Fréttablaðið - 10.07.2021, Page 4
Lucie
Samcová-
Hall Allen
sendiherra ESB á
Íslandi.
Í ljósi þessa
gleður það mig
mjög að geta
kynnt nýtt
Covid-vottorð Evrópusambands-
ins, sem gildir í öllum 27 ESB-ríkj-
unum, auk EES-ríkjanna Íslands,
Noregs og Liechtenstein. Reyndar
voru Íslendingar frumkvöðlar í
þessu verkefni þar sem þeir voru
meðal fyrstu ríkjanna
til að taka þátt í tilraunum með
móttöku stafrænna vottorða.
Sigurður Ingi
Jóhannsson
samgöngu- og
sveitarstjórnaráð-
herra.
Sundabraut
er komin af
byrjunar-
reit en næstu
skref voru römmuð inn í vikunni
með yfirlýsingu ríkis og borgar
um lagningu brautarinnar. Yfir-
lýsingin markar tímamót um að
Sundabraut verði að veruleika og
hún staðfestir sameiginlega sýn og
skilning á hvaða skref eru næst.
Hanna
Katrín
Friðriksson
þingflokksfor-
maður Viðreisnar.
Besta leiðin
til að draga úr
mengun er að
tryggja að þeir
sem valda henni greiði kostnaðinn
af henni. Samhliða því að virkja
atvinnulífið með grænum hvötum
þarf að gæta þess að hagrænir og
grænir hvatar leiði ekki til skatta-
hækkana heldur tilfærslu á tekju-
stofnum með samsvarandi lækkun
annarra gjalda. n
Að ætla að stuðla
vísvitandi að aðgrein-
ingu fatlaðra ung-
menna frá öðrum í
samfélaginu er algjör-
lega galið og óásættan-
legt.
Bryndís Snæ-
björnsdóttir,
formaður
Þroskahjálpar.
BJÓÐUM UPP Á 37” - 40” BREYTINGAPAKKA
BREYTINGAVERKSTÆÐI ÍSBAND,
SMIÐSHÖFÐA 5, SÉRHÆFIR SIG Í
BREYTINGUM Á RAM PALLBIFREIÐUM.
ÍSBAND UMBOÐSAÐILI RAM Á ÍSLANDI
RAM 3500
BÍLL Á MYND RAM 3500 LARAMIE SPORT MEGACAB MEÐ 35” BREYTINGU
VERÐ FRÁ 7.421.210 KR. ÁN VSK.
9.202.300 KR. M/VSK.
UMBOÐSAÐILI JEEP® OG RAM Á ÍSLANDI • ÍSLENSK-BANDARÍSKA • ÞVERHOLT 6 • 270 MOSFELLSBÆR
S. 590 2300 • WWW.ISBAND.IS • ISBAND@ISBAND.IS • OPIÐ VIRKA DAGA 10-18
n Tölur vikunnar
n Þetta sögðu þau
200
milljónir, ætlar Kaupfélag Skag-
firðinga að gefa til samfélagslegra
verkefna í Skagafirði.
23
milljarðar voru teknir út úr
séreignarsjóðum í fyrra.
4
sinnum fleiri lúður voru veiddar í
fyrra en 2012.
890
þúsund eru erlendu ferðamenn-
irnir sem Ferðamálastofa áætlar
að komi hingað í ár.
4
nætur er meðaltal fjölda gistinátta
Bandaríkjamanna í Reykjavík.
Formaður Þroskahjálpar segir
það ganga gegn samningi SÞ
um réttindi fatlaðs fólks að
aðgreina það frá samfélaginu
með sértækum úrræðum.
Foreldri í Mosfellsbæ furðar
sig á því að hafa ekki val um
frístundaúrræði á höfuð-
borgarsvæðinu.
urduryrr@frettabladid.is
SAMFÉLAG Bæjarráð Mosfellsbæjar
samþykkti á fimmtudag að setja á
fót frístundaklúbb fyrir fötluð ung-
menni tíu til tuttugu ára. Stefnt
er að því að starfsemin fari fram í
Skála túni.
Bryndís Snæbjörnsdóttir, formað-
ur Þroskahjálpar, segir að nærtækara
væri að byggja upp þjónustu fyrir öll
ungmenni í bæjarfélaginu og gera í
leiðinni nauðsynlegar ráðstafanir til
að fötluð börn geti tekið þátt.
„Mér brá heldur betur í brún
því ég fæ ekki betur séð en bæjar-
yfirvöld í Mosfellsbæ ætli sér að
viðhalda áratuga aðskilnaðarstefnu
sem viðgengist hefur,“ segir Bryndís
í færslu á Facebook.
Hún telur sérstaklega óviðeigandi
að úrræðið skuli vera í Skálatúni,
þar sem er rekin svokölluð altæk
stofnun. Samkvæmt Bryndísi hefur
fólk innan þannig stofnana lítið sem
ekkert einkalíf og er svo til einangr-
að frá samfélaginu. Hún segir fyrir-
komulagið vera mjög úrelt.
Hún segir í samtali við Frétta-
blaðið að sértæk félagsþjónusta fyrir
fötluð börn stangist á við samning
Sameinuðu þjóðanna um réttindi
fatlaðs fólks þar sem er kveðið á um
að ekki skuli mismuna á grundvelli
fatlana.
„Að ætla að stuðla vísvitandi að
aðgreiningu fatlaðra ungmenna frá
öðrum í samfélaginu er algjörlega
galið og óásættanlegt,“ segir hún.
Hún bendir líka á að það sé raun-
verulegur vilji fatlaðs fólks að vera
þátttakendur í samfélaginu og vera
ekki sett til hliðar. Margt fólk hafi
slæmar minningar af því að vera sett
í sérdeildir og tekið úr almennum
úrræðum.
Það er þó jákvætt að gerð sé til-
raun til að búa til þjónustu fyrir
þessi börn í bæjarfélaginu, segir
Bryndís. Hingað til hafa þau neyðst
til að keyra í Hafnarfjörð til að
sækja þjónustuna. „En þetta er ekki
rétta aðferðin,“ segir hún.
„Ég skora á bæjaryfirvöld í Mos-
fellsbæ að koma inn í nútímann,
endurskoða ákvörðunina og fylgja
þeim alþjóðlegu skuldbindingum
sem Ísland hefur undirgengist,“
segir hún.
Benedikta Birgisdóttir er foreldri
fatlaðs barns í Kjós. Hún furðar sig
á því hversu lítið stendur til boða
fyrir son hennar, sem er nú að byrja
í framhaldsskóla.
Hann hefur verið í grunnskóla í
Reykjavík og sótt frístundaheimili
þar. Nú er hann að byrja í fram-
haldsskóla og myndi helst vilja fara
í Hitt húsið, þar sem vinir hans eru
margir. En úr því að fjölskyldan býr
utan Reykjavíkur þá neyðist hann
til að fara í Hafnarfjörð.
Benedikta segir það fínt framtak
að stofna miðstöð í bæjarfélaginu,
en segir það ekki henta hennar
fjölskyldu. Hún telur líklegt að fáir
muni mæta þangað og litlar líkur
á að sonur hennar þekki nokkurn
þar.
Hún segir félagsmiðstöðvar og
ungmennahús vera stóran hluta af
félagslífi margra fatlaðra barna og
því mikilvægt að þau geti sótt þær
miðstöðvar sem henta þeim best.
„Af hverju megum við ekki sem
fjölskyldur velja það sem við teljum
henta best fyrir okkur?“ spyr hún. n
Sértækt frístundaúrræði fyrir fötluð
börn sagt viðhalda aðskilnaðarstefnu
Stefnt er að því að hafa nýjan frístundaklúbb Mosfellsbæjar fyrir fötluð ungmenni í Skálatúni. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI
4 Fréttir 10. júlí 2021 LAUGARDAGURFRÉTTABLAÐIÐ