Fréttablaðið - 10.07.2021, Side 40

Fréttablaðið - 10.07.2021, Side 40
Kerfisstjóri Embætti ríkislögreglustjóra leitar að tveim öflugum kerfisstjórum til starfa. Ef þú vilt starfa í síkviku umhverfi, vera partur af öflugu teymi sérfræðinga og taka m.a. þátt í innleiðingu nýrra upplýsingakerfa Schengen-samstarfsins þá viljum við þig í okkar lið. Um er að ræða tvær stöður, ein til 12 mánaða og ein til tveggja ára, báðar með möguleika á framlengingu. Embætti ríkislögreglustjóra leitar að öflugum liðsauka til að taka þátt í verkefnum upplýsingamiðstöðvar. Deildin hefur m.a. umsjón með lokuðu tölvuneti, rekstri upplýsingakerfa lögreglu, þróun sérstakra hugbúnaðarlausna, gagnatengingum við samstarfsaðila erlendis og aðstoð við notendur. Framundan eru stór verkefni í tengslum við innleiðingu nýrra upplýsingakerfa Schengen-samstarfsins. Hjá deildinni starfa átta starfsmenn. Aðrir þættir sem horft er til • Þekking og reynsla af rekstri gagnastæða. • Þekking á gagnagrunnsþjónum ( Microsoft SQL Server og/eða Oracle ). • Þekking á rekstri VMware og Veeam. • Þekking á Microsoft IIS. • Þekking á TLS/SSL og PKI. • Reynsla af uppsetningu, rekstri og viðhaldi á álagsjöfnurum. • Þekking á DNS. Frekari upplýsingar um starfið Embætti ríkislögreglustjóra er ríkisstofnun sem heyrir undir dómsmálaráðuneytið. Ríkislögreglustjóri hefur með höndum samhæfingu og samræmingu í störfum lögreglu og annast ákveðna miðlæga þjónustu við lögregluembættin. Ríkislögreglustjóri hefur einnig með höndum sérstök verkefni samkvæmt lögreglulögum nr. 90/1996 og í samræmi við nánari ákvörðun ráðherra. Eitt af fjölbreyttum verkefnum ríkislögreglustjóra er að reka og bera ábyrgð á upplýsingakerfum lögreglu, þar með talið miðlægu málakerfi sem heldur utan um öll verkefni lögreglunnar. Í því felst meðal annars að ríkislögreglustjóri á og rekur miðlægan tölvubúnað og netkerfi sem lögregluembættin tengjast, ber ábyrgð á þróun kerfanna og annast þjónustu við notendur þeirra. Hér er að finna nánari lýsingu á starfsemi, hlutverki og ábyrgð embættis ríkislögreglustjóra. Embætti ríkislögreglustjóra er lifandi vinnustaður þar sem starfa tæplega 200 starfsmenn sem sinna fjölbreyttum verkefnum. Lögð er áhersla á opin og jákvæð samskipti, markvissa starfsþróun og framfylgir embættið stefnu um samræmingu fjölskyldulífs og vinnu. Gildi ríkislögreglustjóra eru öryggi – þjónusta – traust – samhæfing og samræming. Embætti ríkislögreglustjóra hefur hlotið jafnlaunavottun. Umsóknarfrestur er til og með 23. júlí 2021. Umsókn skal skilað á netfangið starf@rls.is og þarf að fylgja starfsferilskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og hæfni umsækjanda sem nýtist til að sinna starfinu í samræmi við þær hæfniskröfur sem fram koma í auglýsingu. Í ljósi ríkjandi kynjahlutfalls innan lögreglu og jafnréttisáætlunar lögreglunnar, eru konur sérstaklega hvattar til að sækja um. Öllum umsóknum verður svarað að loknum ráðningum. Umsóknir geta gilt í 6 mánuði frá lokum umsóknarfrests. Laun eru samkvæmt kjarasamningi fjármálaráðuneytis og hlutaðeigandi stéttarfélags. Vakin er athygli á því að samkvæmt 28. gr. a. lögreglulaga nr. 90/1996 má engan skipa, setja eða ráða til starfa hjá lögreglu sem hefur hlotið fangelsisdóm fyrir refsiverðan verknað sem framinn var eftir að hann varð fullra 18 ára eða sýnt af sér háttsemi sem getur rýrt það traust sem starfsmenn lögreglu verða almennt að njóta. Til þess að staðreyna þetta er lögreglu heimilt að afla upplýsinga úr sakaskrá og málaskrám lögreglu. Einnig þurfa umsækjendur að uppfylla kröfur til að fá öryggisvottun á grundvelli reglugerðar nr. 959/2012. Nánari upplýsingar veita Ágústa H. Gústafsdóttir, mannauðsstjóri ríkislögreglustjóra - agustah@logreglan.is og Rannveig Þórisdóttir, sviðsstjóri þjónustusviðs - rannveig@logreglan.is - sími 444 2500. Helstu verkefni og ábyrgð • Rekstur Microsoft Windows og RedHat Enterprise Linux netþjóna. • Rekstur og viðhald á núverandi kerfum tengdum Schengen samstarfinu. • Uppsetning og rekstur á nýju landamærakerfi. • Uppsetning og rekstur á samþættingarlagi vegna Schengen samstarfsins. • Uppsetning og viðhald á vöktun á hug- og vélbúnað. • Tryggja rekstrarsamfellu alþjóðlegra kerfa í krefjandi tæknilegu umhverfi. • Tryggja öryggi í rekstri og varnir gegn árásum og óværum. • Þjónusta og aðstoð við notendur. • Samskipti og samvinna með aðildarríkjum Schengen samstarfsins. • Samskipti við birgja og þjónustuaðila. Menntunar-, reynslu- og hæfniskröfur • Menntun sem nýtist og tæknilegar vottanir. • Lágmark 3ja ára starfreynsla á sviði kerfisstjórnunar í upplýsingatækni. • Reynsla af uppsetningu, rekstri og viðhaldi á RedHat Enterprise Linux eða tengdum Linux tegundum (distribution). • Reynsla af bilanaleit og viðgerðum. • Reynsla af rekstri Windows Server. • Reynsla af service-oriented architecture. • Reynsla af TCP/IP, netkerfum, eldveggjum o.s.frv. • Reynsla af helstu öryggisráðstöfunum í rekstri upplýsingatæknikerfa. • Farsæl reynsla af teymisvinnu. • Faglegur metnaður og lausnamiðuð nálgun við úrlausn verkefna. • Góðir skipulagshæfileikar, öguð vinnubrögð og geta til að vinna sjálfstætt. • Jákvætt viðmót, lipurð og hæfni í mannlegum samskiptum. • Gott vald á íslensku og ensku, bæði í máli og ritun. RÁÐNINGARRÁÐGJÖF RANNSÓKNIR Intellecta ehf. Síðumúla 5 108 Reykjavík 511 1225 intellecta.is Intellecta er sjálfstætt þekkingarfyrirtæki stofnað árið 2000. Við vinnum með stjórnendum við að auka árangur, bæta rekstur og efla stjórnun. Ráðgjafar Intellecta hafa sterkan faglegan bakgrunn og víðtæka alþjóðlega reynslu. Þennan grunn notum við í samvinnu við viðskiptavini til að móta hugmyndir sem skipta máli og í innleiðingu lausna sem skila árangri. 8 ATVINNUBLAÐIÐ 10. júlí 2021 LAUGARDAGUR

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.