Fréttablaðið - 24.07.2021, Blaðsíða 44

Fréttablaðið - 24.07.2021, Blaðsíða 44
Sigmundur afi var með þetta nokk- urn veginn á hreinu, en lífsgæfan væri á að giska þríþætt; að vera bjartsýnn, ná sér í góða eiginkonu og að kjósa Framsóknarflokkinn. Þar með gengi lífið upp. Ævina á enda.  Hér er aldeilis engu logið – og er þar nokkuð langur vegur frá, því lífið var svona, akkúrat jafn ferkantað og það var klórað niður á klöpp. Flokkurinn fæddi menn. Og flokkurinn ól upp fólk. Hér áður fyrr.  Fjórflokkurinn frá því á síðustu öld var ólseigt kvikindi. Það ætlaði ekk- ert hann að drepa. Þjóðfélagið var enda haganlega beislað að hætti íhaldsamrar vanafestu og feðra- veldis af stöðnuðustu sort. Það lá á að koma karlmönnum í embætti. Og flokkarnir höfðu einmitt það hlut- verk, að sjá sínum bestu mönnum farborða. Dúsan vissi á dágott djobb – og ekkert endilega við hæfi, eða að verðleikum, enda aukaatriði að menn réðu við þau. Bara að rétti rassinn passaði í stólinn. Til fram- búðar. Ævilangt. Eins og dæmin sanna. Átakanlega mörg.  Og afi fékk starfa á lagernum í kjallaranum hjá KEA þegar hann gafst upp á búskapnum í afskekktri sveit. Hann átti það inni. Og amma skipti aldrei við aðra verslun eftir það. Ef það fékkst ekki í kaupfélaginu þurftu þau hjónin ekki á því að halda. Þannig var það bara. Einfalt og klárt.  Fjórflokkurinn réði ríkjum á Íslandi frá því snemma á síðustu öld fram undir þá nýju, enda virtist hann duga í litrófi stjórnmálanna – og spanna raunar allt það skoðana- spjald. Menn voru ýmist hægri- menn eða vinstrimenn, miðjumenn eða kratar. Og ekkert þar sem út af bar. Nei, það var engin ástæða til að ráfa út fyrir þær girðingar. Enda gat það verið hættulegt.  Tangarhald f lokkanna á fólki er horfið. Þökk sé upplýsingu, fjöl- miðlun og tjáningarfrelsi. Það er stærsta breytingin í síðari tíma stjórnmálasögu Íslands. Gott ef það er ekki einmitt svo að fólki er núna slétt sama hvað það kýs. Nú til dags. Og það er bylting, fremur en breyting. Af því að eignar- hald f lokkanna á fólki var svo til algert í árdaga. Annað er í dag. Í pólitískum skiln- ingi er fólkið frjálst.  Meginverkefni íslenskra stjórn- málaflokka er að máta sig við þessa mynd. Að laga sig að síbreytilegum veruleika sem snýst eins og vetrar- vindurinn, alla daga, allan ársins hring. Fólk kýs ekki lengur flokka, held- ur hugmyndir. Og akkúrat þess vegna hafa áheyrilegu og þægilegu vinsælda- stjórnmálin tekið við af gamal- dags staðfestu og stífni í megin- markmiðum f lokkanna. Þeir eru fyrir vikið eftirgefanlegri en áður, sveif lukenndari og ófyrirséðari. Ellegar þeir fara í felur, loka að sér, verða fælnir og fúlir. Flestir flokkar eru á flótta undan sjálfum sér. Nú til dags. Þeir eru í ákafri leit að aðlaðandi hugmynd- um, nýrri ímynd, galsa og glimmeri, töff fólki.  Tökum stöðuna. Nú er svo komið að Sjálfstæðis- f lokkurinn, gamla meginstoðin í íslenskri pólitík, treður marvaðann á milli Miðflokksins og Viðreisnar, fastur í fjórðungsfylgi þjóðarinnar – og ætlar sér neðar en það, einarð- lega, af því að fjöldafylgisstefnan virðist vera fyrir bí. Flokkur allra er að verða flokkur fárra. Miðf lokkurinn er að einangr- ast sem afturhald, einnar stefnu úthrópun af tagi allrahandaredd- ingar, en líður fyrir karllæga ásýnd sína, á meðan Viðreisn hefur fest sig í fari frjálslyndis og alþjóðahyggju á þeim tímum þegar enginn horfir lengra en nef sér. En þetta eru ein- mitt öfgarnar í íslenskri pólitík um þessar mundir. Samfylkingin er að éta sig innan frá, þekkir ekki lengur uppruna sinn, breiðfylkinguna, en heldur þess í stað í villta vinstrið, yfirgefur miðjuna, langar að vera vægari útgáfa af VG en fer ekki vel að vera eftirlíking. Og VG er auðvitað líka í sínum til- vistarvanda, stjórnmálaaflið atarna sem bjargaði Flokknum gamla frá áhrifaleysi fyrir tæpu kjörtímabili eða svo – og á erfitt með að meta hvort hann dafni betur í faðmi íhaldsins eða frjálslyndari f lokka. En aldrei hefur vinstriflokkur verið jafn áttavilltur. Píratar sigla sinn sjó. En reyna að breyta röstum. Vilja ekki vera hægri. Þó þeir séu það. Vilja ekki vera vinstri. Þó þeir séu það. Og eru sjálfsagt kratar. Eins og flestir flokk- arnir á þingi eru í dag. Flokkur fólksins auglýsir. Það er það sem hann gerir. Kemur fram í útvarpsauglýsingum. Og á fyrir því. Hann vill meina að engin fátækt verði á Íslandi eftir að hann tekur við. Og mælist í fjórum prósentum. Sósíalístar. Jæja, sjáum til.  En Framsókn er ef til vill límið. Eftir allt saman hafði kannski Sig- mundur afi rétt fyrir sér. Að þar væri komin lífsgæfan sjálf. Líklega hefur enginn f lokkur staðið betur af sér klofninginn á síðustu árum í stjórnmálasögu Íslands. Og hann er ekkert að reyna að vera annar en hann er. Kannski er það galdurinn. Að vera eins og maður á að sér. Hann er hefðbundinn f lokkur. Það er beinlínis eins og hann nenni ekki að breyta sér. Hann virðist trúa ennþá á gildi sín. Þau eru sum hver, vel að merkja, eldri en fullveldi þjóðarinnar. Og duga honum.  Fjórflokkurinn lifir í sárum sínum. Framsókn og íhaldið, kommarnir og kratarnir. Og svo einhverjar útgáfur af þeim flokkum öllum, en síbreyti- legar flækjast þær hverjar innan um aðrar svo eftir stendur kjósandinn sem sér varla muninn. Átta flokkar, níu f lokkar. Tíu? Aldrei f leiri. Lík- lega býttar það ekki öllu. En mestu varðar að fólkið ræður. Ekki f lokkarnir. Ekki lengur. Og mikið óskaplega skiptir það miklu máli fyrir heilsufar samfélagsins. n Vandi stjórnmálaflokkanna Tangarhald flokkanna á fólki er horfið. Þökk sé upplýsingu, fjöl- miðlun og tjáningar- frelsi. Það er stærsta breytingin í síðari tíma stjórnmálasögu Íslands. Höfundur er sjónvarpsstjóri Hringbrautar, sem rekin er af Torgi, sem jafn- framt gefur út Fréttablaðið. Sigmundur Ernir Rúnarsson ser@hringbraut.is 24 Helgin 24. júlí 2021 LAUGARDAGURFRÉTTABLAÐIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.