Fréttablaðið - 24.07.2021, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 24.07.2021, Blaðsíða 12
Tíunda Druslugangan fer frá Hallgrímskirkju klukkan 14 í dag, laugardag. Inga Hrönn Jónsdóttir, einn forsvars- manna göngunnar, segir fólk þyrst í að fá hana aftur enda var henni aflýst í fyrra. Druslugangan verður gengin í tíunda skiptið í dag, laugardaginn 24 júlí. Druslugangan er gengin til að sýna samstöðu með þolendum kyn- ferðisof beldis. Lagt verður af stað klukkan 14 frá Hallgrímskirkju niður á Austurvöll þar sem haldnar verða ræður og flutt tónlistaratriði. Þema göngunnar í ár er valdaójafn- vægi. Inga Hrönn Jónsdóttir, einn af forsvarsmönnum göngunnar, ræddi við Fréttablaðið um gönguna. „Fólk er orðið svolítið þyrst í að fá gönguna aftur, það var engin ganga í fyrra vegna faraldursins,“ segir Inga Hrönn. Áhuginn er ekki síst vegna annarrar bylgju #MeToo, ef svo má að orði komast, sem hófst fyrr á þessu ári. „Fólk er mjög reitt vegna allrar umfjöllunarinnar sem er búin að vera. Gangan er á mjög góðum tíma miðað við umræðuna í þjóðfélaginu.“ Einblínt á jaðarsetta hópa Búist er við að um þúsund manns taki þátt. Þemað í ár er valdaójafn- vægi. „Það er í samræmi við allt sem er búið að vera í gangi í umræðunni. Við ætlum að einblína á jaðarsetta hópa í ár,“ segir Inga Hrönn. Hún segir margar birtingarmyndir af valdaójafnvægi. „Þetta getur verið fatlaður einstaklingur á móti ófötl- uðum einstaklingi. Þetta getur verið yfirmaður eða einhver frægur. Einstaklingur sem er hátt settur í þjóðfélaginu sem brýtur á ein- hverjum sem er lægra settur.“ Jað- arsettir hópar eru einnig af mörgu tagi. „Þetta eru til dæmis innflytj- endur, heyrnarlausir eða fatlaðir, þetta er svo margslungið.“ Druslugangan á rætur sínar að rekja til Toronto í Kanada. „Lög- reglan þar fór að tala um að konur þyrftu ekki að klæða sig eins og druslur til að verða ekki fyrir kyn- ferðislegu ofbeldi og áreitni. Druslu- gangan var haldin fyrst þar árið 2011. Upphaflega var þetta þannig að konur mættu saman í „drusluleg- um“ fötum til að skila skömminni,“ segir Inga Hrönn. „Síðan þróaðist þetta yfir í að við tökum sérstaka málaflokka fyrir.“ Eigum langt í land Inga Hrönn segir að Ísland sé komið mjög langt í þessari baráttu á þeim áratug sem er liðinn frá fyrstu göng- unni. „Við erum komin mjög langt að mörgu leyti en það er samt líka mjög langt í land, við sjáum það bara á umræðunni síðustu vikur.“ Í kjölfar göngunnar munu for- svarsmenn Druslugöngunnar fara í herferð til að vekja athygli á úrræð- um fyrir jarðarsetta hópa. „Við erum að hanna plaköt núna sem sýna hvar er hjólastólað- gengi í höfuð- borginni fyrir fatlaða. Hvar er hæg t að nálgast túlka- þ j ó n u s t u . Ýmislegt þannig,“ segir Inga Hrönn. Þá hyggst hópurinn fara með fræðslu í skóla og félagsmið- stöðvar. „Við ætlum að fara með fyrir- lestra í skóla og í félags- miðstöðvar þar sem við bendum á úrræði fyrir jaðarsetta hópa. Til dæmis, ef þú ert í vímuefnaneyslu þá getur þú leitað á tiltekna staði. Þessir hlutir eiga það til að gleym- ast í umræðunni því hún á ekki við alla.“ Einblína á jaðarsetta hópa Ari Brynjólfsson arib @frettabladid.is Ætla má að mætingin í Druslugönguna verði góð í ár. Búist er við að um þúsund manns mæti í gönguna í ár. Skilaboðin sem sjást eru margvísleg. Þemað nú er valdaójafnvægi í ýmsum birtingarmyndum. Gangan hefst við Hallgrímskirkju. Margir bókað í flúr Húðf lúrstofan Dragonf ly Ink í Kringlunni hefur síðustu daga boðið upp á sérstakt Druslugöngu- tattú. Stofan var opnuð í maí síð- astliðnum og er rekin af Sólveigu Hlynsdóttur og bróður hennar Páli Heiðari. „Ég held að við séum búin að bóka í 45 húðflúr í heildina. Við erum að rúlla um átta til tíu á dag,“ segir Sólveig. Einn skipuleggjandi göngunnar fékk sér svona húðflúr fyrir nokkrum árum, sá f lúrari er nú látinn. „Við hönnuðum f lúrið upp úr hennar.“ Druslugönguf lúrið er um níu sentimetrar á lengdina og sex senti- metrar á breidd. Húðflúrið kostar tíu þúsund krónur sem telst ódýrt þegar kemur að húðflúrum. „Þetta er ekkert sem við erum að græða á, við erum að þessu til að skila okkar til samfélagsins.“ Slegið í gegn Sólveig segir að f lestir fái sér húð- flúrið til að sýna málstaðnum sam- stöðu. „Árið er 2021, það er alveg í lagi að konur gangi í stuttu pilsi niður í bæ án þess að eiga von á ein- hverju. Það mega allir vera eins og þeir vilja án þess að eiga skilið að lenda í einhverju. Þetta er samstaða um að það er ekki í lagi að brjóta á öðrum og að það sé ekkert til að skammast sín fyrir.“ Sólveig segir að stærsti hluti þeirra sem fái sér f lúrið séu konur. „Það eru um 80 prósent konur. En það eru alveg að detta karlar inn til okkar líka.“ Flúrið verður á tilboði alveg fram að göngunni. „Síðasta f lúrið er bókað rétt fyrir göngu,“ segir Sólveig. Hún segir að stefnt verði á að bjóða upp á svipað tilboð að ári. „Þetta er fyrsta skiptið sem við prufum þetta og viljum sjá hvaða viðtökur þetta fengi, það gjörsam- lega sló í gegn þannig að við munum halda þessu ár.“ n Inga Hrönn Jónsdóttir, einn forsvarsmanna Druslugöngunnar, segir áhugann á göngunni mikinn í ár, ekki síst vegna annarrar bylgju #MeToo. FRÉTTABLAÐIÐ/EYÞÓR HELGIN FRÉTTABLAÐIÐ 24. júlí 2021 LAUGARDAGUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.