Fréttablaðið - 10.07.2021, Page 33
GTS ehf - Guðmundur Tyrfingsson óskar eftir
starfsfólki í eftirfarandi störf:
Starfsmaður á ferðaskrifstofu:
Leitum að starfsmanni til að starfa á ferðaskrifstofu
okkar til að vinna við tilboðsgerð, ferðaskipulagningu
og reikningaskrif
Hæfniskröfur:
• Góð enskukunnátta, töluð og skrifuð
• Góð tölvukunnátta
• Talnagleggni og nákvæm vinnubrögð
• Getur unnið sjálfstætt og í teymi
• Þjónustulund og hæfni í mannlegum samskiptum
• Reynsla af ferðaþjónustu er kostur
• Menntun er nýtist í starfi
Hægt er að sækja um á www.gts.is eða senda umsókn á
gts@gts.is
Bifreiðastjórar:
Leitum að bifreiðastjórum í akstur út frá Selfossi.
Hæfniskröfur:
• Rútupróf
• Lokið endurmenntunarnámskeiðum
• Stundvísi
• Þjónustulund og hæfni í mannlegum samskiptum
• Enskukunnátta æskileg en ekki skilyrði
Hægt er að sækja um á www.gts.is eða senda umsókn á
gts@gts.is.
GTS ehf er rótgróið ferðaþjónustufyrirtæki sem var stofnað
árið 1969. Skrifstofan er staðsett á Selfossi. Við erum að leita
að metnaðarfullu og hressu starfsfólki sem hefur áhuga á að
vinna með okkur.
GTS ehf www.gts.is gts@gts.is s. 480 1200
GTS ehf
Sauna.is óskar eftir að ráða sölumann
vegna ört vaxandi verkefna.
Um er að ræða mjög áhugavert, fjölbreytt starf
sem felst í þjónustu við skemmtilegan hóp viðskiptavina.
Starfið felst í almennri sölumennsku, tilboðsgerð og
teikningu verkefna, aðstoð við lagerstörf, móttöku
og afhendingu vara og ýmsu tilfallandi.
Hæfniskröfur:
Mikil þjónustulund, þokkaleg enskukunnátta
og almenn tölvukunnátta eru skilyrði.
Þekking á einföld teikniforrit og reynsla
af sölumennsku er kostur.
Snyrtimennska, heiðarleiki og góð framkoma
eru mikilvægir þættir.
Ef þú hefur áhuga á fjölbreyttu starfi
á góðum vinnustað er þetta tækifæri fyrir þig.
Nánari upplýsingar má fá hjá Páli í síma 860-4460.
Vinsamlega sendið umsóknir á netfangið
pall@sauna.is fyrir 1. ágúst.
Sölumaður
Fjárfesting í vellíðan
VERTU
MEÐ!
BYKO LEIGA
SÖLU- OG ÞJÓNUSTUFULLTRÚI
Við erum að leita að öflugum starfsmanni til liðs við okkur í leiguna hjá BYKO.
Ef þú ert framsækinn og faglegur starfsmaður með gleðina í fyrirrúmi þá erum
við að leita að þér.
BYKO leiga er að byggja upp framtíðaraðstöðu sína á Selhellu í Hafnarfirði og því
eru spennandi tímar framundan í starfsemi deildarinnar.
Sölu- og þjónustufulltrúi
Vinnutími er frá 8:00-17:00 alla virka daga.
Við leitum að starfsmanni með:
• Reynsla af sölu- og þjónustustörfum
• Mikla þjónustulund
• Hæfni í mannlegum samskiptum
• Áhuga á verklegum framkvæmdum
• Frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum
• Reynslu af starfi í byggingariðnaði eða
þjónustu við iðnaðinn, kostur
• Góða færni í íslensku og ensku í ræðu og riti
• Góða almenna tölvukunnáttu
Við hvetjum alla áhugasama til að sækja um þessi störf óháð kyni og uppruna.
Allar nánari upplýsingar veitir
Bragi Jónsson, rekstrarstjóri
bragi@byko.is.
Umsóknarfrestur er til 20. júlí 2021, sótt
er um starfið í gegnum heimasíðu BYKO
Helstu verkefni
• Sala og þjónusta til viðskiptavina
• Afgreiðsla til viðskiptavina
• Tilboðs-, reikninga og
leigusamningagerð
• Þátttaka í sölu- og áætlanagerð auk
vöruþróunar
Fegrunarviðurkenning
Reykjavíkurborgar 2021
Óskað eftir hugmyndum og ábendingum
Á afmæli Reykjavíkurborgar þann 18. ágúst, eða sem næst
þeim degi, ár hvert eru veittar viðurkenningar fyrir vandaðar
endurbætur á eldri húsum og fyrir lóðir þjónustu-, stofnana-
og fjölbýlishúsa sem þykja til fyrirmyndar. Auk þess eru veittar
viðurkenningar fyrir vel útfærð svæði fyrir utan verslanir við
„sumargötur“, þ.e. götur sem eru göngugötur á sumrin.
Óskað er eftir ábendingum um hús og lóðir sem verðskulda
fegrunarviðurkenningu í ár. Valið verður í höndum vinnuhóps
sem skipaður er fulltrúum frá umhverfis- og skipulagssviði og
Borgarsögusafni.
Hugmyndir skulu sendar inn með tölvupósti merktum
Fegrunarviðurkenningar 2021 á skipulag@reykjavik.is í
síðasta lagi þann 25. júlí 2021.
Mest lesna atvinnublað Íslands*
Atvinnublaðið
Sölufulltrúar: Hrannar Helgason, hrannar@frettabladid.is 550 5625, Arna Rut Kristinsdóttir, arnarut@frettabladid.is 550 5621
*Neyslukönnun Gallups 2018, allt land, 18-80 ára