Fréttablaðið - 06.08.2021, Page 1
f r e t t a b l a d i d . i sf r e t t a b l a d i d . i s
1 5 3 . T Ö L U B L A Ð 2 1 . Á R G A N G U R F Ö S T U D A G U R 6 . Á G Ú S T 2 0 2 1
HEKLA · Sími 590 5000 · Laugavegur 170 · www.hekla.is/audisalur
Rafmögnuð nærvera
sem tekið verður eftir
Q4 e-tron Verð frá 5.790.000 kr.
Sýningarbíll lentur á Laugavegi
Veruleg aukning hefur orðið
í sölu sumarhúsa og verðið
rokið upp. Faraldurinn er
líklegasta skýringin enda
hafa Íslendingar ferðast mun
minna erlendis vegna hans.
Fjölmargir eldri borgarar hafa
hætt við að selja sína bústaði.
ser@frettabladid.is
FASTEIGNIR „Það er óhætt að segja að
það hafi orðið sprenging í sölu sum
arhúsa á þessu og síðasta ári,“ segir
Bárður H. Tryggvason, sölustjóri hjá
fasteignasölunni Gimli.
„Ég er búinn að vera marga áratugi
í þessu fagi og man ekki annað eins,“
bætir hann við. Þessu samsinnir
Heimir Hafsteinn Eðvardsson, fast
eignasali hjá Fasteignalandi, sem
um árabil hefur sinnt fasteignavið
skiptum á þessu sviði: „Það er selj
endamarkaður, alveg klárlega, það
fer allt á yfirverði.“
Aukinn áhuga landsmanna á
því að eignast sumarbústaði má að
miklum hluta rekja til kórónaveiru
faraldursins sem hefur haldið fólki
heima, en ferðalög Íslendinga um
eigið land hafa af hans sökum stór
aukist.
„Þar við bætist,“ segir Bárður,
„að raunvextir eru neikvæðir nú
um stundir og fólk lítur á sumar
húsakaup sem fjárfestingu sem gefi
ágætlega af sér. Það veit að verðið er
á uppleið.“
Heimir Hafsteinn segir að fjölda
margir sumarbústaðareigendur í
hópi aldraðs fólks hafi hætt við að
selja bústaði sínu í pestarfárinu síð
asta hálfa annað árið.
„Þar af leiðandi hefur komið
minna inn af eignum en við áttum
von á. Það bara vantar bústaði.“
Bárður er ekki frá því að verðhækk
un á sumarhúsum frá því á fyrri
hluta síðasta árs sé í námunda við 30
prósent. „Það þótti vel í lagt að kaupa
hefðbundna stærð af bústað fyrir 40
milljónir í fyrra, en núna þykir það
ódýrt.“
Hækkunin kemur á sama tíma og
hækkun íbúðafasteigna en eins og
flestir vita hefur verð þeirra rokið
upp á undanförnum misserum. Sér
staklega á höfuðborgarsvæðinu og
hefur faraldurinn ekkert dregið úr
þeirri sprengju.
Þeir benda báðir á að verð á frí
stundahúsum hafi staðið í stað um
árabil, allt þar til pestin setti mönn
um stólinn fyrir dyrnar.
„Það var mikið framboð á bústöð
um fyrir pestarfárið, en núna er
bara eftirspurn,“ bendir Bárður á
og nefnir enn eina ástæðuna fyrir
stórauknum áhuga landans á afdrepi
úti í sveit. „Það er betra að kaupa en
byggja. Enn er dýrara að byggja en
kaupa, hvað svo sem síðar verður.“
En hvaða svæði er vinsælast?
„Suðurlandið,“ svarar Heimir Haf
steinn. „Þar sem þjónustan og frí
stundamöguleikarnir eru mestir.
Það skiptir flesta miklu máli.“ n
Sölusprenging í
sumarbústöðum
Listamaðurinn Hörður Torfason, stofnandi Samtakanna '78, fagnar því að vera með á dagskrá Hinsegin daga í ár eftir
að hafa fengið skilaboð um að það hafi ekki verið pláss fyrir hann á hátíðinni til þessa. SJÁ SÍÐU 8 FRÉTTABLAÐIÐ/EYÞÓR
gar@frettabladid.is
SKÓLAR „Ég og stjórnin stóðum
saman og ég ákvað bara að standa
og falla með því og sagði starfi mínu
lausu,“ segir Kristín Jónsdóttir Njarð
vík, forstöðumaður Endurmennt
unar Háskóla Íslands til 23 ára, sem
sagði upp störfum í lok júní.
Kristín sagði upp í kjölfar ágrein
ings við mannauðsskrifstofu háskól
ans um leiðir til að rannsaka meinta
óánægju starfsfólks.
„Ég ákvað í samráði við stjórn að
fara ákveðna leið í því að grennslast
fyrir um þetta enn frekar. Fulltrúar
úr stjórnsýslu innan háskólans
höfðu áhuga á að fara aðra leið,“ segir
Kristín.
Róbert H. Haraldsson, nýr for
maður stjórnar Endurmenntunar
HÍ, segir að ef athugasemdir berist
varðandi einstakar starfseiningar
skólans séu þær skoðaðar hjá mann
auðssviði. Eftir atvikum sé gripið til
viðeigandi ráðstafana. SJÁ SÍÐU 4
Forstöðumaður Endurmenntunar HÍ
hættir eftir deilu við mannauðsstjórn
Það þótti vel í lagt að
kaupa hefðbundna
stærð af bústað fyrir
40 milljónir í fyrra, en
núna þykir það ódýrt.
Bárður H. Tryggvason,
sölustjóri hjá Gimli.
Kristín Jónsdóttir
Njarðvík, fyrr-
verandi forstöðu-
maður Endur-
menntunar HÍ.