Fréttablaðið - 10.07.2021, Blaðsíða 41
Borgarplast er iðnfyrirtæki sem starfrækir hverfisteypu í Mosfellsbæ sem framleiðir fiskiker, fráveitulausnir og ýmsar
aðrar vörur. Félagið rekur einni frauðplastverksmiðju á Ásbrú sem framleiðir frauðkassa fyrir útflutning á ferskum fiski
og öðrum matvælum og frauðplast til húseinangrunar. Félagið er þekkt víða um heim fyrir vönduð og endingargóð
fiskiker. Borgarplast fagnar 50 ára afmæli sínu á árinu 2021. Aðalskrifstofa félagsins er að Völuteig 31 í Mosfellsbæ og
eru starfsmenn um 35.
Menntun og reynsla
+ Menntun á sviði verkfræði,
tæknifræði eða sambærilegu
+ Áhugi á vöru- og vinnsluþróun
+ Hæfni í mannlegum samskiptum
+ Þekking og reynsla af vélum og
framleiðslu sem nýtist í starfi
+ Þekking á sviði teikniforrita eins
og Autocad/Inventor er æskileg
+ Þekking á Microsoft Dynamics
NAV er kostur
Borgarplast leitar að öflugum starfsmanni til
að veita tæknimálum félagsins forstöðu ásamt
ýmsum tengdum verkefnum.
Helstu verkefni
+ Vinnslu- og tækniþróun fyrir hverfisteyptar vörur og frauðvörur
+ Vöruþróun á fiskikerjum, fráveitulausnum og frauðvörum
+ Ábyrgð á rekstri gæðakerfis í samræmi við ISO 9001 og 14001
+ Umsjón með öryggismálum og umbætur á því sviði
+ Umsjón með umhverfismálum og innleiðingu reglubundinna
mælikvarða á því sviði
+ Samstarf við framleiðslustjóra og fjármálastjóra varðandi
kostnaðargreiningu framleiðslu og umbætur á framleiðslukerfi
+ Stuðningur við sölu- og markaðsstarf
Umsóknir með kynningarbréfi og ferilskrá skal senda í gegnum starfsauglýsingu
Borgarplasts á vefsíðunni alfred.is. Umsóknarfrestur er til 18. júlí 2021.
Borgarplast ehf. • Völuteig 31 • 270 Mosfellsbæ
TÆKNISTJÓRI
Varmaorka óskar eftir að ráða jarðvísindamann til liðs við
ört vaxandi þróunarteymi jarðhitaverkefna.
Staðan er hluti af alþjóðlegu teymi okkar í jarðvísindum og
verkfræði í þeim tilgangi að efla jarðfræðilegan skilning.
Framhaldsnám í jarðfræði, jarðefnafræði eða skyldum
greinum skilyrði.
Sérfræðikunnátta og hagnýt reynsla æskileg með áhuga
á að leysa krefjandi hugtök og verkefni.
Þekking af utanumhaldi verkefna æskileg.
Einstaklingsbundið frumkvæði og hæfni til að leggja sitt af
mörkum, miðla til annarra, heildarsýn og árangri.
Framúrskarandi samskiptahæfni á íslensku og ensku, bæði í
töluðu – og rituðu máli, nauðsynleg.
Upplýsingar um menntun og fyrri störf sendist á Anders
Backström skrifstofustjóra (anders@varmaorka.is) fyrir
1. ágúst n.k.
Í boði er starf hjá kraftmiklu fyrirtæki sem býður upp á bjarta
starfsstöð að Katrínartúni 2, 105 Reykjavík, með metnaðar-
fullum samstarfsfélögum.
Ráðning er áætluð frá 1. september 2021 (eða fyrr).
Farið verður með fyrirspurnir sem trúnaðarmál og öllum
umsóknum svarað.
JARÐFRÆÐINGUR
VARMAORKU
Varmaorka sérhæfir sig í þróun og rekstri endurnýjanlegra
jarðhitavirkjana á Íslandi og var stofnað í byrjun árs 2017.
Við erum lítið en ört vaxandi fyrirtæki, staðsett í miðbæ Reykjavíkur.
Núverandi verkefni eru á suður – og vesturlandi en Varmaorka er
einnig hluti af alþjóðlegum hópi fyrirtækja með svæðisskrifstofur
og þróunarverkefni í Bandaríkjunum, Svíþjóð, Taívan og Japan.
www.varmaorka.is
Vinnvinn | Kringlan 7 | 103 Reykjavík
Sími 552 1212 | vinnvinn@vinnvinn.is | www.vinnvinn.is
ATVINNUBLAÐIÐ 9LAUGARDAGUR 10. júlí 2021