Fréttablaðið - 24.07.2021, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 24.07.2021, Blaðsíða 16
hringdi viðvörunarbjöllum og var Hrafnhildur send í frekari skoðun á spítala. Þar kom í ljós að útlimir barnsins væru óeðlilega stuttir en búkur og höfuð í eðlilegri stærð. „Í framhaldi fórum við í endalaus tékk en einu svörin frá læknunum voru að þeir vissu að eitthvað amaði að henni en bara ekki hvað. Þetta er mjög sérkennilegt mál og erfðafræð- ingurinn á spítalanum í London notar það enn í kennslu. Þegar ég síðar les mér til um CFC heilkennið skil ég ekki að þeir hafi ekki áttað sig fyrr enda er ég skólabókardæmi. Á 20. til 24. viku byrjar allt að fara úrskeiðis hjá mér eins og er almennt með þetta heilkenni.“ Tuttugu læknar við fæðinguna Hrafnhildur var mjög verkjuð það sem eftir lifði meðgöngu og inn og út af spítala eins og hún sjálf lýsir. „Mamma Ali f lutti heim til okkar til að hugsa um Emmu enda gat ég varla hreyft mig.“ Þegar Anna Lilja svo kom í heim- inn þann 19. júlí árið 2011 með fyrirframákveðnum keisaraskurði voru um 20 læknar inni á fæðingar- stofunni enda við öllu búnir. „Hún var nokkuð eðlileg í útliti þó að hún hafi verið mikið bjúguð. Hún átti erfitt með andardrátt og var rokið með hana beint á vöku- deild þar sem hún fékk aðstoð með það. Ég rétt sá hana og fékk pínu sjokk, enda var hún svo bjúguð að ekki sást í háls hennar. Hún mæld- ist fjögur kíló við fæðingu en það hrundi af henni næstu daga enda um vökvasöfnun að ræða. Mér var kastað inn á sjúkrastofu með mikla verki en í Bretlandi eru þau sparsöm á verkjalyf í þessum aðstæðum, og Ali fór með henni á vökudeildina,“ segir Hrafnhildur sem varð ein eftir í óvissunni og segir næstu klukku- stundir hafa verið hræðilegar. Eftir mikla baráttu við að fá Önnu til að taka brjóst tókst það á sjöunda degi og var þá fjölskyldan útskrifuð í þó mikilli óvissu. „Hún virkaði nokkuð heilbrigð þó að hún líti ekki alveg venjulega út. En hún drakk alltaf bara í fimm mínútur í senn og svaf þess á milli. Ég kvartaði yfir því að hún þyngdist nánast ekkert næstu sjö mánuðina en mætti litlum skilningi,“ segir Hrafnhildur og er handviss um að hér á landi hefði þessi litla þyngd- araukning valdið meiri áhyggjum og gripið hefði verið inn í. Höfuðið óx undarlega „Í kringum sjö mánaða aldurinn tókum við eftir því að höfuð hennar var orðið undarlegt,“ segir Hrafn- hildur og lýsir því að það hafi verið flatt að aftan en vísað óvenju mikið upp að ofan. „Við vorum þá send á Great Ormond Street barnaspítalann á sérstaka deild sem sérhæfir sig í aðgerðum á heila og höfði barna frá öllum heiminum.“ Þar deildu heilbrigðisstarfsmenn loks áhyggjum móðurinnar af lítilli þyngdaraukningu og var Anna undir eins lögð inn og næringars- langa þrædd ofan í maga. Ári síðar fékk hún slönguna tengda í gegnum magann enda var það vandamál hversu oft hún reif hina úr sér. Þegar Anna var eins árs gömul kom í ljós í gegnum ýmiss konar DNA-próf að hún er með sjaldgæfan genagalla. „Upphaflega var talið að hún væri með heilkenni sem kallast Noonan en í dag er vitað að hún er með systurheilkennið CFC. Ekkert breyttist með þeirri nýju greiningu enda heilkennin svipuð. Börn með CFC eru þó yfirleitt floga- veik og mikið fatlaðri en Anna. Hennar stökkbreyting er sjald- gæfust af öllu því sem veldur þessu heilkenni. Eitt af hverjum milljón börnum er með þetta heilkenni og þar af er hennar genagalli neðst eða aðeins tveggja prósenta líkur á því. Hún er því í raun í tveimur pró- sentum af einum á móti milljón. Hún er því sannarlega ein af millj- ón eða í raun ein af tíu milljónum,“ segir Hrafnhildur. „Vitað er um 600 til 800 börn í heiminum með þetta heilkenni en líklega eru þau f leiri ógreind enda deyja mörg ung.“ Veldur fjölþættum einkennum Heilkennið veldur ýmsum ein- kennum um allan líkamann. „Plöt- urnar í höfðinu vaxa saman, Anna er með slæma sjón, þröng nefgöng og taka þarf nef kirtlana aftur og aftur. Eyrun safna vökva svo hún fær sífelldar eyrnasýkingar og fær því svokölluð T-rör sem í eðlilegum tilvikum þarf að taka með skurðað- gerð en Anna bara poppar þeim út á sex mánaða fresti. Því þarf hún sífelldar aðgerðir til að koma þeim fyrir aftur. Hún er með þykknun á hjartavöðva og við erum í stífu eftir- liti vegna þess. Svo er hún á vaxtar- hormónum enda rosalega lítil, hún er þroska- og hreyfiskert og með lága vöðvaspennu sem veldur því að hún á erfitt með gang. Hún byrjaði ekki að ganga fyrr en fjögurra og hálfs árs gömul og í dag er hún því miður komin með bjúg í báða fót- leggi sem veldur enn meiri vanda með gang. Okkur finnst þetta mjög erfitt þar sem hún var ekki með góða hreyfigetu fyrir.“ Það er búið að vera erfitt lengi og 80 prósent erfiðleik- ana er svefnleysið sem verður erfiðara með hverju árinu. Ég er í raun bara orðin veik af því. Mæðgurnar Hrafnhildur og Anna LIlja með nýjasta fjölskyldumeðliminn, Krumma, sem fenginn var sérstaklega fyrir heimasætuna. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Hrafnhildur Smith og eigin- maður hennar Ali Azough eiga saman dæturnar Emmu Soffíu 15 ára og Önnu Lilju 10 ára. Að vera foreldrar Önnu er líklega stærsta verkefni sem þeim verður falið en hún greindist eins árs með mjög sjaldgæfan erfðasjúkdóm sem hefur áhrif á flesta fleti lífs hennar, og þeirra. Hr a f n h i l d u r s e m menntaði sig sem lyfjatæknir hér á landi f lutti til London að námi loknu þar sem æskuvinkona hennar bjó fyrir. Þar fékk Hrafnhildur starf á krabba- meinssjúkrahúsinu Royal Marsden. „Menntun okkar lyfjatækna hér á Íslandi er mjög góð og ég fékk fljótt deildarstjórastöðu við blöndun krabbameinslyfja. Einn daginn var mér tilkynnt að von væri á lyfja- fræðinema í þjálfun til mín.“ Hrafnhildur rifjar upp þegar hún hitti nemann í fyrsta sinn. „Þegar ég leit á hann hugsaði ég: „Þetta er maðurinn minn!“ Þetta var skrítin tilfinning en ég vissi það bara.“ Neminn var Ali Azough, 22 ára. „Ég tók strax eftir því hversu klár og skemmtilegur hann er og fljótur að vinna,“ segir Hrafnhildur sem þó var með efasemdir vegna aldurs- munarins enda tæpum fjórum árum eldri en Ali. „En nokkrum mánuðum síðar tók hann af skarið og bauð mér í afmælið sitt og við höfum verið saman síðan.“ Ali er upprunalega frá Íran en f lutti til Englands sex ára gamall þegar faðir hans fékk stöðu við háskólann í Manchester. Stór- borgarstrákurinn Ali sá ekki fyrir sér að vera með fasta búsetu í tæp- lega 40 þúsund manna bæjarfélagi á Íslandi. Það varð þó raunin þegar þau Hrafnhildur f luttu hingað til lands árið 2016, eftir fjórtán ára sambúð í London. „Ég man eftir því að hafa verið alveg miður mín þegar hann sagði mér að hann sæi alls ekki fyrir sér að búa hér á landi. En nú erum við Kópavogstúttur með tvö börn og hund,“ segir Hrafnhildur í léttum tón og bendir á að eiginmaðurinn hafi jafnframt verið harðákveðinn í að verða aldrei hundaeigandi. „Það er best að segja sem minnst.“ Fundu ekki hvað amaði að En það var ástæða fyrir búferla- flutningunum hingað til lands og sú ástæða var yngri dóttir þeirra hjóna, Anna Lilja, sem greindist aðeins eins árs gömul með CFC heilkennið, eitt sjaldgæfasta heilkenni í heiminum. Einungis nokkur hundruð einstakl- ingar hafa greinst með það en sam- kvæmt Hrafnhildi er Anna Lilja eitt þriggja barna hér á landi. Emma Soffía, eldri dóttir hjón- anna, fæddist árið 2006 og vegna frávika sem sáust í sónarskoðun var Hrafnhildur í áhættumeðgöngu- eftirliti og lauk meðgöngunni í bráðakeisaraskurði. Þau frávik reyndust þó ekki alvarleg og tengj- ast á engan hátt erfðagalla þeim sem hrjáir yngri systur hennar. Emma er hraust stúlka og hefur alltaf verið en vegna þessara frávika á sínum tíma var Hrafnhildi aftur boðið áhættu- meðgöngueftirlit á seinni meðgöngu árið 2011. Þá komu í ljós alvarleg frá- vik en læknar áttu erfitt með að átta sig á um hvað væri að ræða. „Í tólf vikna sónar mælist hnakka- þykktin of mikil. Ég er send í leg- vatnsástungu og sónar og þá kemur í ljós að hún er með litla holu í hjart- anu sem er ekki svo óalgengt og lokast í mörgum tilfellum fyrir fæð- ingu.“ Annað kom ekki í ljós á þeim tímapunkti og áhyggjur því litlar. Hrafnhildur segist hafa tekið eftir því að kúlan stækkaði mjög hratt. „Mér var mjög illt í húðinni á mag- anum og ræddi það við heimilis- lækni minn. Hún mældi mig og sá þá að maginn hafði stækkað um 12 sentímetra á sjö vikum sem er algjör klikkun.“ Þessi mikla stækkun Reyni að lifa fyrir daginn í dag Björk Eiðsdóttir bjork @frettabladid.is Hrafnhildur segir Önnu Lilju sérlega káta, hugrakka og lífsglaða stúlku.  16 Helgin 24. júlí 2021 LAUGARDAGURFRÉTTABLAÐIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.