Fréttablaðið - 24.07.2021, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 24.07.2021, Blaðsíða 22
fram undan var gríðarleg vinna þar sem öll frí fóru í framkvæmdir sem fyrst nýlega sá fyrir endann á. Hvorki Ketill, sem er f lugvirki, né Ingibjörg höfðu mikla reynslu af því að gera upp gömul timburhús. Framkvæmdir í öllum fríum „Við búum í gömlu stóru steinhúsi á Akranesi sem við gerðum upp en þá gerðum við ekki eins mikið sjálf. Ég gerði það sem ég mögulega gat, smíðaði glugga og svo framvegis en það var það mikil vinna í því húsi að við keyptum mikla vinnu líka. Þetta hefur verið ómæld vinna,“ viðurkennir Ketill sem sér eftir að hafa ekki haldið utan um vinnu- stundirnar sem farið hafa í húsið. „Ég keyrði vestur flestar helgar í fimm ár. Eftir vinnu á föstudegi fór ég vestur, vann langan dag á laugardegi og fram yfir hádegi sunnudag og keyrði svo heim. Við unnum þetta mjög mikið saman hjónin og öll sumarfrí fóru í þetta,“ segir Ketill en hann og Ingibjörg gerðu mestallt sjálf. „Það er eiginlega bara núna síðustu vikurnar sem húsið er að verða tilbúið. Ég á þó eftir að setja upp þakrennurnar og er að klæða sökkulinn á húsinu með náttúrugrjóti sem við höfum kippt með okkur úr vegkantinum í Djúpinu á leiðinni.“ Fjögur tonn af rusli Fyrsta sumarið gistu þau hjón í hjól- hýsi á tjaldstæðinu í Bolungarvík en sumarið eftir stúkuðu þau sig af inni í húsinu með krossviðarplötum og sváfu á vindsæng næstu árin með hita frá litlum rafmagnsofni. „Húsið var búið að standa autt í mörg ár og við byrjuðum á að moka út fjórum tonnum af rusli og timbri. Húsið var kjaftfullt og við þurftum meðal annars að henda fullt af gömlum jólatrjám. Það þurfti í raun að gera allt.“ Helming stofugólfsins vantaði en það hafði fúnað í gegn og þannig stóð húsið fyrsta veturinn. Tilkynnt að húsið væri að hrynja „Við þekktum engan í Hnífsdal í upphafi enda kemur bróðir kon- unnar bara þangað eina til tvær vikur á ári. Við fengum svo símtal frá nágranna í janúar 2015 þar sem okkur var tilkynnt að húsið væri að hrynja,“ segir Ketill. Það hafði gert aftakaveður og eitthvað hafði fokið á gluggann sem snýr suður í dalinn, brotið hann svo gaflinn sem snýr að sjónum dinglaði bara laus. „Við vorum spurð hvort við vildum ekki gera eitthvað. Ég fór bara á já.is og fann smið á Ísafirði og bað hann að redda okkur svo þetta myndi hanga fram á vorið. Það tókst.“ Ketill notaði fyrsta veturinn mikið í að kynna sér skilyrði Minja- stofnunar varðandi gömul hús og hvernig best væri að bera sig að við framkvæmdir á þeim enda húsið orðið hundrað ára gamalt og því aldursfriðað. „Það voru engir gluggar út að sjón- um svo við þurftum að fá leyfi til að bæta við gluggum þar og fengum það með því skilyrði að þeir yrðu í sama stíl og aðrir gluggar hússins.“ Vildu halda í gamla stílinn Ketill segir að á endanum hafi allt húsið verið endursmíðað og ekkert standi eftir af upprunalega húsinu nema grindin sem hann hafi þó skipt út hluta af. „Það var þó alltaf útgangspunktur fyrir okkur að halda í gamla stílinn. Við héldum gömlu gólffjölunum þar sem það var hægt en stofugólfið er bara mótatimbur eins og er notað í stillansa. Við vorum ekki búin að ákveða hvað færi á gólfið en end- uðum á að lakka það bara eins og restina af gólfinu.“ Fjölskyldan öll nýtur þess að hlaða batteríin í litla húsinu við Skutulsfjörðinn þar sem þau hafa siglt á kajökum. Fjölskyldan hefur notið sumarsins í Hnífsdal og meðal annars siglt um fjörðinn á kajökum. Baðherbergið er í kjallaranum sem er undir hálfu húsinu auk eins af þremur svefnherbergjum. Svefnherbergi hússins eru þrjú auk þess sem svefnloft er yfir stórum hluta þess svo nægt er gistiplássið. Þó svo að lítið standi eftir af upprunalega húsinu var haldið í gamla stílinn og meðal annars allir veggir klæddir með panel og málaðir. Eldhúsið er opið og í skemmtilegum gamaldags stíl eins og húsið allt. Hjónin Ketill Már Björnsson og Ingi- björg Finnbogadóttir notuðu öll frí í fimm ár til að nostra við húsið.  Húsið var búið að standa autt í mörg ár og við byrjuðum á að moka út fjórum tonn- um af rusli og timbri. Húsið var kjaftfullt og við þurftum meðal annars að henda fullt af gömlum jólatrjám. Það þurfti í raun að gera allt. „Við erum búin að kynnast fullt af fólki í Hnífsdal og á Ísafirði og starfsfólk Húsasmiðjunnar er orðið miklir vinir okkar,“ segir Ketill og hlær. „Fólk er upp til hópa ánægt með að húsið skyldi lagað enda héldu flestir að það yrði rifið. Okkur fannst við eiginlega verða að bjarga því,“ segir hann að lokum. n 22 Helgin 24. júlí 2021 LAUGARDAGURFRÉTTABLAÐIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.