Fréttablaðið - 10.07.2021, Blaðsíða 10
10 Fréttir 10. júlí 2021 LAUGARDAGURFRÉTTABLAÐIÐSTÆRSTA MÓTIÐ FRÉTTABLAÐIÐ 10. júlí 2021 LAUGARDAGUR
Skemmtileg stemning hjá
stelpunum á Símamótinu
Um 3.000 stúlkur víðs vegar
að af landinu keppa um
þessar mundir á stærsta
knattspyrnumóti landsins.
FÓTBOLTI Símamótið fer fram í 37.
sinn nú um helgina, en þar keppa
um þrjú þúsund stúlkur í knatt-
spyrnu.
Mótið er stærsta knattspyrnumót
landsins og þar keppa stelpur í 5., 6.,
og 7. f lokki víðs vegar að af landinu.
Covid-smit kom upp í fimmta
flokki KR, sem gerði það að verkum
að ekkert lið í fimmta flokki kepp-
ir fyrir hönd félagsins á mótinu.
32 KR-stelpur eru í sóttkví vegna
smitsins.
Allir leikir mótsins fara fram á
völlum á félagssvæði Breiðabliks og
var skemmtileg stemning og mikill
keppnisandi á svæðinu þegar Ernir
Eyjólfsson, ljósmyndari Fréttablaðs-
ins, lagði leið sína þangað í gær.
Í dag verða leikir frá klukkan 8 en
að þeim loknum verður pylsuveisla
fyrir alla keppendur sem fá svo ís í
eftirrétt. Sirkus Íslands skemmtir
keppendum, hoppukastalar verða
á staðnum og verðlaun verða afhent,
meðal annars fyrir háttvísi.
Mótinu lýkur á morgun, þá
verða leiknir krossspils-, jafn-
ingja- og úrslitaleikir mótsins.
Fleiri myndir af mótinu má sjá á
frettabladid.is. ■