Fréttablaðið - 10.07.2021, Side 16

Fréttablaðið - 10.07.2021, Side 16
0 Aldrei hefur lið unnið tvær vítaspyrnukeppn­ ir á sama Evrópumóti. Ítalir lögðu Spánverja í vítakeppni í undan­ úrslitaleiknum. 2 Harry Kane vantar tvö mörk til að vinna gullskóinn. Takist honum það verður hann annar maðurinn í sögunni á eftir Gerd Müller til að vinna gullskóinn á tveimur stórmótum í röð. 10 Þetta er tíundi úrslita­ leikur karlaliðs Ítala á stórmóti. Sex úrslita­ leikir á HM hafa skilað fjórum titlum en þrír úrslitaleikir á EM hafa fært Ítölum einn titil. 5 Ítalir hafa ekki tapað fyrir Englendingum í síðustu fimm keppnis­ leikjum. Fara þarf aftur til ársins 1977 til að finna síðasta sigur Englendinga á Ítölum í keppnisleik. 16 Íþróttir 10. júlí 2021 LAUGARDAGURÍÞRÓTTIR FRÉTTABLAÐIÐ 10. júlí 2021 LAUGARDAGUR kristinnpall@frettabladid.is ÓLYMPÍULEIKAR Spretthlauparinn Allyson Felix heldur áfram að ryðja veginn fyrir komandi kynslóðir íþróttakvenna, en hún var, í sam­ starfi við íþróttavörumerki Athleta, að setja á laggirnar sérstakan sjóð fyrir íþróttakonur sem eru um leið mæður. Búið er að úthluta styrkjum til níu kvenna, þar af sex Ólympíu­ fara sem fá tíu þúsund dali hver, eða um 1,2 milljónir íslenskra króna. Þá er búið að opna fyrir umsóknarferli í næstu úthlutun sem verður til­ kynnt í október. „Þetta er frábært skref fram á við og í takt við það sem hún hefur verið að gera. Það hefur ótrúlega margt breyst á stuttum tíma frá því að hún steig fram og sagði frá því hvernig Nike fór fram í samninga­ viðræðum við hana og hvernig hún var hvött til þess að fela óléttuna. Þá stigu fleiri konur fram og lýstu sömu tilfinningu, að þetta væri mjög við­ kvæmt,“ segir Ásdís Hjálmsdóttir, formaður íþróttamannanefndar ÍSÍ og fyrrum spjótkastari, aðspurð út í nýjasta verkefni Felix. Felix er sigursælasta íþróttakona heims í frjálsum íþróttum eftir að hafa unnið til sex gullverðlauna á Ólympíuleikunum og þrettán gull­ verðlauna á heimsmeistaramótinu í frjálsum íþróttum utanhúss. Hún mun keppa á Ólympíuleikunum í Tókýó sem verða hennar fimmtu Ólympíuleikar og um leið þeir síð­ ustu. Hún gaf það út eftir að hafa tryggt sér þátttökurétt í Tókýó að þetta yrðu hennar síðustu Ólympíu­ leikar. Frægt er þegar Felix greindi frá því í samtali við New York Times árið 2019 að hún hefði ákveðið að slíta samstarfinu við Nike vegna viðhorfs fyrirtækisins til íþrótta­ kvenna sem hafa hug á barneignum. Þá var hún búin að vera eitt af helstu andlitum fyrirtækisins í frjálsum íþróttum í tæplega tvo áratugi, en samningstilboð Nike var aðeins brot af því sem hún hafði áður fengið. Nike breytti síðar áherslum sínum þegar kemur að barnsburði kvenna, en Felix samdi frekar við Athleta, íþróttavörufyrirtæki GAP. „Þetta getur verið erfitt val fyrir íþróttakonur. Ég tók sjálf ákvörð­ un um að bíða þar til eftir ferilinn með barneignir, en það er margt sem þarf að huga að þegar kemur að þessari ákvörðun. Það er endur­ hæfingarferlið sem er mismunandi milli kvenna til viðbótar við fjár­ hagslegu hliðina sem er verið að vinna í að bæta.“ n Stofnar sjóð fyrir afreksíþróttakonur sem eru um leið nýbakaðar mæður Allyson Felix ásamt Camryn, dóttur sinni, á úrtökumóti Bandaríkjanna fyrir Ólympíu- leikana. FRÉTTA- BLAÐIÐ/GETTY kristinnpall@frettabladid.is FÓTBOLTI Landsliðsmiðvörðurinn Glódís Perla Viggósdóttir skrifaði í gær undir þriggja ára samning við þýska stórveldið Bayern München. Glódís kemur til Bayern frá Rosen­ gård í Svíþjóð og verður annar Íslend­ ingurinn í leikmannahópi Bayern, ásamt Karólínu Leu Vilhjálmsdóttur. Glódís, sem fagnaði 26 ára afmæli sínu í síðasta mánuði, hefur leikið undanfarin sex ár í Svíþjóð, fyrst með Eskilstuna og síðar Rosengård. Með Rosengård varð Glódís sænskur meistari árið 2019 og mætti Bayern í Meistaradeild Evrópu í vor. n Glódís samdi við þýsku meistarana Glódís nálgast hundrað leiki fyrir Íslands hönd. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY kristinnpall@frettabladid.is FÓTBOLTI Lionel Messi fær í fjórða sinn tækifæri til að vinna  Copa America aðfaranótt sunnudags þegar Argentínumenn mæta Bras­ ilíumönnum í úrslitum. Með sigri jafnar Argentína met Úrúgvæ yfir flesta titla í sögu keppninnar. Síðan Messi var hluti af gullliði Argentínu á Ólympíuleikunum árið 2008 hefur hann leikið til úrslita fimm sinnum, fjórum sinnum á Copa America og einu sinni á HM, án þess að vinna titil. n Messi gerir fjórðu atlöguna að gulli Úrslitaleikur Evrópumótsins í fótbolta fer fram á Wembley í dag, þar sem tvær knatt­ spyrnuþjóðir reyna að binda enda á langa bið. Englending­ ar hafa beðið í 55 ár frá síðasta titli og Ítalir í 53 ár frá síðasta Evrópumeistaratitli. kristinnpall@frettabladid.is FÓTBOLTI Eftir áralanga bið geta Eng­ lendingar loks látið sig dreyma um að landslið þeirra vinni eitt af stór­ mótunum tveimur, en í þeirra vegi standa Ítalir sem hafa beðið næstum því jafn lengi eftir öðrum Evrópu­ meistaratitli landsins. Þar leiða Gareth Southgate og Roberto Man­ cini saman hesta sína fyrir framan sextíu þúsund Englendinga, en von er á að íbúar þjóðanna verði límdir við skjáinn enda fótboltahefðin rík í báðum löndum. Það er því viðeigandi að Björn Kuipers, einn besti dómari álfunnar, verði á flautunni og sjái til þess að allt fari fram eftir bókinni. Mikið hefur verið ritað og rætt um þetta enska lið, sem var ekkert að blása til neinnar flugeldasýningar framan af móti, en í undanförnum leikjum hefur liðið leikið betur og betur. Á sama tíma varð öflugur varnarleikur í fyrstu tveimur leikj­ unum enn betri með komu Harry Maguire, sem hefur stýrt vörn enska liðsins eins og herforingi og er um leið ógn á hinum enda vallarins. Á sóknarlínunni hefur Harry Kane komist betur inn í leik liðsins og vantar aðeins tvö mörk til að hirða gullskóinn, annað stórmótið í röð. Með því yrði hann fyrsti Englend­ ingurinn til að vinna gullskóinn á báðum stórmótunum sem standa til boða í karlaflokki. Þótt Ítalir séu ekki með besta varnarlið mótsins til þessa, geta þeir verið stoltir af frammistöðu varnar­ línu liðsins á mótinu, enda hafa Ítalir aðeins fengið á sig tvö mörk í venjulegum leiktíma og þrjú heilt yfir á mótinu. Á sama tíma hefur fjölbreytilegur sóknarleikur liðsins gengið afskaplega vel, sem sést ber­ sýnilega á því að Ítalir hafa skorað að meðaltali tvö mörk í leik. n Ítalir reyna að temja ljónin  Kane er 90 mínútum frá því að taka á móti bikar sem fyrirliði Englands eftir 55 ára bið. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.