsvirði bankans um 277 milljörðum. ■ Eignastýringarrisinn Schroders kaupir í Arion fyrir um 300 milljónir Benedikt Gíslason, bankastjóri Arion. 7MIÐVIKUDAGUR 25. ágúst 2021 MARKAÐURINN

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.