Fréttablaðið - 10.07.2021, Page 74
stod2.is
Kvikmyndin Dýrið, sem er
frumraun leikstjórans Valdi-
mars Jóhannssonar, er nú
þegar orðin ein mest umtal-
aða myndin á kvikmyndahá-
tíðinni í Cannes, þar sem hún
keppir í flokknum Un Certain
Regard og þykir svo líkleg til
stórræða að bransabiblíurnar
Variety og The Hollywood
Reporter hvetja fólk til þess
að láta hana alls ekki fram hjá
sér fara.
Íslenskættaða kvikmyndin Dýrið,
eða Lamb, verður frumsýnd á kvik-
myndahátíðinni í Cannes á þriðju-
daginn. Hún keppir í f lokknum
Un Certain Regard og hefur þegar
fengið mikla og gríðarlega jákvæða
athygli á hátíðinni.
Segja má að Dýrið sé eiginlega
íslenskur heimilisiðnaður og fjöl-
skylduverkefni, þar sem auk þess
að leikstýra skrifaði Valdimar hand-
ritið ásamt Sjón, og eiginkona hans,
Hrönn Kristindóttir, og stjúpdóttir,
Sara Nassim, framleiða myndina
undir merkjum framleiðslufyrir-
tækisins Go to Sheep.
Óvenjulegt drama
Þær mæðgur eru einmitt í brenni-
depli hjá bransabiblíunni Variety,
sem flokkar þær með framleiðend-
um í fremstu víglínu þetta árið og
segir þær hafa hitt í mark með Lamb
sem er lýst sem „óvenjulegu drama“.
The Hollywood Reporter eys
Lamb einnig lofi og telur hana
upp með nokkrum fjölda mynda á
Cannes sem þykja líklegar til þess
að blanda sér í kapphlaupið um
Óskarsverðlaunin með vísan til
þess að Un Certain Regard f leyta
oft myndum í þann slag.
Blaðið mælir með því að í ár hafi
fólk auga á „nýliðanum“ Valdimar
Jóhannssyni frá Íslandi og Lamb
sem státi af Noomi Rapace „sem
helmingi pars sem tekur að sér barn
sem er hálfmennskt og hálft lamb.“
Hættuleg hamingja
Myndin segir frá sauðfjárbændun-
um Maríu, sem sænska stórstjarnan
Noomi Rapace leikur, og Ingvari,
sem Hilmir Snær Guðnason leikur.
Þau búa í fögrum en afskekktum dal
og þegar dularfull vera kemur þar í
heiminn ákveða þau að halda henni
og ala upp sem sitt eigið afkvæmi.
Vonin um nýja fjölskyldu færir
þeim mikla hamingju um stund,
en þessi ákvörðun þeirra á eftir
að hafa afdrifaríkar og skelfilegar
afleiðingar.
Lambið þagnar ekki í Cannes
Noomi Rapace
er komin til Ís-
lands í Dýrinu.
MYND/LILJA JÓNS
Valdimar Jóhannsson kemur sterkur inn með Dýrinu. MYND/BJARNI EIRÍKSSON
Noomi Rapace og Hilmir Snær í hlutverkum sínum í Dýrinu. MYND/GO TO SHEEP
Þórarinn
Þórarinsson
thorarinn
@frettabladid.is
Björn Hlynur Haraldsson fer
einnig með hlutverk í Lambinu,
sem er eyrnamerkt Íslandi, Svíþjóð
og Póllandi. Myndin var öll tekin
upp á Íslandi og verður frumsýnd
hér í septemberbyrjun. Noomi
Rapace kemur síðan sjálf með enn
eina Íslandstenginguna, en hún
bjó hérna þegar hún var fimm til
átta ára. Þá réðist framtíð hennar
á Íslandi þegar hún lék barnung í
sinni fyrstu kvikmynd, Í skugga
hrafnsins.
Þið verðið að horfa!
The Playlist gerir heillandi stiklu úr
Dýrinu að umtalsefni á vef sínum,
þar sem myndin er sögð ein sú mest
umtalaða á Cannes þetta árið. „Og ef
þið þurfið frekari ástæðu til þess að
vera spennt fyrir þessu nýja drama,
berjið þá nýja sýnishornið úr mynd-
inni augum,“ segir The Play list og
bætir við að stiklan sé löðrandi í
stemningu og andrúmslofti sem
staðfesti að Lamb er „must-see“ á
Cannes í ár.
The Playlist rennir síðan styrkum
stoðum undir þessa yfirlýsingu með
því að benda á að myndin standi
vel undir öllu jákvæða umtalinu,
þar sem bandaríska fyrirtækið A24
virðist þegar hafa tryggt sér dreif-
ingarréttinn á myndinni í Banda-
ríkjunum. ■
Ef þið
þurfið
frekari
ástæðu til
þess að
vera
spennt
fyrir þessu
nýja
drama,
berjið þá
nýja sýnis-
hornið úr
myndinni
augum.
The Playlist.
42 Lífið 10. júlí 2021 LAUGARDAGURFRÉTTABLAÐIÐLÍFIÐ FRÉTTABLAÐIÐ 10. júlí 2021 LAUGARDAGUR