Fréttablaðið - 10.07.2021, Síða 36
Múrari óskast
GB-múrarar leita eftir vönum múrurum til starfa,
mikil vinna framundan.
Menntun og hæfniskröfur
• Sjálfstæði í starfi
• Reynsla æskileg
• Jákvæðni og lipurð í samskiptum
• Ökuréttindi
• Kunnátta í Íslensku og ensku
Fyrirspurnir og umsóknir sendist á netfang:
gummimur@mi.is
Farið verður með allar
umsóknir sem trúnaðarmál
og öllum umsóknum
verður svarað.
Birta starfsendurhæfing Suðurlands leitar eftir metnaðar-
fullum einstaklingi í starf ráðgjafa í starfsendurhæfingu.
Um er að ræða fullt starf. Æskilegt er að viðkomandi geti
hafið störf sem fyrst, eða eftir nánara samkomulagi.
Helstu verkefni og ábyrgð:
• Ráðgjöf, stuðningur og málastjórn
• Kortleggja og skipuleggja þörf á úrræðum
• Skráning og samantekt á gögnum.
• Þátttaka í að efla og innleiða nýjungar í starfi
• Halda utan um hópastarf
Menntunar og hæfniskröfur:
• Háskólamenntun sem nýtist í starfi, s.s. félagsráðgjöf,
iðjuþjálfun eða önnur menntun á sviði heilbrigðis- og
félagsvísinda
• Starfsleyfi frá Landlækni
• Hagnýt starfsreynsla
• Skipulagshæfni og sjálfstæði í vinnubrögðum
• Vera sveigjanlegur, hugmyndaríkur og tilbúinn að takast á
við áskoranir
• Góð samskiptahæfni, félagslyndi, jákvætt viðmót og frum-
kvæði
• Góð þekking og áhugi á starfsendurhæfingu
• Mjög gott tölvulæsi
Umsóknarfrestur er til 1. ágúst 2021.
Viðtöl verða dagana 4. – 6. ágúst. Upplýsingar um starfið veitir
Sandra Guðmundsdóttir forstöðumaður Birtu í s. 860-3390 eða
á sandra@birtastarfs.is. Umsóknir berist á netfangið
sandra@birtastarfs.is. Frekari upplýsingar um starfsemi Birtu
má finna á www.birtastarfs.is.
Ráðgjafi á sviði
starfsendurhæfingar
Dómsmálaráðuneytið auglýsir laus til umsóknar tvö embætti héraðsdómara,
annars vegar embætti dómara með fyrsta starfsvettvang hjá Héraðsdómi
Reykjavíkur og hins vegar embætti dómara með fyrsta starfsvettvang hjá
Héraðsdómi Reykjaness. Skipað verður í embættin frá 1. október 2021.
Umsækjendur skulu fullnægja skilyrðum 2. mgr. 29. gr. laga nr. 50/2016.
Í samræmi við 4. gr. reglna nr. 970/2020 er áskilið að í umsókn komi fram
upplýsingar um: 1) menntun og framhaldsmenntun, 2) reynslu af dómstörfum,
3) reynslu af lögmannsstörfum, 4) reynslu af stjórnsýslustörfum, 5) reynslu af
fræðistörfum, s.s. kennslu og öðrum akademískum störfum og upplýsingar um
útgefnar ritrýndar greinar og bækur, fræðilega fyrirlestra o.s.frv., 6) reynslu af
stjórnun, 7) reynslu af öðrum aukastörfum sem nýtast dómaraefni, s.s. vinnu
í tengslum við undirbúning lagasetningar o.fl., 8) almenna og sérstaka starfs-
hæfni, 9) andlegt atgervi og sjálfstæði í vinnubrögðum, 10) tvo fyrrverandi/
núverandi samstarfsmenn/yfirmenn, sem og símanúmer þeirra eða netföng,
sem geta veitt dómnefnd bæði munnlega og skriflega upplýsingar um störf og
samstarfshæfni umsækjanda, sbr. 5. mgr. 5. gr. reglna nr. 970/2020 og 11) aðrar
upplýsingar sem varpað geti ljósi á faglega eiginleika og færni umsækjanda
sem máli skiptir fyrir störf héraðsdómara.
Með umsókn skal fylgja eftir því sem við á: 1) ferilskrá, 2) afrit af prófskír-
teinum, 3) afrit dóma í munnlega fluttum málum sem umsækjandi hefur
samið atkvæði í síðustu 12 mánuði, 4) afrit af stefnu og greinargerð í málum
sem umsækjandi hefur samið og flutt munnlega síðustu 12 mánuði, 5) afrit af
úrskurðum stjórnvalda sem umsækjandi hefur samið síðustu 12 mánuði og
6) útgefin fræðirit og ljósrit af tímaritsgreinum umsækjanda. Þess er óskað að
þær tímaritsgreinar sem hafa verið ritrýndar verði auðkenndar. 7) Önnur gögn
sem varpa ljósi á faglega færni umsækjanda til starfa sem héraðsdómari.
Umsóknir skulu berast dómsmálaráðuneytinu eigi síðar en 26. júlí nk.
Til þess að hraða afgreiðslu umsókna og bréfaskiptum er áskilið að umsóknir
og fylgigögn berist dómsmálaráðuneytinu á minnislykli eða með rafrænum
hætti á netfangið starf@dmr.is.
Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um skipun liggur fyrir.
Dómsmálaráðuneytinu,
9. júlí 2021.
Tvö embætti héraðsdómara
laus til umsóknar
Kraftur leitar að drífandi og skemmtilegum einstaklingi í 80% - 100% starf fræðslu-
og hagsmunafulltrúa félagsins.
Helstu verkefni og ábyrgð
• Ábyrgð á fræðslustarfi félagsins
• Hagsmunagæsla fyrir unga krabbameinsgreinda einstaklinga og aðstandendur
• Skipulagning og utanumhald um fræðslustarf félagsins
• Umsjón með fræðsluvef og fræðslu á samfélagsmiðlum
• Umsjón með fræðslustarfi hvers kyns útgáfu á vegum Krafts
• Almenn upplýsingagjöf til félagsmanna
• Önnur tilfallandi verkefni
Umsóknarfrestur er til og með 15. ágúst nk.
Umsóknir óskast fylltar út á hagvangur.is. Með umsókn þarf að fylgja ítarleg
starfsferilskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og
rökstuðningur fyrir hæfni viðkomandi í starfið.
Nánari upplýsingar veitir Hlynur Atli Magnússon, ráðgjafi hjá Hagvangi,
hlynur@hagvangur.is
Hæfniskröfur
• Háskólamenntun sem nýtist í starfi
• Mjög gott vald á íslensku bæði í ræðu og riti krafa
• Góð enskukunnátta
• Þekking og reynsla af hagsmuna- og fræðslumálum kostur
• Góð almenn tölvufærni, reynsla af samfélagsmiðlum og vefumsjón kostur
• Hjarta fyrir málstaðnum
• Frumkvæði, drifkraftur og jákvæðni
• Skilvirkni og nákvæm vinnubrögð
• Mjög góð samvinnu- og samskiptahæfni
Kraftur – Fræðslu- og hagsmunafulltrúi
Fyrirtæki
ársins 2021
hagvangur.is
4 ATVINNUBLAÐIÐ 10. júlí 2021 LAUGARDAGUR