Fréttablaðið - 25.08.2021, Blaðsíða 36

Fréttablaðið - 25.08.2021, Blaðsíða 36
MARKAÐURINN Instagram fréttablaðsins@frettabladidfrettabladid.is MIÐVIKUDAGUR 25. ágúst 2021FYLGIRIT FRÉTTABLAÐSINS UM VIÐSKIPTI OG FJÁRMÁL | Þorsteinn Friðrik Halldórsson n Skoðun Vatnagörðum 14 104 Reykjavík litrof@litrof.is 563 6000 Sterkari saman í sátt við umhverfið HAFÐU FJÖLPÓSTINN Í MEST LESNA DAGBLAÐI LANDSINS!* – MEST LESNA DAGBLAÐ LANDSINS * Samkvæmt prentmælingum Gallup Það er hvergi betri staður fyrir ölpóstinn en inni í Fréttablaðinu en kynningarefnið lendir á eldhúsborðinu þegar blaðið er opnað! Kannaðu dreiileiðir og verð í síma 550 5000 eða sendu tölvupóst á orn@frettabladid.is. Útvegum einnig hagstæð verð í prentun. 46,5% íbúa höfuðborgarsvæðisins á aldrinum 25 - 80 ára lesa Fréttablaðið daglega að meðaltali* helgivifill@frettabladid.is Tekjur Wedo, móðurfélags Heimkaupa, jukust um 77 prósent á milli ára og námu 2,3 millj- örðum króna árið 2020. Félagið tapaði 169 millj- ónum í fyrra samanborið við 181 milljónar tap árið áður. EBITDA-tap félagsins nam 49 millj- ónum þegar horft er fram hjá einskiptisliðum vegna fjármögnunar en það var 230 milljónir árið áður. Við lok síðasta árs keypti hluthafahópur undir forystu Hjalta Baldurssonar, stofnanda hugbún- aðarfyrirtækisins Bókunar sem bókunarrisinn Tripadvisor keypti árið 2018, 40 prósent í Wedo. Samhliða var hlutaféð aukið um 1,27 milljarða króna. Fram kemur í ársreikningi fyrir árið 2020 að hlutafé Wedo hafi verið aukið um 220 millj- ónir við ársbyrjun 2021. Norvik, móðurfélag Byko, var stærsti hluthafi Wedo með um 28 prósenta hlut við árslok 2020. Félag í eigu Hjalta, stjórnarformanns Wedo, átti tæplega tólf prósenta hlut á sama tíma. n Tekjur Heimkaupa jukust um 77 prósent á milli ára Það kemur ekki til greina að takmarka komur fólks, ferða- manna eða Íslendinga, á flugvöllinn af því að við ráðum ekki við það prakt- íska kerfi sem við höfum sett upp. Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, ferðamálaráðherra.Þegar kórónuveiran kom til sög- unnar voru viðbrögð stjórnvalda um allan heim skiljanleg. Óþekkt veira, sem fer eins og eldur um sinu, vekur ugg og að því leyti var skiljanlegt að sóttvarnir fengju að njóta vafans á kostnað efnahagslífsins. Að minnsta kosti þangað til vissum aðeins meira. Þetta voru furðulegir tímar. Sérfræðingar á sviði læknisfræð- innar fengu að ráða för og voru settir upp á stall. Samstaða með ákvörðunum þeirra varð æðsta dyggðin en mótþrói hinn mesti löstur. Stemningin var þannig að efasemdamenn héldu sér f lestir til hlés. Rúmlega einu og hálfu ári síðar höfum við aflað þekkingar á virkni og skaðsemi veirunnar, meðferðir eru skilvirkari fyrir vikið og bólusetning er langt á veg komin. Við búum við skil- yrðin sem þarf til að koma lífinu aftur í eðlilegar skorður. Eftir því sem hlutfall bólu- settra hefur farið hækkandi á þessu ári hefur þörfin fyrir takmarkanir farið minnkandi. Samhliða því hefur áherslan á samstöðu dvínað enda er mörgum orðið ljóst að stjórn- völd eru á rangri leið. Þrátt fyrir þann árangur sem hefur náðst er börnum skylt að bera grímur og þau skikkuð í sóttkví í massavís. Enn gilda takmarkanir á sam- komur og ferðir þjóðar sem er nær fullbólusett, og Tollgæslan leggur hald á sendingar sem inni- halda sjálfspróf fyrir Covid-19. Engan þarf að undra að umræðan og almenningsálitið séu að breytast. Venjulegt fólk hefur ekki endalausa þolinmæði fyrir stjórnarfari af þessum toga. Stjórnvöld hafa gefið höggstað á sér en það er kannski lýsandi fyrir fátæklega stjórnmálaflóru landsins hversu fáir hafa reitt til höggs. Einstaka þingmenn, bæði innan Sjálfstæðisflokksins og stjórnarandstöðuflokka, hafa gagnrýnt sóttvarnastefnuna á síðustu vikum en f lokksformenn í stjórnarandstöðu eru hvergi sjáanlegir. Í tilfelli Viðreisnar og Miðflokksins, sem hafa sótt fylgi til Sjálfstæðisflokksins, er þögnin ærandi. Ef atburðir síðustu vikna þóttu ekki nægt tilefni til andmæla af hálfu stjórnarandstöðuflokk- anna, hvernig er hægt að treysta því að þeir hefðu staðið betur að málum? Það má segja að fresturinn til að taka afgerandi og trúverðuga afstöðu sé liðinn. n Fresturinn liðinn

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.