Fréttablaðið - 24.07.2021, Blaðsíða 39

Fréttablaðið - 24.07.2021, Blaðsíða 39
Nauðsynlegt er að gefa börnum valin bætiefni til að tryggja upptöku á mikil- vægum vítamínum sem stuðla að eðlilegum vexti og þroska fyrir komandi ár og framtíð barna. Vítamín tilheyra þeim hópi nauð- synlegra næringarefna sem líkam- inn þarfnast í litlu magni fyrir eðlilega líkamsstarfsemi. Víta- mín gegna ýmsum mikilvægum hlutverkum fyrir líkamann, svo sem við framleiðslu orku og losun úrgangsefna. Fyrsta ár í lífi barna einkennist af örum vexti og þroska og því er næringin fyrsta aldurs- árið gríðarlega mikilvæg og leggur grunn að fæðuvenjum barnsins og heilbrigði allt lífið. Næring fyrstu mánuði barna Fyrstu sex mánuði barna er ráðlagt að nærast eingöngu á móður- mjólk svo lengi sem að barnið vex og dafnar vel. Móðurmjólkin inniheldur öll þau næringarefni sem barnið þarfnast fyrstu sex mánuðina, en auk næringarefna inniheldur móðurmjólkin ýmis efni sem hafa áhrif á þroska melt- ingarfæranna og starfsemi þeirra, svo sem vaxtarþætti og hormóna. Börn þurfa þó líkt og aðrir að fá D-vítamín viðbót frá unga aldri, ásamt öðrum mikilvægum víta- mínum eftir sex mánaða aldur. Nauðsynlegt að gefa börnum D-vítamín viðbót fyrstu árin D-vítamín er fituleysanlegt víta- mín sem hefur mörgum mikil- vægum hlutverkum að gegna í líkamanum. Móðurmjólk inni- heldur ekki nægjanlegt magn D-vítamíns til að uppfylla þarfir barna og er því mikilvægt að gefa viðbót frá 1-2 vikna aldri. Fyrstu ár ævinnar eru beinin að vaxa og þéttast og skiptir því miklu máli að börn fái viðbót til að stuðla að við- haldi eðlilegra beina. D-vítamín er að auki nauðsynlegt fyrir upptöku og nýtingu á kalki, sem og mikil- vægt fyrir tennur og eðlilega starf- semi ónæmiskerfisins. Til eins árs aldur er ráðlagður dagskammtur af D-vítamíni 10 míkrógrömm. Vítamín eru mikilvæg fyrir börnin og framtíð þeirra Fram að sex mánaða aldri duga m.a. járnbirgðir, E-, B6-, og C-víta- mín ásamt sinki frá móðurmjólk en eftir það þarf að huga að viðbót. Jafnframt fá börn að jafnaði nægi- legt magn A-vítamíns úr móður- mjólk og síðar meir úr fæðunni eða viðbót. A-vítamín er meðal annars Vítamín mikilvæg fyrir vöxt og þroska barna Vítamín í formi munnúða er einföld og áhrifarík leið til að tryggja að börn fái öll helstu vítamín sem uppfylla daglega þörf og styðja við eðlilegan vöxt og þroska. Börn þurfa D-vítamín jafnt sem fullorðnir. MYND/AÐSEND mikilvægt fyrir þroska ungbarna og fyrir flestar frumur líkamans fyrir komandi ár og framtíð barna. A-vítamín stuðlar jafnframt að viðhaldi eðlilegrar sjónar og húðar, ásamt eðlilegri starfsemi hjartans. Mikilvægt er að huga að víta- míninntöku barna frá unga aldri en vítamínbúskapur getur jafnvel haft áhrif á framtíð barna. Munnúðar eru sérstaklega hent- ugur valkostur fyrir börn Better You-munnúðarnir njóta aukinna vinsælda og ekki að ástæðulausu því mikið er lagt upp úr gæðum og að upptaka á víta- mínum sé tryggð. Vítamín í formi munnúða er einföld og áhrifarík leið til að tryggja að börn fái öll helstu vítamín til þess að uppfylla daglega þörf til að styðja við eðlilegan vöxt og þroska. Úðarnir frá Better You eru sérstaklega hannaðir þannig að þeir frásogist beint inn í blóðrásina og fari fram hjá meltingarveginum en þannig tryggir það hámarks upptöku í gegnum slímhúð. Víta- mínúðarnir eru að auki einstaklega bragðgóðir ásamt því að vera lausir við öll gervi- og litarefni. Dlux infant er hugsað fyrir börn yngri en 3 ára en hver munnúði inniheldur ráðlagðan dagskammt af D-vítamíni fyrir börn sem jafngildir 10 míkrógrömmum/400 alþjóða- einingum á dag. Munnúðinn er bragðlaus og einstaklega þægilegur í notkun. Dlux junior er bragðgóður munnúði með piparmyntubragði sem hentar börnum eldri en 3 ára. Dlux junior er hentugur valkostur fyrir börn sem eiga erfitt með að innbyrða töflur eða hylki. MultiVit junior er fjölvítamín í úðaformi ætlað börnum frá 1 árs aldri. Vítamínið er með hindberja- bragði og inniheldur öll þau 14 nauðsynlegu næringarefni sem líkaminn þarf á að halda. Inniheldur A-, D-, C-, K- og B-vítamín ásamt fólínsýru, joði og selen. Children’s health með hindberja- bragði er áhrifarík leið til að tryggja að börn frá 1 árs aldri fái helstu vítamín sem þörf er á til að styðja við vöxt og þroska. Inniheldur A-, B12-, C-, D- og K2-vítamín, ásamt fólínsýru og joð.n ALLT kynningarblað 5LAUGARDAGUR 24. júlí 2021
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.