Fréttablaðið - 24.07.2021, Blaðsíða 40

Fréttablaðið - 24.07.2021, Blaðsíða 40
Reykholts- hátíðin er tvímæla- laust einn af stærstu við- burðum sumarsins í tónlistar- lífi lands- ins. Sigríður Inga Sigurðardóttir sigriduringa @frettabladid.is Þórunn Ósk Marinósdóttir víóluleikari er önnur tveggja listrænna stjórnenda Reyk- holtshátíðar. Hún segir tón- listina eiga eftir að óma um sveitina alla helgina. Þórunn Ósk og Sigurður Bjarki Gunnarsson, eiginmaður hennar og sellóleikari, hafa haft veg og vanda af því að skipuleggja Reykholtshátíð, sem fer nú fram í tuttugasta og fimmta sinn. Hátíðin hófst formlega í gærkvöldi og stendur fram eftir degi á morgun. Dagskráin er fjölbreytt en haldnir verða fernir veglegir tónleikar með landsþekktu tónlistarfólki. „Við tókum við keflinu af Sigur- geiri Agnarssyni, sem stjórnaði hátíðinni síðustu átta árin. Við Sigurður höfum margoft spilað á hátíðinni þannig að við erum öllum hnútum kunnug. Það er yndislegt að koma í Reykholt, hér svífur andi Snorra Sturlusonar yfir vötnum og náttúrufegurðin er alltumlykjandi. Reykholtskirkja er rómuð fyrir fagran hljómburð, en frá vígslu hennar hafa verið haldn- ir um 800 tónleikar, minningar- hátíðir og kirkjulegar athafnir,“ segir Þórunn, en kirkjan er hönnuð sérstaklega fyrir hljómflutning. Þangað hefur tónlistarfólk komið sérstaklega til að æfa og taka upp hljómplötur. „Reykholtshátíðin er tvímælalaust einn af stærstu við- burðum sumarsins í tónlistarlífi landsins,“ segir Þórunn, en hátíðin hefur ávallt verið haldin í kringum vígsluafmæli Reykholtskirkju, sem ber upp á síðasta sunnudag júlí- mánaðar. Margir fylgt hátíðinni frá upphafi Listamenn hátíðarinnar í ár hafa margir hverjir verið tíðir gestir á Reykholtshátíð og jafnvel fylgt hátíðinni frá upphafi. „Þær Auður Hafsteinsdóttir fiðluleikari og Bryndís Halla Gylfadóttir selló- leikari eru þeirra á meðal. Aðrir eru að koma fram í fyrsta sinn á hátíðinni, svo sem Herdís Anna Jónasdóttir sópransöngkona, sem syngur óperuaríur og sönglög og Sigurbjörn Bernharðsson fiðluleik- ari. Hann er búsettur í Bandaríkj- unum og það hefur lengi staðið til að fá hann til að spila á hátíðinni, og við erum því mjög glöð yfir að hann gat verið með í ár. Yngri flytj- endur munu láta líka í sér heyra en þau Gunnhildur Daðadóttir fiðlu- leikari og Bjarni Frímann Bjarna- son, píanó- og víóluleikari, spila líka á hátíðinni,“ segir Þórunn, en þau Sigurður Bjarki koma einnig fram og spila á sín hljóðfæri. Tónagaldur í Reykholti Bryndís Halla, Sigurður Bjarki, Gunnhildur, Sigurbjörn, Auður og Þórunn Ósk eru á meðal flytjenda á Reykholtshátíð um helgina. Þar verður frumflutt nýtt verk eftir Ingibjörgu Ýr Skarphéðinsdóttur, sem er innblásið af ljóðum Þorsteins frá Hamri. FRÉTTABLAÐIÐ/EYÞÓR Dagskrá Reyk- holtshátíðar er metnaðarfull að vanda. MYND/AÐSEND Þórunn Ósk og Sigurður Bjarki eru listrænir stjórnendur hátíðarinnar í ár og koma einnig fram. FRÉTTABLAÐIÐ/EYÞÓR Afmælisárið setur mikinn svip á dagskrána þetta árið Þegar þeim Þórunni og Sigurði Bjarka var falið að undirbúa Reyk- holtshátíð langaði þau strax að tengja hana við afmælisárið og gera eitthvað sérstakt í því tilefni. „Sú hugmynd kom fljótlega upp að heiðra minningu ljóð- skáldsins Þorsteins frá Hamri, sem var ættaður úr Borgarfirðinum og gekk í héraðsskólann í Reykholti. Ástráður Eysteinsson bókmennta- fræðingur flytur fyrirlestur um verk hans klukkan eitt í dag,“ upp- lýsir Þórunn. Jafnframt samdi Ingibjörg Ýr Skarphéðinsdóttir nýtt verk, þar sem sautján ljóðum úr smiðju Þor- steins er fléttað saman í eitt verk. Verkið er sannkallaður tóna- galdur í kringum ljóðin, sem skapar ótrúlega fallega stemningu, að sögn Þórunnar. Á morgun spilar Steinunn Birna Ragnarsdóttir á píanó, en hún kom að stofnun tónlistarhátíðarinnar á sínum tíma og var um árabil listrænn stjórnandi hennar. „Í kvöld spilum við sellókvintett eftir Glazunov, sem hefur sjaldan eða jafnvel aldrei verið fluttur á Íslandi og á morgun er grand finale með stórbrotnum strengjasextett eftir Brahms,“ segir Þórunn. Um einn og hálfan tíma tekur að keyra frá Reykjavík í Reykholt og segir Þórunn það upplagðan helgarbíltúr. „Hér í kringum Reyk- holt eru ótal gistimöguleikar og margt að skoða, ef áhugi er á að gera meira úr ferðinni.“ n FERMINGARGJAFIR Fimmtudaginn 15. mars gefur Fréttablaðið út bráðsniðugt aukablað sem innheldur ótal hugmyndir að fjölbreyttum fermingargjöfum. Allir sem hafa fermst vita að dagurinn og ekki síst gjarnar lifa í minningunni um aldur og ævi. Tryggðu þér gott auglýsingapláss í langmest lesna dagblaði landsins. Upplýsingar hjá auglýsingadeild Fréttablaðsins í síma 512 5402 eða sendu okkur póst á netfangið serblod@frettabladid.is Nán ri upplýsi ar um blaðið veitir J Sí ó m n Í i 5 va 5 r 0 5 Vil 6 h 5 el 4 / ms j s oni on v ar ma @ rk fr a e ð t s t f a u b ll la tr di úi d MARAÞON Veglegt sérblað Fréttablaðsins um maraþon kemur út föstudaginn 30. júlí nk. Tryggðu þér gott auglýsingapláss í langmest lesna dagblaði landsins. 6 kynningarblað A L LT 24. júlí 2021 LAUGARDAGUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.