Fréttablaðið - 10.07.2021, Blaðsíða 62

Fréttablaðið - 10.07.2021, Blaðsíða 62
Fólk er farið að býsnast svo til eilíflega yfir því að hafa lent í einhverju misjöfnu, orðið fyrir einhverri óþægilegri upplifun, reynt eitt- hvert mótlæti á eigin skinni. Og það er ekkert óeðli-legt við það að eitt-hvað sé að. Það er miklu fremur eðlilegt. Enda er það regla lífs- ins, miklu fremur en undantekning. En umræða dagsins er engu að síður á annan veg. Fólk er farið að býsnast svo til eilíf lega yfir því að hafa lent í einhverju misjöfnu, orðið fyrir einhverri óþægilegri upplifun, reynt eitthvert mótlæti á eigin skinni. Og það er ekki annað að heyra á þessum síðari tíma manneskjum en að það megi helst ekkert vera að, allt eigi að ganga snurðulaust fyrir sig, en ella megi það teljast óheppið, hafi ratað á ein- hverja refilstigu út í botnlausa keld- una, geti ekki lengur litið glaðan dag sakir kvíðvænlegs ótta við að eitt- hvað álíka komi fyrir það aftur. En lífið er mótviðrasamt. Það er það eina örugga. Það er það eina eðlilega. Inn á milli allra litlu og stóru sigranna, svo og ógleyman- legu hamingjustundanna er hvers- dagslífið bara blanda af andróðri, barningi og mótbyr. Lífið er ekki öðruvísi.  Ef ég ætti að ráðleggja ungu fólki heilt, sem er að hefja vegferðina frá æskuheimili sínu, er það einmitt þetta, mótvindurinn er jafn sjálf- sagður og meðvindurinn.  Auðvitað hefur margt breyst. Svo sem það að torleiði og andviðri var kannski á árum áður litið öðrum og mildari augum en nú til dags. Og stóri munurinn á þessum fyrri tíma og þeim seinni er vitaskuld sá að áður höfðu menn ekki allt til alls, raunar fjarri því, en núna hafa þeir það jafnvel helst til of gott, vafðir inn í dúnmjúka bómull svo engin hætta steðji að þeim. Við höfum sem manneskjur horfið frá örbirgð til allsnægta á síðustu tveimur mannsöldrum eða svo. Og það má vera að breytingin sú arna hafi heldur linað okkur sem lifandi verur, fyllt okkur óraun- hæfum vonum um að lífið sé leikur einn, það þurfi ekkert að hafa fyrir því. Og fari svo – að allt gangi ekki eftir, sé það bæði ósanngjarnt og ranglátt – og gott ef ekki óviðráðan- legt.  Fyrir miðja síðustu öld gekk fjórtán ára faðir minn til náms úr heima- sveitinni í Trékyllisvík á Ströndum norður, yfir í Djúpavík í Reykjar- firði, gisti þar eina nótt, uns arkað var yfir Trékyllisheiðina og þaðan ofan í Goðdal og loks að síðu Stein- grímsfjarðar þar sem árabátur beið hans yfir að Hólmavík, en daginn eftir var svo rútan tekin í Reykja- skóla í Hrútafjörð. Og þetta var löng leið, á fótum, báti og bíl, nokkrum sinnum á vetri fram á vor – og hryssingsveðrið ekkert endilega mönnum bjóðandi, hvað þá börnum. En það var ekki um annað að ræða. Menn gengu til náms.  Og fimmtán ára fór tengdafaðir minn að heiman. Litlu eftir miðja síðustu öld. Mamma hans, harð- dugleg verkakonan í Bolungarvík – og pabbinn, úrræðagóður sjómaður, voru þá búin að koma tíu börnum á legg í lélegum húsakosti niðri á fjörubakkanum í sjóplássinu. Það var ekki í boði að hanga leng- ur heima í pilsfaldinum hjá mömmu sinni. Á þessum tíma merkti ferm- ingin að fólk væri komið í fullorð- inna manna tölu. Og ætti að sjá fyrir sér sjálft. Svo hann fór suður. Byrjaði sem búðarstrákur. Leigði herbergi. Og lærði svo iðn sína. Ekkert var sjálf- sagðara.  Í tilviki táningsstúlknanna um miðja síðustu öld stóð framhalds- námið sjaldnast til boða. Kannski gagnfræðapróf, en á stúdentsmynd- unum mátti jafnan sjá eina konu í allstórum hópi karla, en sú hafði verið valin til náms vegna ótví- ræðra mannkosta og vitsmuna, fram yfir systurnar sem sátu eftir heima, en fengu kannski inni í hús- mæðraskóla, einn vetur, ef þær voru heppnar og einhver farareyrir var til í búinu. Mamma var húsmóðir sem fékk vinnu á skrifstofu þegar um hægðist í barnauppeldinu. Tengdamamma var verslunarskólagengin banka- mær sem gat unnið að mestu úti af því amma barnanna hennar gat gætt þeirra yfir daginn. Svona var þetta. Og engir leik- skólar. Og fyrstu einbýlishúsin með hurðalausum herbergjum svo árum skipti og enginn léttaleikur að klifra bráðabirgðastigann upp á efri hæð- ina, óteppalagða. Það þurfti að eiga fyrir hlutunum.  Og sími var ekki sjálfsagður hlutur. Fastlínusíminn. Það minnir á tímann þegar við krakkarnir fórum í skíðaferða- lögin út í Ólafsfjörð og Siglufjörð á veturna. Vegirnir voru ekki ruddir á meðan eitthvað snjóaði. Það tók því ekki. Snjóatímabilið á áttunda áratug síðustu aldar var þeirrar náttúru. Maður var sendur út í götu með skíðastafi til að merkja fyrir bílum undir mannhæðarhárri fann- breiðunni. Því var farið með strandferða- bátnum Drangi út Ey jaf jörð- inn í öldugnauði hafrótsins. Og ef hann komst ekki til hafnar eftir skíðamótið sakir rosa og ylgju úti fyrir f jarðarmynninu sátum við bara eftir í skíðaskál- anum, eina nóttina enn, innlyksa og veðurteppt, sem þótti fremur hversdagslegt í þá daga. Og heima sátu foreldrarnir og gátu sér þess til að ófært væri, fyrst við skiluðum okkur ekki á tilsettum tíma.  Erfiðleikarnir móta okkur. Þeir gera okkur að því fólki sem við erum og verðum. Og lífsreynsla er eftir- sóknarverð, þótt hún geti verið sár á köflum. Galdurinn er að gera ráð fyrir henni. Og þar kemur auðmýktin til sög- unnar, að taka hverjum degi eins og hann er fremur en að svekkja sig yfir því að hann hefði getað verið betri og bjartari en raunin varð. Það getur ekki talist vera beinlínis óréttvísi – og kalli hreinlega á bætur – að allt fari ekki á vænsta veg. Við missum margt um ævina, tækifærin, vinnuna, jafnvel börnin okkar – og fjöldann allan af ástvin- um. Það er bara svo. En við fáum líka margt, svo ótal margt – og kannski er mest um vert að öðlast lífsskiln- inginn. Að kannast sem best við sig sem manneskju sem er jafn máttug og hún er mistakagjörn. n Það má eitthvað vera að ÚT FYRIR KASSANN FRÉTTABLAÐIÐ Höfundur er sjónvarpsstjóri Hringbrautar, sem rekin er af Torgi, sem jafn- framt gefur út Fréttablaðið. Sigmundur Ernir Rúnarsson ser@hringbraut.is 10. júlí 2021 LAUGARDAGUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.