Fréttablaðið - 14.08.2021, Side 6

Fréttablaðið - 14.08.2021, Side 6
Aðildarríki NATO hafa hafið flutninga á túlkum og öðrum samstarfsmönnum sínum frá Afganistan til að forða þeim undan framrás Talibana. Utanríkisráðuneytið segir slíkar aðgerðir ekki grundvall­ aðar á samþykktum NATO og svipaðar aðgerðir virðast ekki fyrirhugaðar Íslandi. thorgrimur@frettabladid.is UTANRÍKISMÁL Engar áætlanir virðast liggja fyrir hjá ríkisstjórn Íslands um það hvort afganskir túlkar eða aðrir Afganir sem störf­ uðu með íslenskum friðargæslu­ liðum í Afganistan muni eiga kost á að hljóta hæli hér á landi. Tali­ banar hafa staðið í leiftursókn gegn afgönskum stjórnvöldum að undan­ förnu og hafa hertekið fjölda borga. Talið er að túlkar og aðrir Afganir sem unnið hafa með erlendu her­ námsliði og bandalagsríkjum Bandaríkjanna og Atlantshafs­ bandalagsins eigi á hættu að lenda í skotlínu Talibana ef þeir verða inn­ lyksa á hernámssvæðum þeirra eða ef Talibanar ná stjórn á landinu öllu. Frá því að Joe Biden Bandaríkja­ forseti tók ákvörðun um að draga bandarískt herlið frá Afganistan hafa mörg ríki sem tóku þátt í inn­ rásinni í Afganistan eða í hernámi og friðargæslu í landinu gert áætlan­ ir um að forða afgönskum túlkum og veita þeim hæli. Biden bauð um 200 afganska túlka og fjölskyldur þeirra velkomin til Bandaríkjanna um mánaðamótin. Umræða um svipaðar aðgerðir hefur farið fram í nágrannaríkjum Íslands. Í Dan­ mörku hafa stjórnmálaf lokkar á borð við Íhaldsflokkinn, Róttæka vinstriflokkinn, Sósíalíska þjóðar­ flokkinn og Einingarlistann mælt fyrir því að afganskir túlkar fái hæli í landinu. Fjórir danskir hershöfð­ ingjar og fyrrum varnarmálastjórar sögðu jafnframt við Politiken að Danmörku bæri siðferðisleg skylda til að tryggja öryggi túlka og annarra samstarfsmanna sem hefðu hjálpað dönskum hermönnum í Afganistan. Ísland, sem aðildarríki í Atlants­ hafsbandalaginu, tók þátt í verk­ efnum alþjóðaliðsins (ISAF) í Afgan­ istan á árunum 2003 til 2013. Meðal annars fóru Íslendingar um skeið með stjórn alþjóðaflugvallarins í Kabúl og sendu friðargæsluliða og þróunarfulltrúa til landsins. Fyrir liggur í skýrslum friðargæsluliðsins og í frásögnum Íslendinga sem fóru til landsins að unnið var með inn­ fæddum túlkum við starfsemina, en samkvæmt svari utanríkisráðu­ neytisins við fyrirspurn Frétta­ blaðsins leiddi Ísland ekki verkefni í eigin nafni og réð ekki túlka eða aðra heimamenn til starfa. „Þau ríki sem leitt hafa verkefni og ráðið til starfa heimamenn sem túlka eða samstarfsmenn í þeim verkefnum, hafa í einhverjum til­ fellum boðið þeim skjól og hæli nú þegar verkefninu lýkur,“ kom fram í svari ráðuneytisins. „Slík boð eru ekki grundvölluð á samkomu­ lagi Atlantshafsbandalagsins og afganskra stjórnvalda. Fleiri dæmi eru um slíkar aðgerðir einstakra ríkja þegar verkefnum á vegum her­ liðs lýkur í einstökum ríkjum.“ „Fulltrúar Íslands hafa lýst yfir áhyggjum yfir þeirri stöðu sem komin er upp í Afganistan og fylgjast grannt með þróuninni þar í landi. Staðan, og viðbrögð við henni, er reglulega rædd á vettvangi Atlantshafsbandalagsins og Ísland tekur þátt í þeirri umræðu.“ ■ Ekki von á afgönskum túlkum Afganskir fyrr- verandi túlkar mótmæla í miðbæ Kabúl þann 30. apríl. FRÉTTABLAÐIÐ/AFP Slík boð eru ekki grundvölluð á sam- komulagi Atlantshafs- bandalagsins og afganskra stjórnvalda. Utanríkisráðuneytið. thorgrimur@frettabladid.is UMHVERFISMÁL Áhrif drykkjar­ vatns í f löskum á náttúruauðlindir er 3.500 sinnum meira en krana­ vatns. Kom þetta fram í nýlegri rannsókn sem unnin var á vegum heilbrigðisstofnunarinnar ISGlobal í Barselóna á Spáni. Var þar komist að þeirri niður­ stöðu að ef allir íbúar spænsku borgarinnar drykkju f löskuvatn myndi kostnaðurinn við auðlinda­ söfnun nema að andvirði um 10.570 milljóna króna, um 3.500 sinnum meira en ef allir borgarbúar drykkju kranavatn. Lítill sem enginn munur er á gæðum drykkjarvatns úr krönum og úr f löskum á Íslandi. Krana­ vatnið á Íslandi er talið með hinu besta á heimsvísu og samkvæmt svari Matvælastofnunar við fyrir­ spurn Fréttablaðsins fæst enginn heilsuávinningur af því að nota sér hið síðarnefnda frekar en hið fyrra, enda er flöskuvatnið að mestu feng­ ið úr sömu vatnsbólum og í gegnum sömu lagnir. Þrátt fyrir þetta tíðkast sala á drykkjarvatni í plastflöskum víða í íslenskum verslunum og þekkst hafa dæmi um að erlendum ferða­ mönnum sé ráðið frá því að neyta vatns úr krana. Í svari umhverfisráðuneytisins við fyrirspurn Fréttablaðsins kom fram að neysla átappaðs vatns virtist hafa aukist á Íslandi síðasta áratuginn og að mikilvægt væri að snúa þeirri þróun við. „Umhverfis­ og auðlindar­ áðuneytið hefur sett aukið fjármagn á síðustu árum í vitundarvakningu um ofnotkun einnota plastvara og lagði meðal annars fjármagn til markaðsherferðarinnar Kranavatn. Herferðin, sem farið var í vegna vitundar um að neysla blávatns á flöskum væri að aukast, var í umsjá Íslandsstofu og Umhverfisstofnunar og beindist að því að vekja athygli erlendra ferðamanna á öryggi og gæðum kranavatns á Íslandi.“ Ný lög sem banna sölu á ýmsum einnota plastvörum tóku gildi í sumar. Bannið nær ekki til drykkjar vatns í einnota plast­ f löskum en tekur til vara sem eru „beinlínis óþarfar eða til eru stað­ gönguvörur fyrir, svo sem fjölnota lausnir“. Í lögunum er ákvæði um lágmarkshlutfall endurunnins plasts í einnota plastflöskum fyrir drykkjarvörur sem settar eru á markað, sem gildir meðal annars um drykkjarvatn í einnota flöskum. „Plast í umhverfinu er skaðvaldur og það er í sífelldri endurskoðun í ráðuneytinu til hvaða ráðstafana mögulegt er að grípa til að draga úr plastmengun,“ kom fram í svari ráðuneytisins. ■ Umhverfisspjöll langtum meiri af flöskuvatni en kranavatni Sala á flöskuvatni tíðkast í versl- unum. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK hjorvaro@frettabladid.is SKIPULAGSMÁL Endurbætur á hús­ næðinu sem hýsti áður kínverska sendiráðið að Víðimel 29 ganga vel.  Til stendur að koma húsinu í upp­ runalegt horf og gera það íbúðar­ hæft. Áætlað er að verklok verði um komandi áramót, að sögn eiganda hússins. ■ Gamla sendiráðið tilbúið um áramót Það eru 75 ár síðan húsið var reist en það hefur staðið autt undanfarin ár. K Y N N U M N ÝJ A N J E E P® A L V Ö R U J E P P I – A L V Ö R U FJ Ó R H J Ó L A D R I F UMBOÐSAÐILI JEEP® OG RAM Á ÍSLANDI • ÍSLENSK-BANDARÍSKA • ÞVERHOLT 6 • 270 MOSFELLSBÆR S. 590 2300 • WWW.ISBAND.IS • ISBAND@ISBAND.IS • OPIÐ VIRKA DAGA 10-18 VERÐ HLAÐINN AUKABÚNAÐI FRÁ 6.499.000 KR.* N Á N A R I U P P LÝ S I N G A R Á J E E P. I S • STÆRRI VÉL 240 HÖ • 360° MYNDAVÉL • LÁGT DRIF • LEÐURSÆTI OG MÆLABORÐ • SNERTILAUS OPNUN AFTURHLERA • FJARLÆGÐARSTILLTUR HRAÐASTILLIR N Ý H Ö N N U N N Ý I N N R É T T I N G N Ý TÆ K N I N Ý R Ö R Y G G I S B Ú N A Ð U R * S V A R T U R L I M I T E D. A Ð R I R L I T I R 6 . 6 6 2 . 0 0 0 ÁRA ÁBYRGÐ 8 ÁRA ÁBYRGÐ ÁDRIFRAFHLÖÐU PLUG-IN HYBRID NÚ FÁANLEGUR Í TRAILHA WK ÚTFÆRSLU ser@frettabladid.is VIÐSKIPTI Sala á steypu hefur aukist um að minnsta kosti 25 prósent frá því á fyrri hluta síðasta árs, til fyrstu sex mánaða þessa árs. Þorsteinn Víglundsson, forstjóri BM Vallár, segir byggingamarkað­ inn hafa tekið vel við sér, ólíkt því sem var á síðasta ári þegar sala var borin uppi af einstaklingum. „En þetta er og hefur verið sveiflu­ kenndur bransi á Íslandi og bremsu­ förin hafa oft og tíðum verið löng, milli þess sem bæði starfsfólk og tæki hefur vantað,“ segir hann. ■ Steypusala tekur kipp á milli ára 6 Fréttir 14. ágúst 2021 LAUGARDAGURFRÉTTABLAÐIÐ

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.