Fréttablaðið - 24.07.2021, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 24.07.2021, Blaðsíða 24
Allt er kynningarblað sem býður auglýsendum að kynna vörur og þjónustu í formi viðtala og umfjallana. Í blaðinu er einnig hefðbundið rit- stjórnarefni. Blaðið fylgir Fréttablaðinu daglega. Umsjónarmenn efnis: Elín Albertsdóttir, elin@frettabladid.is, s. 550 5761 | Oddur Freyr Þorsteinsson, oddurfreyr@frettabladid.is s. 550 5766 | Sandra Guðrún Guðmundsdóttir, sandragudrun@frettabladid.is, s. 550 5762 | Sigríður Inga Sigurðardóttir sigriduringa@ frettabladid.is, s. 550 5767 | Þórdís Lilja Gunnarsdóttir, thordisg@frettabladid.is, s. 550 5768 Útgefandi: Torg ehf Ábyrgðarmaður: Björn Víglundsson Sölumenn: Arnar Magnússon, arnarm@frettabladid.is, s. 550 5652, Jón Ívar Vilhelmsson, jonivar@frettabladid.is, s. 550 5654, Jóhann Waage, johannwaage@frettabladid.is, s. 550 5656, Ruth Bergsdóttir, ruth@frettabladid.is, s. 694 4103. Í Súðavík er Raggagarður, sem býður upp á alls kyns afþreyingu og þægindi fyrir alla fjölskylduna. Vilborg Arnarsdóttir setti garðinn á laggirnar og þrotlaus sjálf- boðavinna hefur gert garð- inn að eftirsóknarverðum áfangastað. Raggagarður er skemmtigarður fyrir alla fjölskylduna í Súðavík. Vilborg Arnarsdóttir (einnig þekkt sem Bogga í Súðavík) er frumkvöð- ull að uppsetningu hans og fram- kvæmdastjóri Raggagarðs. Nafn garðsins kemur frá syni Vilborgar, Ragnari Frey Vestfjörð, sem lést í bílslysi í Súðavík 17 ára gamall árið 2001, en Vilborg setti garðinn upp til minningar um hann. Súðavíkurhreppur lagði til lóðina og garðurinn var fyrst opnaður árið 2005, en frá stofnun hefur garðurinn tekið miklum breytingum þökk sé þrotlausri sjálfboðavinnu heimamanna og annarra velunnara garðsins. Þar eru nú leiktæki fyrir yngri og eldri börn, sæti og borð fyrir 130 manns, grill sem hægt er að er fá afnot af og ýmislegt fleira. Hefur öðlast sjálfstætt líf „Raggagarður hefur í raun öðlast sjálfstætt líf og er nú farinn að þróast sjálfur,“ segir Vilborg. „Þetta byrjaði þannig að ég ætlaði að kaupa leiktæki svo ég fór af stað með fjáröflun. Fyrsti styrkurinn kom frá Pokasjóði og þannig fór þetta allt af stað. Nú er þetta orðið miklu stærra en ég ætlaði mér í upphafi. Fólk kemur með alls kyns hugmyndir og hefur gefið garðinum ýmis lista- verk, svo að nú eru sjö listaverk til sýnis í honum, þar á meðal verkið Blóm í glugga eftir Jón Gunnar Árnason,“ segir Vilborg. „Fjöl- skylda Finns Jónssonar ákvað að gefa Raggagarði verkið, sem var mikill heiður. Við erum líka með sex gríðarlega falleg verk eftir Gerði Gunnarsdóttur.“ Rukkuð um þakkir og knús „Það er gríðarlega mikið hjarta í garðinum og ég hefði aldrei getað gert þetta án þess að fá svona mikla hjálp frá Vestfirðingum og öðrum landsmönnum,“ segir Vil- borg. „Ég fer aldrei í framkvæmdir sem ég á ekki fyrir og tek aldrei lán en ég hef fengið stórar gjafir sem hafa munað miklu. Þegar ég bað um torf á túnið sem er hérna, sem er kallað Bog- gutún, vildi ég fá einhverja verð- hugmynd, en fékk frekar óskýr svör. Svo kom maður með svaka- legt magn af torfi og þegar ég ætlaði að fara að borga sagði hann bara „segðu bara takk“,“ segir Vil- borg. „Svipað gerðist þegar mig vantaði sand fyrir bílaplanið. Ég bað um farm af sandi og svo mætti maður með svakalegt magn af sandi og spurði hvar ætti að sturta þessu niður. Þetta var svo mikið að ég vissi ekki hvaðan á mig stóð veðrið en svo var ég bara rukkuð um eitt knús. Eitt sinn vantaði mig líka hjálp við að mála og þá kom elsti maður í Bolungarvík hingað með 100 þúsund króna framlag og spurði hvað þyrfti að mála og svo málaði hann, þessi elska,“ segir Vilborg. Það eru ótal dæmi um svona, fólk kemur bara og hjálpar. Þetta munar öllu, því allur garðurinn er afrakstur sjálfboðavinnu. Vest- firðingar og landsmenn allir hafa lagt mikið í þennan garð,“ útskýrir Vilborg. Margt að sjá og gera „Það hefur svo spurst út hvað þetta er fallegur garður og fólk er að uppgötva að þetta er ekki bara leiksvæði fyrir börn heldur eru hér líka skemmtileg útivistarsvæði fyrir alla,“ segir Vilborg. „Hér er líka svið og áhorfendasvæði þann- ig að það er hægt að halda útihátíð, ættarmót og alls kyns skemmt- anir fyrir börn og fullorðna. Svo er tjaldsvæði bara hérna rétt hjá. Þetta svæði býður upp á gríðarlega möguleika. Það er líka ýmislegt að sjá hér og gert ráð fyrir að fólk njóti umhverf- isins. Hér er hægt að skoða hval- sporð, sögu fyrstu hrefnuveiðanna, dvergasteina, álfasteina og setjast niður í rekaviðarskóginum,“ segir Vilborg. „Við byrjuðum ekki á þeim hluta garðsins fyrr en eftir 2008, en þá var hér eingöngu leik- svæði, sem garðurinn hefur verið þekktur fyrir. Svæðið hefur tekið stakkaskiptum síðan þá. Margir segja að Raggagarður sé falin perla, en við auglýsum aldrei því að við pössum rosalega vel upp á hverja krónu,“ segir Vilborg. „Við seljum ekki aðgang í garðinn en frjáls framlög eru vel þegin í baukinn.“ Vilborg setti upp teljara til að telja gesti Raggagarðs fyrir þremur árum síðan. „Fyrsta árið fengum við 7.000 gesti og það sem af er á þessu ári höfum við tekið á móti um 9.000 gestum,“ segir Vilborg. „Bílaplanið er líka búið að vera sneisafullt og margir koma til Súðavíkur sérstak- lega til að heimsækja Raggagarð og Melrakkasetrið.“ Miklar framkvæmdir í sumar „Það hafa verið miklar fram- kvæmdir í Raggagarði í sumar og núna er búið að gera alla göngu- stíga aðgengilega fyrir hjólastóla, göngugrindur og annað slíkt. Það er líka kominn betri rampur og aðgengi að klósettinu og þar inni eru líka höldur,“ segir Vilborg. „Við erum bara á rosa góðum stað miðað við að vera bara í litlu Súða- vík og vera bara áhugamannafélag. Það er kraftaverk að garðurinn sé orðinn svona fínn. Ég hef ekki hugsað mér að bæta miklu við, en ungmennafélagið Geisli í Súðavík vill setja upp frisbí- golfvöll í samstarfi við garðinn og það á eftir að bæta við nokkrum upplýsingaskiltum á Boggutún. Það eru einu framkvæmdirnar sem eru fyrirhugaðar,“ segir Vilborg. „En það er enn nóg pláss fyrir fleiri listaverk ef einhverjir vilja setja upp listaverkin sín. Það er margt að skoða hérna í Raggagarði og það verður enginn fyrir vonbrigðum við að kíkja til Vestfjarða, stoppa í Súðavík og njóta garðsins. Við hvetjum alla til að koma í heimsókn, koma sér fyrir á flotta tjaldsvæðinu og njóta lífsins með okkur,“ segir Vilborg að lokum. n Hægt er að fá nánari upplýsingar um Raggagarð á heimasíðu garðs- ins og það er hægt að fylgjast með garðinum með því að gerast vinur hans á Facebook, þar sem Vilborg er dugleg að setja inn stöðuupp- færslur. Falin perla fyrir alla fjölskylduna Hér sést Vilborg í Raggagarði með eiginmanni sínum, Halldóri Má Þórissyni. Þarna eru þau nýbúin að helluleggja við salernishúsið. MYND/AÐSEND „Gönguhátíðin í Súðavík fer fram dagana 31. júlí–2. ágúst næstkom- andi. Hátíðin hófst sem samstarfs- verkefni hjá gönguhópi Einars Skúlasonar, Veseni og vergangi, Súðavíkurhreppi og Göngufélagi Súðavíkur og hefur farið fram í nokkur ár og verið í vexti,“ segir Bragi Þór Thoroddsen, sveitarstjóri Súðavíkurhrepps. „Á hátíðinni verður boðið upp á göngur fyrir bæði lengra og skemmra komna og alla fjölskyld- una. Þetta er fyrst og fremst fjöl- skylduskemmtun og hún hentar vel göngufólki, en er alls ekki bara fyrir vana göngugarpa,“ segir Bragi. „Mest krefjandi göngurnar eru frekar fyrir vana en auðveldasta gangan er bara leiðsögn um bæinn, þannig að allir ættu að finna eitt- hvað við sitt hæfi. Árið 2019 var hátíðin gríðar- lega vel sótt og heppnuð, enda var veðrið alveg frábært, en í fyrra setti veðrið strik í reikninginn þannig að það komu færri. Það er yfirleitt þannig með svona útivistarferðir að fólk er með plan B ef það er vont veður,“ segir Bragi. „En það er búið að vera gott veður á Vest- fjörðum í sumar og spáin er góð, svo við sjáum fram á líflega hátíð og hlökkum til, en að sjálfsögðu klæðum við okkur eftir veðri.“ Öflug dagskrá alla helgina „Það sem gefur hátíðinni sérstöðu er náttúrufegurðin sem er hér í kring, það er einstaklega gaman að fara í göngur hér á svæðinu,“ segir Bragi. „Ég held líka að þetta sé eina hátíðin á landinu sem er með skipulagða dagskrá í kringum göngur. Svo er þetta líka hentug hátíð núna þegar staðan er eins og hún er vegna Covid, því hún kallar Hátíðin hefst með pub-quiz á Melrakkasetrinu á fimmtu- dagskvöld. Fyrsta gangan hefst svo strax morguninn eftir og síðan verður þétt dagskrá alla helgina. MYNDIR/AÐSENDAR Í kringum Súðavík er einstök náttúrufegurð. Það er til dæmis mögnuð upplifun að ganga upp á Kofra. Auðveld- asta gang- an er bara leiðsögn um bæinn, þannig að allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi. Bragi Þór. ekki á meiri nálægð en fólk treystir sér til. Það verður þétt dagskrá yfir hátíðina sem hefst með pub-quiz með búlgörsku þema á Melrakka- setrinu á fimmtudagskvöld, en þar verður einnig boðið upp á búlgarsk an mat. Við erum mjög fjölþjóðleg hér í Súðavík og rekstraraðili Melrakkasetursins í sumar hefur búlgarskan bak- grunn,“ segir Bragi. „Svo hefst fyrsta gangan strax klukkan hálf níu á föstudagsmorgun, en það er svona passlega krefjandi ganga. Síðan verður hátíðin formlega sett klukkan hálf átta um kvöldið. Þá verður stutt skrúðganga að brennu og svo tekur setningarathöfn við. Göngurnar halda svo áfram yfir helgina og sunnudagur verður þéttasti göngudagurinn, en þá verða göngur klukkan 9, 11 og 12. Þá þarf fólk að velja á milli, það gefst áreiðanlega ekki tími til að fara í þær allar.“ Nóg að gera fyrir þau yngstu „Fyrir utan göngur verður ýmislegt annað um að vera. Við viljum ekki binda dagskrána alfarið við göngu- fólk, heldur leggjum við áherslu á að bjóða alla velkomna og hafa afþreyingu fyrir alla fjölskylduna. Það verður náttúrulega nóg að gera fyrir yngstu kynslóðina í Ragga- garði, en þar hefur verið gríðarleg uppbygging, ekki síst í sumar og það er mikil aðsókn í garðinn,“ segir Bragi. „Við verðum líka með hoppukastala og fleira fyrir krakk- ana. Svo verður einhvers konar matarþema í gangi alla dagana sem tengist fjölmenningunni hér og við ætlum að bjóða upp á kjöt- súpu með ýmsu sniði í tengslum við það. Við ætlum líka að leggja áherslu á heimatilbúið. Við erum með súkkulaðiverksmiðju hér í Súða- vík, Sætt og salt ehf., sem fram- leiðir mjög vinsælt súkkulaði sem inniheldur sjávarsalt héðan úr héraðinu. Melrakkasetur Íslands verður líka opið alla dagana og það sama gildir um kaupfélagið, þar sem þýski kaupmaðurinn okkar ætlar að taka á móti fólki og bjóða upp á mat,“ útskýrir Bragi. „Við erum með frábært tjald- svæði hérna í Súðavík sem allir eru mjög ánægðir með og getur hýst þó nokkurn fjölda gesta,“ segir Bragi. „Þeir sem vilja síður gista á tjaldsvæðinu geta nýtt sér gistiheimilið og það er líka hægt að taka hús á leigu í bænum í gegnum Airbnb.“ n 2 kynningarblað A L LT 24. júlí 2021 LAUGARDAGUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.