Fréttablaðið - 24.07.2021, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 24.07.2021, Blaðsíða 18
CFC-heilkennið veldur ýmsum einkennum eins og sjónskerðingu, vaxtar- og þroskaskerðingu og lágri vöðvaspennu. Lífsglöð og hugrökk stúlka Anna er í dag tíu ára gömul og 110 sentimetrar á hæð sem er um það bil eðlileg hæð sex ára stúlku. Hún er að sögn móður sinnar kát og glöð stelpa sem verður ekki oft veik. „Maður er ekkert alltaf að hugsa um að það sé eitthvað að henni. Hún er lífsglöð og hugrökk og rosalegur karakter,“ segir Hrafnhildur. „Hún er alveg drottningin á sínum stöð- um, eins og í Klettaskóla, á Guluhlíð, frístundaheimili skólans, og Rjóðr- inu þar sem hún gistir nokkra daga í mánuði, og elskar að fara á þessa staði. Í Klettaskóla er Anna frekar minna fötluð enda margir í hjólastól og sumir tala ekki. Hún talar og spyr allan daginn enda líka með ADHD.“ Sjö ára svefnleysi Hrafnhildur segir aðalvandamál Önnu Lilju og þar með foreldranna vera svefnleysi og þar hafi Rjóður, hjúkrunar- og endurhæfingardeild Landspítala fyrir langveik börn hjálpað mikið undanfarið. Frá í kringum þriggja ára aldur hefur Anna Lilja sofið stopult á nóttunni. Hún sofnar á milli átta og níu á kvöldin en vaknar svo óvær í kringum þrjú eða fjögur. „Svo við Ali erum pínulítið að deyja og ADHD- einkenni hennar ágerast með þessu svefnleysi.“ Þau hjón hafa ekki sofið í sama herbergi í mörg ár en annað þeirra sefur á skrifstofunni á meðan hitt tekur vaktina og Emma, stóra systir, hefur sofið með eyrnatappa í mörg ár. „Hún vaknar annars við lætin. Anna Lilja fær næringu í gegnum sondu á nóttunni og tækin eiga það til að pípa auk þess sem hún tekur skapköst vegna svefnleysis.“ Sefur eins og engill í Rjóðrinu Hrafnhildur segir þau lengi hafa talið Önnu Lilju vakna vegna verkja en þegar þeim bauðst að leyfa henni að gista nokkrar nætur í Rjóðrinu hafi það komið öllum á óvart að þar sefur hún alla nóttina. „Þar sefur hún eins og engill og þær þurfa oft að vekja hana, við höfum aldrei vakið þetta barn. Hún vaknar þar, sest upp og byltir sér, en fer svo aftur að sofa og hrýtur til klukkan sjö. Ég er auðvitað hvergi nærri en heima færi hún beint í að vekja mig, sem ég skil ekki enda er þessi mamma aldrei neitt nema brjáluð og pirruð þegar hún er vakin eftir svo lítinn svefn,“ segir Hrafn- hildur og hlær. „Fólk spyr okkur oft hvort við séum búin að prófa þetta og hitt. Svarið er að við erum búin að lifa svona í sjö ár – og já, við erum búin að prófa allt. Við erum búin að prófa að fara að sofa klukkan sex og klukkan 12 og allt þar á milli. Trúðu mér – maður reynir allt!“ Anna hefur undanfarið fengið þrjár til sjö nætur í mánuði í Rjóðrinu. „Við erum með teymis- fundi á sex vikna fresti þar sem allir sem koma að Önnu mæta. Það er sjúkraþjálfarinn hennar, kennarinn hennar og félagsráð- gjafar auk starfsmanns Rjóðursins og greiningarstöðvar. Við erum með stórkostlegt bakland og þetta fólk hefur reynst okkur vel. Hún hefur fengið f leiri daga í Rjóðrinu undanfarið enda Ali verið mikið í burtu. En því miður lokar Rjóðrið í júlí, ólíkt flestum öðrum deildum Landspítalans. Anna er líka með stuðningsfjölskyldu þangað sem hún fer eina helgi í mánuði og fær 20 tíma í liðveislu mánaðarlega. Það hefur ekki verið vandamál að fá fólk í liðveislu með Önnu enda er hún skemmtileg og það er gaman að vera með henni,“ segir Hrafnhildur en aðspurð hvað þau hjón geri helg- arnar sem Anna dvelur hjá stuðn- ingsfjölskyldu svarar Hrafnhildur einlæg að yfirleitt sofi þau bara. Brexit setur strik í reikninginn Árið hefur reynst fjölskyldunni erfitt en þar sem fjölskyldufaðirinn er með skráð lögheimili í Bretlandi þar sem hann starfar fyrir fyrirtækið Johnson & Johnson og hefur undan- Fjölskyldan samankomin, Hrafnhild- ur, Ali, Emma Soffía og Anna Lilja. Hrafnhildur og Ali á brúðkaups- daginn árið 2010. MYND/AÐSEND honum neina f lýtimeðferð vegna aðstæðna. Óvinnufær vegna svefnleysis Hann kom því bara aftur fyrir rúmri viku og hafði þá verið í burtu frá því í byrjun apríl. Eins og gefur að skilja reyndi á Hrafnhildi að vera ein full- orðin á heimilinu í tæpa fjóra mán- uði og fór svo að líkaminn í raun gaf sig. „Það er ekki hægt að vera einn með hana og sinna vinnu,“ segir Hrafnhildur sem starfar í Lyfja- þjónustu Landspítalans, á krabba- meinsdeild. „Það er búið að vera erfitt lengi og 80 prósent erfið- leikanna er svefnleysið sem verður erfiðara með hverju árinu. Ég er í raun bara orðin veik af því,“ segir Hrafnhildur. „Líkaminn bara hrundi og ég varð veik.“ Hrafnhildur hitti sál- fræðinginn sinn sem lagði fyrir hana próf varðandi örmögnun og var í framhaldi bent á að ástandið væri alvarlegt og hún þyrfti að leita til læknis. „Læknirinn minn skammaði mig og sagði að ég væri að ganga af mér dauðri,“ segir Hrafnhildur sem hafði fengið um þrjátíu mígreniköst á nokkrum mánuðum, var komin með útbrot um allan líkamann og gat varla gengið upp nokkrar tröpp- ur í vinnunni. Prófaðu að búa í útlöndum Þó að Hrafnhildur hafi átt erfitt með það sótti hún um leyfi frá störfum og segist hafa mætt miklum skiln- ingi hjá yfirmönnum sínum. Hún sjái þó ekki fyrir sér að geta snúið aftur til starfa í næsta mánuði eins og hún hafi upphaflega ráðgert. „Núna lifi ég dagana af með því að vakna með Önnu um þrjú-, fjögurleytið, svo græja ég hana og ferðaþjónusta fatlaðra sækir hana í skólann og ég fer beint upp í rúm og sef til 10-11. Ég sé ekki fram á að geta farið að vakna til vinnu fyrr en hún er hætt þessu næturveseni.“ Hrafnhildur segir mjög vel hafa verið tekið á málefnum Önnu enda fékk hún greiningu snemma. Hún segir sér oft sárna neikvætt umtal um heilbrigðiskerfið hér á landi enda hafi hún upplifað frábæra þjónustu, í raun mun betri en á Eng- landi. „Það eru svo margir brjálaðir yfir öllu og mig langar oft að segja við það fólk: „Prófaðu að búa í útlöndum!“ Við erum með stórkostlegt teymi í kringum hana. Spítalinn úti var frábær en þar er maður bara númer. Hér á Íslandi er Anna Lilja þekkt og allt utanumhald svo gott.“ Forðast að hugsa um framtíðina Þrátt fyrir góða þjónustu hér hefur Anna Lilja þurft að fara í aðgerðir á höfuðkúpu á Great Ormond Street barnaspítalanum í London og mun þurfa að fara aftur á næstunni enda eru andlitsbeinin ekki að vaxa rétt sem hefur myndað skúffu og gert henni enn erfiðara fyrir að borða. Aðspurð um framtíð Önnu Lilju segir Hrafnhildur þau forðast að leiða hugann þangað. „Ég er bara að reyna að lifa fyrir daginn í dag. Hún er eldklár en kann ekki stafina eða að telja upp að tíu. Hún er „streetwise“, eins og vinkona mín orðar það og getur alls konar hluti. Þegar talað er um að það þurfi þorp til að ala upp barn þá meina ég það í orðsins fyllstu merkingu. Það er alls konar fólk sem kemur að henni og hún er yfirleitt frekar lukkuleg í lífinu.“ n farin fimm ár varið um 40 prósent- um ársins hér á landi en restinni á ferð og flugi starfsins vegna, breytt- ust allar aðstæður við Brexit. Bretar mega nú ekki vera hérna lengur nema 90 daga af hverjum 180 dögum. Brexit tók gildi í janúar síðastliðnum en Hrafnhildur segir þau ekki hafa áttað sig á afleiðing- unum fyrr en Ali, sem dvalið hafi hér á landi óvenjulengi vegna Covid, ætlaði utan í apríl en lenti þá í vandræðum í Leifsstöð. „Hann hafði verið hér of lengi, fékk því ekki leyfi til að koma til baka. Ég sendi Útlendingastofnun erindi og útskýrði aðstæður okkar. Svar þeirra var að hann gæti sótt um dvalarleyfi, eins og hælisleitendur þurfa að gera. Ferlið tæki fjóra til sex mánuði og ekki væri hægt að veita Gefðu fimmu Hvað er Gefðu fimmu? Gefðu fimmu er hreyfi- og fjáröflunarátak, þar sem þátttakendur geta gert sjálfum sér og öðrum gott, gefið til góðs málefnis og skorað á vini, fjölskyldu og samstarfsfélaga að gera slíkt hið sama. Allur ágóði rennur óskertur til Rjóðurs, hjúkr- unar-, hvíldar- og endurhæf- ingardeildar fyrir langveik börn. Hvernig virkar Gefðu fimmu? Áhugasamir geta farið inn á gefdufimmu.is, þar sem þú velur ýmist að labba, hlaupa eða hjóla, hversu langt þú ætlar og tilgreinir styrktar- upphæðina. Síðan sendir þú áskorun á samfélags- miðlum á fimm vini þína um að gera slíkt hið sama. Fyrir þátttökuna færð þú einnig viðurkenningu til að deila á samfélagsmiðlum og góða samvisku, fyrir að leggja góðu máli lið. Vitað er um 600 til 800 börn í heiminum með þetta heilkenni en líklega eru þau fleiri ógreind enda deyja mörg ung.  18 Helgin 24. júlí 2021 LAUGARDAGURFRÉTTABLAÐIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.