Fréttablaðið - 10.07.2021, Side 21

Fréttablaðið - 10.07.2021, Side 21
komið kom þó annað hljóð í strokkinn. Þórólfur segir margt hafa heillað sig í sambandi við smit- sjúkdóma, til að mynda bólusetn- ingar, fyrirbyggjandi meðferð gegn slíkum sjúkdómum og meðferð við þeim. „Fljótlega þóttu mér fyrir- byggjandi aðgerðir eins og bólu- setningar gríðarlega áhugaverðar enda ekki nein aðgerð í læknisfræði sem hefur bjargað eins mörgum. Það er kannski hreint vatn sem jafnast á við árangur bólusetninga. Mér fannst þetta gríðarlega áhugavert og hélt áfram þeirri vinnu þegar ég kom heim, að vinna með bólusetn- ingar hér og ný bóluefni. Mér fannst það mjög áhugavert og hef aldrei séð eftir því,“ segir hann. Lýðheilsumenntunin gagnleg Þórólfur lét þó ekki þar við sitja og fór í doktorsnám í lýðheilsu- vísindum við Háskóla Íslands sem hann lauk árið 2013. Þar segist hann hafa lært meira um fyrirbyggjandi læknisfræði og séð aðgerðir í stærra samhengi, samfélagslegu samhengi. Þetta hafi honum alltaf þótt mjög áhugavert fyrirbæri og leiðst inn á þá braut. Menntunin hafi komið mjög að gagni í baráttunni gegn Covid-19. „Ég byrjaði að vinna hjá þáverandi sóttvarnalækni, Haraldi Briem, árið 2002 og var þá yfirlæknir bólusetn- inga. Þetta er gríðarlega áhugavert, allar svona samfélagslegar aðgerðir gegn alvarlegum smitsjúkdómum hvíla á sóttvarnalækni samkvæmt sóttvarnalögum. Þessi menntun hefur nýst mér mjög vel í þetta starf,“ segir hann. Beið eftir faraldri Þrátt fyrir að ekki hafi verið hægt að sjá fyrir faraldurinn segir Þór- ólfur hann hafa beðið eftir faraldri sem þessum lengi. Árið 2009 bloss- aði upp heimsfaraldur inflúensu, sem var þó í engri líkingu við það sem nú er. Muninn á inflúensu og Covid segir hann vera að um leið og inflúensufaraldurinn hófst hafi verið byrjað að framleiða bóluefni og því hafi verið hægt að ráðast í bólusetningar snemma og þar með ráða niðurlögum faraldursins. „Í tilfelli Covid þá var ekkert bóluefni til þannig að það þurfti að byrja alveg frá núlli. Það tók ótrúlega stuttan tíma, það tók ár að framleiða í einhverjum mæli bóluefni. Það var alveg einstakt. Auðvitað hefði maður viljað fá bóluefni fram á sjónarsviðið mun hraðar,“ segir hann. „Maður vissi að það kæmi upp stór faraldur, annaðhvort myndi hann koma þegar maður var sjálfur að vinna eða þá einhvern tíma seinna. Þetta á eftir að koma aftur. Það er bara tímaspursmál.“ Hvort það verði annar faraldur kórónuveiru segir hann ómögulegt að segja til um slíkt, það gæti verið nánast hvað sem er. Hins vegar sé ljóst að búast megi við öðrum heimsfaraldri inflúensu enda komi slíkir faraldrar reglulega. Baráttan tekið allan hans tíma Þórólfur segir baráttuna hafa tekið nánast allan sinn tíma og fá tæki- færi gefist til að sinna öðru. „Ég hef nú fram að þessu verið í líkams- rækt og öðru slíku þó að það sjáist kannski ekki á mér. Einnig hef ég verið að gutla í músík en þetta hefur þó rækilega dottið niður í Covid. Ég hef sáralítið getað sinnt þessu, sem er ekki gott. Það hefur nánast allur tími farið í Covid, allir dagar. Það er kannski fyrst núna sem maður er aðeins farinn að líta upp úr þessu. Fram að þessu hafa allir dagar farið í þetta, virkir og helgir dagar. Það er bara þannig. Ég hef lítið getað hugsað um annað,“ segir hann. Ástandið er nokkuð annað nú, fá smit greinast og bólusetningar ganga vel. Þetta hefur aðeins létt álaginu af Þórólfi og þeim sem starfa hjá embættinu en erfitt sé að spá fyrir um framhaldið. „Ég hef á tilfinningunni að við séum í smá biðstöðu, smá logni – hvort það er svikalogn veit ég ekki. Ég vona bara að lognið muni end- ast okkur, það er að segja að þetta ónæmi sem við höfum náð upp með bólusetningunum verði viðvarandi,“ segir hann. „Ég er að nálgast starfslok eftir tvö ár eða svo, þetta verður að öllum lík- indum búið fyrir þann tíma. Þá taka einhverjir aðrir við. Þetta er auð- vitað eilíf barátta við þessa blessuðu sýkla, það tekur bara eitt við af öðru. Það er af nógu að taka,“ segir hann um stríðið gegn sýklunum. Fjölskyldan mikill stuðningur Eiginkona Þórólfs er Sara Hafsteins- dóttir, fyrrverandi yfirsjúkraþjálfari á Landspítalanum, og eiga þau tvo syni. Hann segir áhrifin á fjölskyld- una hafa verið mikil enda hefur Þórólfur unnið myrkranna á milli síðasta eina og hálfa ár. „Fjölskyldan hefur stutt mig gríðarlega. Það er auðvitað ótrúlegt hvað fólk lætur ganga yfir sig, allt þetta var auð- vitað í algjörum forgangi og maður kastar öllu frá sér. Þetta kemur niður á fjölskyldulífi. Það er bara það sama og almenningur hefur þurft að gera líka, það hafa verið takmarkanir, fólk hefur ekki náð að hittast og því- umlíkt. Þetta á við um fleiri, en það er auðvitað hárrétt að það er frum- skilyrði til að maður haldi þetta út að maður hafi góðan bakhjarl heima fyrir,“ segir Þórólfur. Fjölmargir Íslendingar hafa beðið spenntir eftir því að geta loks ferðast út fyrir landsteinana á ný. Þórólfur er þó ekki einn af þeim og segist ekki vera búinn að kaupa miða í sólina á Tenerife. „Ég hef nú gefið það út að ég sjái enga ástæðu til þess að vera að fara til útlanda. Ég held að það að fara til útlanda, sérstaklega ef fólk er óbólu- sett, sé ekki sniðugt. Með börn til dæmis, óbólusettir geta smitast og við höfum séð það að fólk er að koma jafnvel bólusett með veiruna og veikjast, enn þá. Mér finnst ég ekki eiga neitt erindi til útlanda. Ísland hefur svo margt upp á að bjóða þannig að það er engum vork unn að vera hér. Það er lúxus hér miðað við á mörgum öðrum stöðum. Ég veit ekki hvað maður hefur að sækja á mörgum stöðum þar sem er meira og minna lokað – ekki nema kannski til að rétt komast í sól en það er nú sól fyrir austan,“ segir Þórólfur í léttum dúr. Frægðin plagar ekki Það er óhætt að segja að Þórólfur sé orðinn landsfrægur eftir að hafa verið reglulegur viðmælandi fjöl- miðla, auk þess að taka þátt í upplýs- ingafundum almannavarna sem um tíma voru haldnir nokkrum sinnum í viku, oftast með Ölmu Möller land- lækni og Víði Reynissyni, yfirlög- regluþjóni almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra. Hann segist þó ekki vera upptekinn af frægðinni. „Ég hef svo sem ekki verið að velta því neitt fyrir mér. Þetta plagar mig ekki mikið. Ég hef bara komið fram með það sem ég veit og get og þekki og finnst. Ég hef reynt að vera heill og sannur í því. Ég hef ekki verið að setja mig í sérstakar stellingar hvað það varðar, enda er það bara mjög erfitt í þessu að gera það. Auðvitað hef ég notið góðs af því að fólki hefur svona almennt séð líkað við mig, að horfa á mig. Það hefði verið verra ef ég hefði allt í einu farið í taugarnar á öllum. Auðvitað eru mismunandi skoðanir á mér eins og öðrum en ég held að upp til hópa hafi fólki líkað ágætlega við það sem ég hafði fram að færa,“ segir hann. „Ég hef oft sagt að það plagar mig ekki neitt þó að fólk sé að veita mér athygli. Þetta þýðir þó að maður getur ekki pissað undir húsvegg í góðu tómi eins og maður kannski gerði. Það má reyndar ekki, ég held að það sé ólöglegt að pissa úti.“ Stjórnmálamenn staðið sig vel Þórólfur er hógvær og segir sig ein- ungis samnefnara fyrir fjölda manns sem starfa hjá Embætti landlæknis, almannavörnum og víðar. Sam- starfsfólk hans hafi unnið þrekvirki sem ekki hafi farið hátt. „Ég, Alma og Víðir höfum verið samnefnari fyrir þá vinnu. Auðvitað er það mikilvægt að fólk treysti þeim sem eru að segja þeim fréttirnar og koma með skila- boðin. Við höfum notið góðs af því að fólk virðist upp til hópa treysta okkur. Það hefur verið jákvætt.“ Samstarf sóttvarnayfirvalda og stjórnvalda hefur gengið mjög vel að hans mati og verið nauðsyn- legt. „Það er mikið lán fyrir okkur á Íslandi að hafa þessa stjórnmála- menn sem stýra þessum málum, þau gerðu sér fljótt grein fyrir því út á hvað þetta gekk og hvaða aðgerð- um best væri að beita. Það var þeirra meðvitaða ákvörðun að hafa þetta svona og ég held að það hafi gengið ágætlega,“ segir hann. Lesið í líkamstjáningu Fyrsti upplýsingafundur almanna- varna var þann 27. febrúar 2020. „Ég man eftir fyrsta blaðamannafund- inum, þar sátum við og menn voru að gera athugasemdir við það hvern- ig ég var með hendurnar og svona. Það komu ýmis komment á það og það átti að fyrirstilla einhvern innri mann, hvað ég væri að hugsa, hvort ég væri að skrökva eða segja sann- leikann. Það fannst mér spaugilegt.“ Hann segist ekki vera á leið í sum- arfrí strax þó að hægara sé um hjá Embætti landlæknis. „Ég á mikið frí inni og fer seinnipartinn í júlí fram í ágúst. Það er ekkert hægt að fara því fólkið sem hér vinnur hefur unnið gríðarlega mikið og á rétt á sínu fríi. Við þurfum að deila því réttlátt út,“ segir Þórólfur að lokum. n Fjölskyldan hefur stutt mig gríðarlega. Það er auðvitað ótrúlegt hvað fólk lætur ganga yfir sig, allt þetta var auð- vitað í algjörum for- gangi og maður kastar öllu frá sér. Ég hef á tilfinningunni að við séum í smá biðstöðu, smá logni – hvort það er svikalogn veit ég ekki. Þórólfur hefur lítið getað hugsað um annað en Covid-baráttuna, allir dagar hafa farið í hana og lítið verið um líkamsrækt og stundir með fjölskyldunni. Klappað var fyrir Þórólfi er hann var bólusettur með bóluefni AstraZeneca í Laugardals- höll í lok apríl. Hann hafði áður afþakkað bólu- setningu sem heilbrigðis- starfsmaður og var bólusettur með sínum aldurshóp. FRÉTTABLAÐIÐ/ ANTON BRINK Helgin 21LAUGARDAGUR 10. júlí 2021 FRÉTTABLAÐIÐ

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.