Fréttablaðið - 24.07.2021, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 24.07.2021, Blaðsíða 8
En úr því þessi mál komu upp á síðari hluta fyrsta áratugarins sætir furðu að enn séu að dúkka upp mál eins þau sem tengj- ast vöggu- stofunum illræmdu. Hvort vegur þyngra: Óhindrað streymi ferða- manna um landamæri eða hindr- unarlaust skólastarf í haust? Jón Þórisson jon@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: Torg ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Helgi Magnússon FORSTJÓRI OG ÚTGEFANDI: Björn Víglundsson RITSTJÓRI: Jón Þórisson jon@frettabladid.is, FRÉTTASTJÓRAR: Aðalheiður Ámundadóttir adalheidur@frettabladid.is Ari Brynjólfsson arib@frettabladid.is, Garðar Örn Úlfarsson gar@frettabladid.is MARKAÐURINN: Hörður Ægisson hordur@frettabladid.is Fréttablaðið kemur út í 80.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 FRÉTTABLAÐIÐ Kalkofnsvegur 2, 101 Reykjavík Sími: 550 5000, ritstjorn@frettabladid.is HELGARBLAÐ: Björk Eiðsdóttir bjork@frettabladid.is MENNING: Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrunb@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Anton Brink anton@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is Sif Sigmarsdóttir n Mín skoðun n Gunnar Mannvonskunni virðast engin takmörk sett. Ítrekað í gegnum söguna má finna kafla því til sönnunar. Sumir eru vondir og vita af því – aðrir villast í vonsku án þess að ætla sér það. Vonskan birtist í ýmsum myndum en sárast svíður undan þegar börn og þeir sem ekki geta borið hönd fyrir höfuð sér eiga í hlut. Nýlega komst í hámæli aðbúnaður barna á vöggu- stofum Reykjavíkur þar sem börn voru vistuð um langan eða skamman tíma, fjarri ást og umhyggju á árunum 1949 til 1973. Fyrir umræðunni nú fara þeir Fjölnir Geir Bragason, Hrafn Jökulsson, Tómas V. Albertsson, Viðar Eggertsson og Árni H. Kristjánsson. Í Fréttablaðinu um liðna helgi lýsir Árni reynslu sinni af vistinni á vöggustofu á liðinni öld. Það er átakanleg frásögn af grimmd sem virðist leiða af fáfræði og kreddum. Þar segir meðal annars: „Það sem enginn skilur er, hvernig gátu yfirvöld rekið skaðlega starfsemi sem stríðir gegn mannlegu eðli, heilbrigðri skynsemi og fyrirliggjandi rannsóknum. Það er gjörsamlega óskiljanlegt hvernig hægt var að hunsa grátandi börnin. Á endanum hættu börnin að gráta. Það eru til heimildir um að börn hafi hætt, ómeðvitað auðvitað, að nærast, því þau gáfust upp. Þau fengu aldrei örvun, sem er grundvallaratriði fyrir þroska ungbarna. Það var beinlínis forboðið að sinna öðru en líkamlegum þörfum barnanna. Mörg urðu rang- eða tileygð vegna þess að þau sáu bara loftið úr rimlarúmunum og fengu enga skynörvun.“ Hann lýsir því jafnframt að þegar börnin sluppu úr prísundinni hafi mörg þeirra verið ótalandi og bjuggu við málhelti fram eftir aldri. Sum þróuðu með sér sitt eigið tungumál því enginn talaði við þau. Saga vöggustofanna er svartur blettur. Og því miður er þetta ekki dæmalaust. Áður hafa komið upp mál sem tengjast niðurlægjandi og vanvirðandi meðferð á börnum og ungmennum, meðal annars í Breiðavík, Heyrnleysingjaskólanum, Kumbaravogi og víðar. Sérstök rannsókn fór fram í kjölfar þess að dökk for- tíð þessarar starfsemi komst í dagsljósið og á grund- velli hennar bauð ríkið fram bætur. Þeim málum er nú lokið þó aldrei verði bætt fyrir líf sem tapast eða gleði sem aldrei kviknaði í brjósti þeirra sem lentu í höndum fólks sem beitti harðræðinu. En úr því þessi mál komu upp á síðari hluta fyrsta áratugarins sætir furðu að enn séu að dúkka upp mál eins og þau sem tengjast vöggustofunum illræmdu. Það er ekki vegna þess að ekki var reynt að koma frásögnum á framfæri. Það var vegna þess að ekki var hlustað. Viðar Eggertsson, einn fimmmenninganna, reyndi hvað hann gat að segja þessa sögu fyrir nærri tveimur áratugum með þáttunum Eins og dýr í búri sem fluttir voru í útvarpi. Þó þættirnir hafi vakið einhverja athygli hljóðnaði umræðan fljótt. Af hverju? Er mögulegt að sögurnar séu of óþægi- legar til að menn leggi við hlustir? Getur verið að enn séu einhverjir að burðast með fortíð af sambærilegu tagi sem ekki hafa stigið fram í dagsljósið? Samhliða því að rannsaka starfsemi vöggustofanna nú, þarf að tryggja að farvegur fyrir sambærileg mál sé greiður og hlustað sé á hinum endanum. n Mannvonskan Ný bylgja Covid varpar skugga yfir íslenskt samfélag. Vissir ráðherrar innan ríkisstjórnarinnar hafa þó látið í ljós efasemdir um að rök séu fyrir sótt- varnaaðgerðum. Óvissan er sannarlega mikil. Hvaða áhrif hafa bólusetningar á sjúkdóminn og útbreiðslu hans? Er raunveruleg hætta á að heilbrigðiskerfið kikni undan álagi? Eitt er þó engum vafa undirorpið: Þeir sem láta í veðri vaka að valið standi milli fangelsis sótt- varnaaðgerða annars vegar og almenns frelsis hins vegar fara með fleipur. Síðastliðinn mánudagur var svo kallaður „frelsisdagur“ hér á Englandi þar sem ég bý. Þann dag var þeim fáu sóttvarnareglum sem enn voru við lýði aflétt. Boris Johnson for- sætisráðherra hafði búið sig undir að marka tímamótin með ræðu í anda ræðu Churchill við sigur í heimsstyrjöldinni síðari. Háleit áformin féllu hins vegar um sjálf sig þegar í ljós kom að frelsið leit öðruvísi út en hann hafði ímyndað sér. Þótt bólusetningarátak Bretlands sé með þeim best heppnuðu í heimi hefur nýgengi Covid-smita aukist á ógnarhraða síðustu vikur. Í aðdraganda „frelsisdagsins“ hvöttu 1.200 vísindamenn stjórnvöld til að fresta afnámi sóttvarna sem þeir sögðu „siðlausa til- raun“. Skoðanakönnun sýndi að almenningur var sammála. En Boris sat við sinn keip. Þegar „frelsisdagurinn“ rann upp var for- sætisráðherrann kominn í sóttkví. Sama gilti um fjármálaráðherrann. Heilbrigðisráð- herrann var veikur af Covid-19. Keir Starmer, leiðtogi stjórnarandstöðunnar, sagði aflétt- ingu sóttvarna í miðri bylgju „glapræði“ og að „hætta væri á að grípa þyrfti til enn harðari aðgerða síðar meir.“ Tveim dögum síðar var Keir kominn í sóttkví ásamt einu barna sinna sem greinst hafði með kórónaveiruna. Sama dag voru milljón börn frá skóla vegna Covid-smita sem komið höfðu upp í sótt- varnarhólfum. Starfsfólk á almennum vinnu- markaði var í auknum mæli veikt eða hafði verið skikkað í sóttkví. Fyrirtæki lokuðu vegna skorts á vinnuafli; verksmiðjur, veit- ingastaðir. Hillur stórmarkaða stóðu tómar. Spítalar þurftu að aflýsa skurðaðgerðum. Leikhúsfrömuðurinn Andrew Lloyd Webber barðist hart gegn sóttvörnum í faraldrinum og hótaði að fara í mál við stjórn- völd fengi hann ekki að setja á svið nýjasta söngleik sinn, Öskubusku, fyrir fullu húsi. Draumur Lloyd Webber um frelsi undan höftum hafði ekki fyrr ræst en draumurinn breyttist í martröð. Einn leikaranna í Ösku- busku veiktist af Covid svo að fresta þurfti langþráðri frumsýningunni sem fara átti fram á „frelsisdaginn“. Það eru ekki aðeins sóttvarnaaðgerðir sem skerða frelsi á tímum Covid. Frelsi Andrew Lloyd Webber til að fylla leikhús af fólki skerðir frelsi barna til órofinnar skólagöngu. Frelsi mitt til að fljúga til Íslands frá London, helstu gróðrarstíu Delta-afbrigðisins í Evrópu, skerðir frelsi barnshafandi kvenna á Íslandi, sem flestar eru óbólusettar, til að fara í Krónuna að kaupa í matinn. Útbreidd kórónaveirusmit valda veikindum og skerða þannig frelsi fólks til að afla sér lífsviðurværis. Tómar hillur verslana skerða frelsi okkar til að kaupa humar og hvítvín á sunnudögum sem og á öðrum dögum. Englendingar endurheimtu frelsi sitt í vikunni. Engu að síður búa margir við meiri höft nú en fyrir „frelsisdaginn“. Fátt er mikilvægara en að vera á varðbergi gagnvart stjórnvöldum er þau skerða frelsi borgaranna. Staðreyndin er hins vegar sú að á tímum heimsfaraldurs er frelsið jafnvægislist. Hvort vegur þyngra: Óhindrað streymi ferða- manna um landamæri eða hindrunarlaust skólastarf í haust? Grímulaus verslunarleið- angur eða gestagangur á öldrunarheimilum? Þeir sem láta eins og hægt sé að komast hjá því að forgangsraða frelsi fólks á tímum Covid eru að blekkja sjálfa sig – eða aðra. n Frelsi og fleipur HITAVEITA SELTJARNARNESS TILKYNNIR LOKUN Á HEITU VATNI Á ÖLLU SELTJARNARNESI MÁNUDAGINN 26. JÚLÍ Vegna viðgerða verður lokað fyrir heita vatnið á Seltjarnarnesi mánudaginn 26. júlí frá kl. 19:00 og fram að morgni. Lokunin nær yfir allt Seltjarnarnes. Beðist er velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta kann að valda. Hitaveita Seltjarnarness SKOÐUN FRÉTTABLAÐIÐ 24. júlí 2021 LAUGARDAGUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.