Fréttablaðið - 10.07.2021, Page 2
Hinkrað eftir farþegum
KRÍT
SANDY SUITES, KALAMAKI
HUGGULEGT HÓTEL 200 METRUM FRÁ STÖNDINNI.
13. - 23. JÚLÍ
VERÐ FRÁ: 89.900 KR.
Á MANN M.V. 2 FULLORÐNA OG 2 BÖRN
BEINT FLUG TIL KRÍT
INNIFALIÐ
FLUG, GISTING
& INNRITAÐUR
FARANGUR
WWW.UU.IS | HLÍÐASMÁRI 19, 201 KÓP. | 585 40000 | INFO@UU.IS
gar@frettabladid.is
VIÐBURÐIR Flughátíðin Allt sem
flýgur á Hellu, sem hófst í gær, mun
ná hápunkti í dag.
„Svæðið er ein samfelld flugsýn-
ing frá föstudegi til sunnudags og
getur þú skoðað vélarnar, setið við
flugbrautina, fylgst með alls konar
loftförum á svæðinu leika listir
sínar og notið sólarinnar á sama
tíma,“ segir á vef Rangárþings ytra
um hátíðina, sem er á vegum Flug-
málafélags Íslands.
„Það verða vélar í lofti og fólk á
ferli alla helgina. Hápunktur krakk-
anna er karamellukastið á laugar-
deginum þar sem sælgæti rignir yfir
svæðið og allir safna því sem þeir
geta, um kvöldið mæta svo gestir
hátíðarinnar á ekta íslenska kvöld-
vöku í f lugskýlinu,“ segir á ry.is. n
Láta karamellum rigna við Hellu í dag
Sælgætisregn
á hátíðinni Allt
sem flýgur á
Hellu.
MYND/FLUGMÁLA-
FÉLAG ÍSLANDS
Skemmtiferðaskipið Viking Jupiter lónar úti á sundunum eftir gestum sem koma með flugi á þriðjudaginn. Mun ódýrara er fyrir útgerð skemmtiferðaskipsins
að bíða í flóanum heldur en að leggja að bryggju. Viking Jupiter siglir með farþega, flesta frá Bandaríkjunum, hringinn í kringum landið. Skipið, sem er á níu
hæðum, er með tvær sundlaugar, bíósal og spa aðstöðu. Í morgun kom skipið Viking Sky til Reykjavíkur og Ocean Diamond kemur á morgun. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR
Ester Sevat, Jordi Haro og
Jordi Cuenca frá Andorra
eru á Íslandi til að kynna sér
hugsunarhátt Íslendinga.
Ástæðan er tíð ferðalög lands-
manna til Andorra.
birnadrofn@frettabladid.is
FERÐAÞJÓNUSTA „Okkur langaði að
vita meira um þennan stað, ykkur
og eftir hverju þið sækist þegar þið
eruð á ferðalagi,“ segja Ester Sevat,
Jordi Haro og Jordi Cuenca. Þau
komu til Íslands í vikunni alla leið
frá Andorra til að kynna sér land
og þjóð, en mikill fjöldi Íslendinga
ferðast til landsins á hverju ári.
„Við tókum eftir því að þau vilja
ekki bara njóta þess að vera í fjall-
inu heldur fá allan pakkann. Góðan
mat, góða þjónustu og allt þetta
auka sem nútímaferðamaðurinn
vill sjá,“ segir Ester, aðspurð að því
hvað hafi orðið til þess að Íslend-
ingar vöktu sérstaka athygli þeirra,
en á hverju ári tekur Andorra við
um 8,5 milljónum ferðamanna
þrátt fyrir að í landinu búi einungis
tæplega 80 þúsund manns. Þar eru
mörg skíðasvæði sem ferðamenn
sækja mikið í.
Það sem vekur helst athygli
Íslendinga á landinu segja Jordi,
Ester og Jordi vera veðrið, verðið og
viðhorfið. „Veðrið er einstakt, hlut-
irnir kosta minna en fólk er vant og
svo leggjum við okkur fram í einu og
öllu við að gera allt þetta litla auka
sem gerir dvöl gesta meira virði,“
segja þau.
„En það sem virðist tala sterkast
til Íslendinga er sama virðing og
djúp tengsl við náttúruna sem
íbúar beggja landa hafa,“ bæta þau
við. Andorra er fjalllent land og þar
er meðalhæð yfir sjávarmáli 1.996
metrar.
Aðspurð um ástandið í landinu
vegna kórónuveirufaraldursins
segja Jordi, Ester og Jordi yfirvöld í
Andorra hafa brugðist hratt við og
beitt hörðum aðgerðum í barátt-
unni við veiruna, ekki ósvipað og
gert hafi verið á Íslandi. „Við eigum
auðvelt með að prófa alla á landa-
mærum, höfum lagt af grímuskyldu
og hlutirnir hafa færst í eðlilegra
horf.“
Jordi, Ester og Jordi segjast hafa
notið verunnar á Íslandi og því að
kynnast Íslendingum og hugsunar-
hætti þeirra. „Hér ríkir kyrrð og vin-
átta skín úr andlitum allra. Okkur
líður vel og viljum koma aftur. Nátt-
úran er einstök og tækifæri til úti-
vistar margbrotin,“ segja þau.
„Það er á óskalistanum að spenna
á sig fjallaskíðin og brölta upp undir
dansandi norðurljósunum. Takk
fyrir okkur!“ bæta þau við. n
Komu frá Andorra til þess
að forvitnast um Íslendinga
Við tókum eftir því að
þau vilja ekki bara
njóta þess að vera í
fjallinu heldur fá allan
pakkann.
Ester Sevant.
Ester og Jordi-arnir tveir ferðuðust um landið og líkaði afar vel. MYND/AÐSEND
odduraevar@frettabladid.is
SAMFÉLAG Einn heppinn Íslend-
ingur vann annan vinninginn í
Eurojack pot í gærkvöldi. Þetta
kemur fram í tilkynningu frá
Íslenskri getspá.
Annar vinningur skiptist í sjö
hluta, þrír hlutar fóru til Þýska-
lands, einn til Spánar, annar til Sví-
þjóðar og enn annar til Finnlands.
Svo að sjálfsögðu einn til Íslands,
hver hlutur telur 39.598.840 íslensk-
ar krónur.
Enginn vann 1. vinning í Euro-
jack-pot í gær, en hann nemur
rúmum þremur milljörðum króna.
Fram kemur í tilkynningunni að
íslenski vinningshafinn hafi keypt
miðann sinn í Iceland, Engihjalla í
Kópavogi.
Ekki er langt síðan að annar
heppinn Íslendingur vann afar
stóran pott í Víkinglottó, eða rúman
milljarð króna. Sá fékk vinninginn
greiddan út í gær. n
Annar vinningur
heim til Íslands
Vinnigurinn nam tæpum 40 milljónum.
2 Fréttir 10. júlí 2021 LAUGARDAGURFRÉTTABLAÐIÐ