Fréttablaðið - 24.07.2021, Blaðsíða 26

Fréttablaðið - 24.07.2021, Blaðsíða 26
en að breyta nafninu á kaffihúsinu úr Gamla Rif kaffistofa í Gilbakki kaffihús,“ segir Anna Þóra og er að vonum hæstánægð með eigin- mann sinn að hafa byggt fyrir hana kaffihús. „Flest á kaffihúsinu, tól og tæki, er endurnýtt þar sem ég fékk ýmislegt frá vinkonu minni sem var í kaffi- húsarekstri og var að endurnýja hjá sér. Ég keypti ýmislegt fallegt á „genbrugs“-mörkuðum í Danmörku og veggskrautið eru gamlir klukku- strengir og plattar sem ég hef fengið frá vinum og vandamönnum. Með þessu vonast ég til að skapa nota- lega stemningu og gestum líði eins og í huggulegu gestaboði í heima- húsi.“ Fiskisúpan og marengsterturnar renna út hjá ferðamönnum Á kaffihúsinu er allt gert frá grunni, bakað af ást og natni og svo er hægt að fá hina frægu og margrómuðu fiskisúpu að hætti Önnu Þóru sem þykir ein sú besta og heillar kaffihúsagestina upp úr skónum. „Við leggjum áherslu á að allar kökur séu bakaðar í eldhúsinu okkar og svo getur fólk fengið sér hina rómuðu fiskisúpu og horft á Snæfellsjökulinn fagra. Á Hellis- sandi hefur reksturinn blómstrað og ég hef verið einstaklega heppin með starfsstúlkur sem allar eru ungar heimakonur og ég verð að segja að við höfum selt fiskisúpu og marengs tertur í tonnatali sem virðist vera hið klassíska kombó á Gilbakka.“ Í erlendum ferðahandbókum er gulrótarkakan á Gilbakka mikið lofuð. „Þetta er uppskrift sem ég fékk hjá vinkonu minni fyrir margt löngu og gaman væri að deila henni með ykkur,“ segir Anna Þóra og nýtur sín til fulls í hlutverki sínu sem húsmóðirin á Gilbakka kaffi- húsinu á Hellissandi. n Gulrótakakan á Gilbakka 2 bollar sykur 4 egg ½ bolli olía 2 bollar hveiti 2 tsk. kanill 2 tsk. matarsódi Smá salt 2 bollar rifnar gulrætur 2 msk. ananaskurl Hitið ofninn í 190°C. Byrjið á því að setja egg og sykur í skál, þeytið saman þar til blandan verður létt og ljós. Bætið þá við matarolíu, rifnum gulrótum og ananaskurli. Því næst er matarsóda, kanil, örlitlu salti og hveiti bætt út í og hrært þar til deigið er slétt og fislétt. Þá er deiginu hellt í smurt form (ca. 30 cm x 25 cm eða hringlaga form), klætt bökunarpappír. Form eftir smekk sem ykkur finnst passa. Kakan er bökuð við 190°C gráður neðarlega í ofninum í um 55 mínútur. Kakan er kæld áður en kremið er sett á. Rjómaostakremið 250 g rjómaostur 1½ bolli flórsykur 172 bolli kókosmjöl Setjið allt hráefnið saman í skál og hrærið þar til kremið verður létt og ljóst. Kremið er sett á kalda kökuna. Sjöfn Þórðardóttir sjofn @frettabladid.is Gilbakki er einstaklega hlýlegt og fallegt kaffihús á Hellissandi þar sem hús- móðirin Anna Þóra Böðvars- dóttir tekur á móti gestum ásamt starfsstúlkum sínum með hlýleika og ást. Þegar gestirnir koma inn líður þeim eins og þeir séu komnir inn í stofu í heimahúsi en Anna Þóra er eigand- inn að Gilbakka og húsmóðirin eins og hún segir sjálf. Húsið stendur eitt og sér, við þjóðveginn, reisulegt og fangar augað frá götunni. Anna Þóra er borin og barnfæddur Kefl- víkingur en eiginmaður hennar, Lúðvík Smárason, er frá Rifi. Anna Þóra er menntaður grunnskóla- kennari frá Kennaraháskólanum og eftir námið 1985 flutti hún vestur á Rif með manni sínum á vit ævin- týranna. „Við hófum bæði kennslu við Grunnskólann á Hellissandi. Ég ætlaði nú bara að gefa þessu eitt ár en hér er ég enn. Hér er gott að vera, öflugt og lifandi samfélag og allir geta blómstrað. Eftir að hafa kennt í rúm tuttugu ár og einkasonurinn á grænni grein ákváðum við hjónin að prófa að búa í útlöndum tímabundið. Danmörk varð fyrir valinu og Lúðvík skellti sér í nám í byggingarfræði og ég fór að vinna á leikskóla, þetta voru dásemdarár.“ En í millitíðinni fer Anna Þóra inn á nýtt svið og stofnar kaffihús. Hugmyndin kom upp á götugrilli „Ég lét fyrst drauminn rætast um að eignast og reka kaffihús á Rifi eftir hugmynd sem upp kom í götugrilli eftir 1-2 rauðvínsglös með vinkonu minni, Siggu Möggu frá Rifi. Við fórum af stað og framkvæmdum hugmyndina og komum upp kaffi- húsi sem bar heitið Gamla Rif kaffi- stofa,“ segir Anna Þóra en þær ráku kaffihúsið saman til ársins 2016 en þá keypti Anna Þóra reksturinn. Byggði fyrir hana hús „Eftir námið í byggingarfræðinni átti Lúðvík, eiginmaður minn, sér draum um að teikna hús og byggja það. Hann ásamt pabba sínum Smára Lúðvíkssyni byrjaði svo að byggja herlegheitin 2012. Þetta dásemdarhús er byggt í gömlum stíl og reynt að fara sem nákvæmast eftir húsum í norskum stíl. Í upp- hafi var ekkert ákveðið hver notin ættu að vera fyrir húsið en svo kom hugmyndin um að færa kaffihúsið frá Rifi í þetta fallega hús. Ekki skemmdi fyrir að við fengum lóð á besta stað í bænum. Á lóðinni stóð áður hús sem hét Gilbakki og þótti okkur ekki koma annað til greina Gulrótakaka sem gleður hjarta og sál Anna Þóra tekur vel á móti gestum á Gil- bakka á Hellis- sandi. „Á Hellissandi hefur reksturinn blómstrað og ég hef verið einstaklega heppin með starfsstúlkur sem allar eru ungar heimakonur og ég verð að segja að við höfum selt fiskisúpu og marengstertur í tonnatali,“ segir Anna Þóra. Eiginmaðurinn byggði húsið í gömlum stíl og reyndi að fara sem nákvæmast eftir húsum í norskum stíl. Notalegt and- rúmsloft er á veitingahúsinu og gott að setjast niður og fá sér kaffi og með því. Gulrótakakan vinsæla á Gilbakka. 4 kynningarblað A L LT 24. júlí 2021 LAUGARDAGUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.