Fréttablaðið - 14.08.2021, Blaðsíða 6
Aðildarríki NATO hafa hafið
flutninga á túlkum og öðrum
samstarfsmönnum sínum frá
Afganistan til að forða þeim
undan framrás Talibana.
Utanríkisráðuneytið segir
slíkar aðgerðir ekki grundvall
aðar á samþykktum NATO og
svipaðar aðgerðir virðast ekki
fyrirhugaðar Íslandi.
thorgrimur@frettabladid.is
UTANRÍKISMÁL Engar áætlanir
virðast liggja fyrir hjá ríkisstjórn
Íslands um það hvort afganskir
túlkar eða aðrir Afganir sem störf
uðu með íslenskum friðargæslu
liðum í Afganistan muni eiga kost
á að hljóta hæli hér á landi. Tali
banar hafa staðið í leiftursókn gegn
afgönskum stjórnvöldum að undan
förnu og hafa hertekið fjölda borga.
Talið er að túlkar og aðrir Afganir
sem unnið hafa með erlendu her
námsliði og bandalagsríkjum
Bandaríkjanna og Atlantshafs
bandalagsins eigi á hættu að lenda í
skotlínu Talibana ef þeir verða inn
lyksa á hernámssvæðum þeirra eða
ef Talibanar ná stjórn á landinu öllu.
Frá því að Joe Biden Bandaríkja
forseti tók ákvörðun um að draga
bandarískt herlið frá Afganistan
hafa mörg ríki sem tóku þátt í inn
rásinni í Afganistan eða í hernámi
og friðargæslu í landinu gert áætlan
ir um að forða afgönskum túlkum
og veita þeim hæli. Biden bauð um
200 afganska túlka og fjölskyldur
þeirra velkomin til Bandaríkjanna
um mánaðamótin. Umræða um
svipaðar aðgerðir hefur farið fram
í nágrannaríkjum Íslands. Í Dan
mörku hafa stjórnmálaf lokkar á
borð við Íhaldsflokkinn, Róttæka
vinstriflokkinn, Sósíalíska þjóðar
flokkinn og Einingarlistann mælt
fyrir því að afganskir túlkar fái hæli
í landinu. Fjórir danskir hershöfð
ingjar og fyrrum varnarmálastjórar
sögðu jafnframt við Politiken að
Danmörku bæri siðferðisleg skylda
til að tryggja öryggi túlka og annarra
samstarfsmanna sem hefðu hjálpað
dönskum hermönnum í Afganistan.
Ísland, sem aðildarríki í Atlants
hafsbandalaginu, tók þátt í verk
efnum alþjóðaliðsins (ISAF) í Afgan
istan á árunum 2003 til 2013. Meðal
annars fóru Íslendingar um skeið
með stjórn alþjóðaflugvallarins í
Kabúl og sendu friðargæsluliða og
þróunarfulltrúa til landsins. Fyrir
liggur í skýrslum friðargæsluliðsins
og í frásögnum Íslendinga sem fóru
til landsins að unnið var með inn
fæddum túlkum við starfsemina,
en samkvæmt svari utanríkisráðu
neytisins við fyrirspurn Frétta
blaðsins leiddi Ísland ekki verkefni
í eigin nafni og réð ekki túlka eða
aðra heimamenn til starfa.
„Þau ríki sem leitt hafa verkefni
og ráðið til starfa heimamenn sem
túlka eða samstarfsmenn í þeim
verkefnum, hafa í einhverjum til
fellum boðið þeim skjól og hæli nú
þegar verkefninu lýkur,“ kom fram
í svari ráðuneytisins. „Slík boð
eru ekki grundvölluð á samkomu
lagi Atlantshafsbandalagsins og
afganskra stjórnvalda. Fleiri dæmi
eru um slíkar aðgerðir einstakra
ríkja þegar verkefnum á vegum her
liðs lýkur í einstökum ríkjum.“
„Fulltrúar Íslands hafa lýst yfir
áhyggjum yfir þeirri stöðu sem
komin er upp í Afganistan og
fylgjast grannt með þróuninni þar
í landi. Staðan, og viðbrögð við
henni, er reglulega rædd á vettvangi
Atlantshafsbandalagsins og Ísland
tekur þátt í þeirri umræðu.“ ■
Ekki von á afgönskum túlkum
Afganskir fyrr-
verandi túlkar
mótmæla í
miðbæ Kabúl
þann 30. apríl.
FRÉTTABLAÐIÐ/AFP
Slík boð eru ekki
grundvölluð á sam-
komulagi Atlantshafs-
bandalagsins og
afganskra stjórnvalda.
Utanríkisráðuneytið.
thorgrimur@frettabladid.is
UMHVERFISMÁL Áhrif drykkjar
vatns í f löskum á náttúruauðlindir
er 3.500 sinnum meira en krana
vatns. Kom þetta fram í nýlegri
rannsókn sem unnin var á vegum
heilbrigðisstofnunarinnar ISGlobal
í Barselóna á Spáni.
Var þar komist að þeirri niður
stöðu að ef allir íbúar spænsku
borgarinnar drykkju f löskuvatn
myndi kostnaðurinn við auðlinda
söfnun nema að andvirði um 10.570
milljóna króna, um 3.500 sinnum
meira en ef allir borgarbúar drykkju
kranavatn.
Lítill sem enginn munur er á
gæðum drykkjarvatns úr krönum
og úr f löskum á Íslandi. Krana
vatnið á Íslandi er talið með hinu
besta á heimsvísu og samkvæmt
svari Matvælastofnunar við fyrir
spurn Fréttablaðsins fæst enginn
heilsuávinningur af því að nota sér
hið síðarnefnda frekar en hið fyrra,
enda er flöskuvatnið að mestu feng
ið úr sömu vatnsbólum og í gegnum
sömu lagnir.
Þrátt fyrir þetta tíðkast sala á
drykkjarvatni í plastflöskum víða
í íslenskum verslunum og þekkst
hafa dæmi um að erlendum ferða
mönnum sé ráðið frá því að neyta
vatns úr krana.
Í svari umhverfisráðuneytisins við
fyrirspurn Fréttablaðsins kom fram
að neysla átappaðs vatns virtist hafa
aukist á Íslandi síðasta áratuginn
og að mikilvægt væri að snúa þeirri
þróun við. „Umhverfis og auðlindar
áðuneytið hefur sett aukið fjármagn
á síðustu árum í vitundarvakningu
um ofnotkun einnota plastvara
og lagði meðal annars fjármagn til
markaðsherferðarinnar Kranavatn.
Herferðin, sem farið var í vegna
vitundar um að neysla blávatns á
flöskum væri að aukast, var í umsjá
Íslandsstofu og Umhverfisstofnunar
og beindist að því að vekja athygli
erlendra ferðamanna á öryggi og
gæðum kranavatns á Íslandi.“
Ný lög sem banna sölu á ýmsum
einnota plastvörum tóku gildi
í sumar. Bannið nær ekki til
drykkjar vatns í einnota plast
f löskum en tekur til vara sem eru
„beinlínis óþarfar eða til eru stað
gönguvörur fyrir, svo sem fjölnota
lausnir“. Í lögunum er ákvæði um
lágmarkshlutfall endurunnins
plasts í einnota plastflöskum fyrir
drykkjarvörur sem settar eru á
markað, sem gildir meðal annars
um drykkjarvatn í einnota flöskum.
„Plast í umhverfinu er skaðvaldur
og það er í sífelldri endurskoðun í
ráðuneytinu til hvaða ráðstafana
mögulegt er að grípa til að draga
úr plastmengun,“ kom fram í svari
ráðuneytisins. ■
Umhverfisspjöll langtum meiri af flöskuvatni en kranavatni
Sala á flöskuvatni tíðkast í versl-
unum. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK
hjorvaro@frettabladid.is
SKIPULAGSMÁL Endurbætur á hús
næðinu sem hýsti áður kínverska
sendiráðið að Víðimel 29 ganga vel.
Til stendur að koma húsinu í upp
runalegt horf og gera það íbúðar
hæft. Áætlað er að verklok verði um
komandi áramót, að sögn eiganda
hússins. ■
Gamla sendiráðið
tilbúið um áramót
Það eru 75 ár síðan húsið var reist en
það hefur staðið autt undanfarin ár.
K Y N N U M N ÝJ A N J E E P®
A L V Ö R U J E P P I – A L V Ö R U FJ Ó R H J Ó L A D R I F
UMBOÐSAÐILI JEEP® OG RAM Á ÍSLANDI • ÍSLENSK-BANDARÍSKA • ÞVERHOLT 6 • 270 MOSFELLSBÆR
S. 590 2300 • WWW.ISBAND.IS • ISBAND@ISBAND.IS • OPIÐ VIRKA DAGA 10-18
VERÐ HLAÐINN AUKABÚNAÐI FRÁ
6.499.000 KR.*
N Á N A R I U P P LÝ S I N G A R Á J E E P. I S
• STÆRRI VÉL 240 HÖ
• 360° MYNDAVÉL
• LÁGT DRIF
• LEÐURSÆTI OG MÆLABORÐ
• SNERTILAUS OPNUN AFTURHLERA
• FJARLÆGÐARSTILLTUR HRAÐASTILLIR
N Ý H Ö N N U N
N Ý I N N R É T T I N G
N Ý TÆ K N I
N Ý R Ö R Y G G I S B Ú N A Ð U R
* S V A R T U R L I M I T E D. A Ð R I R L I T I R 6 . 6 6 2 . 0 0 0
ÁRA ÁBYRGÐ 8 ÁRA ÁBYRGÐ ÁDRIFRAFHLÖÐU PLUG-IN HYBRID
NÚ FÁANLEGUR Í TRAILHA WK ÚTFÆRSLU
ser@frettabladid.is
VIÐSKIPTI Sala á steypu hefur aukist
um að minnsta kosti 25 prósent frá
því á fyrri hluta síðasta árs, til fyrstu
sex mánaða þessa árs.
Þorsteinn Víglundsson, forstjóri
BM Vallár, segir byggingamarkað
inn hafa tekið vel við sér, ólíkt því
sem var á síðasta ári þegar sala var
borin uppi af einstaklingum.
„En þetta er og hefur verið sveiflu
kenndur bransi á Íslandi og bremsu
förin hafa oft og tíðum verið löng,
milli þess sem bæði starfsfólk og
tæki hefur vantað,“ segir hann. ■
Steypusala tekur
kipp á milli ára
6 Fréttir 14. ágúst 2021 LAUGARDAGURFRÉTTABLAÐIÐ