Fréttablaðið - 11.09.2021, Blaðsíða 28

Fréttablaðið - 11.09.2021, Blaðsíða 28
Ég náði honum næstum og hefði getað drepið hann. Bill Clinton um Bin Laden George H. Bush ávarpar bandarísku þjóðina að kvöldi 11. september 2001. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY Sádí-Arabinn Osama Bin Laden hafði lengi verið á ratsjá heimsbyggðarinnar þegar hann og hryðjuverka- samtökin Al-Kaída gerðu árás á Bandaríkin þann 11. sept- ember árið 2001. Interpol gaf út handtökuskipun á Bin Laden í mars árið 1998 fyrir morðið á Silvian Becker og Veru eiginkonu hans í Líbýu árið 1994. Kviðdómur í Bandaríkjunum gaf einnig út ákæru gegn honum árið 1998, fyrir hryðjuverkaárásirnar á sendiráð Bandaríkjanna í Keníu og Tansaníu sama ár, en yfir tvö hundruð manns létu lífið í þeim árásum. Bin Laden lýsti fyrst yfir stríði gegn Bandaríkjunum árið 1996, eftir að fyrrverandi forseti Banda- ríkjanna, George H. W. Bush, hafði svikið loforð sitt um að allt banda- rískt herlið myndi yfirgefa Sádí- Arabíu árið 1990. Eða þegar búið væri að ná tökum á ógninni sem stafaði af Írak, að mati Bandaríkj- anna. Árið 1996 voru bandarískir hermenn enn í landinu og leit Bin Laden þannig á að Bandaríkin, með stuðningi frá Ísrael, væru að reyna gera Sádí-Arabíu að nýlendu. Lýsti yfir stríði í dagblaði Árið 1998 birti Bin Laden svokallað „fatwā“ gegn Bandaríkjunum í dag- blaðinu Al-Quads Al-Arabi sem gefið er út í London. Þar lýsti hann yfir stríði gegn Bandaríkjunum vegna landtöku herliðsins á „tveim- ur heilögum stöðum“ í Sádí-Arabíu, Mekka og Medina. Bill Clinton var forseti Banda- ríkjanna á þessum tíma, en í kjölfar hryðjuverkaárásanna á sendiráðin í Afríku sendi Bandaríkjaher stýri- flaugar á valda staði í Afganistan og Súdan, þar sem Bin Laden var talinn halda sig. Föstudaginn 4. desember 1998 fékk Clinton af henta skýrslu frá leyniþjónustunni (CIA) sem sagði með skýrum hætti að Bin Laden væri að undirbúa árás, en efnislína skýrslunnar var: „Bin Ladin Prepar- ing to Hijack US Aircraft and Other Attacks.“ Í skýrslunni var sérstaklega talað um árás á New York-borg og í kjöl- farið setti Richard Clarke, formaður nefndar gegn hryðjuverkum hjá utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna (Counter-terrorism Security Group), alla f lugvelli í New York á hæsta öryggisstig. Í sögufrægu viðtali Bills Clinton á Fox News árið 2006, þegar Chris Wallace reyndi að klína klúðri öryggisstofnana í aðdraganda árásanna á Clinton, sagði Clinton að enginn forseti Bandaríkjanna hefði gert meira en hann til að reyna að fá Bin Laden líflátinn. Í viðtalinu vitnaði Wallace í bók- ina The Looming Tower, sem Law- rence Wright hlaut Pulitzer-verð- laun fyrir. Í bókinni er Bin Laden sagður hafa tvíeflst eftir veik við- brögð Bandaríkjahers vegna hryðju- verkanna á sendiráðin í Afríku. Wal- lace spurði Clinton af hverju hann gerði ekki meira til að koma Bin Laden fyrir kattarnef og gekkst Clin- ton við því að hafa ekki gert nóg, þar sem hann náði honum ekki. „En ég að minnsta kosti reyndi,“ sagði Clinton og benti á að ríkis- stjórn George W. Bush, sem tók við af Clinton, fékk átta mánuði til að reyna að ná Bin Laden, en reyndi það ekki einu sinni. „Ég gerði alla vega tilraun og mistókst og þegar mér mistókst þá skildi ég eftir ítar- lega áætlun gegn hryðjuverkum og hæfasta manninn í verkefnið, Dick (Richard) Clarke. Og hvað gerði Bush? Hann lækkaði hann í tign,“ sagði Clinton. Titill bókarinnar sem Wallace vitnaði í er ekki bara vísun í tvíbura- turnana heldur er „looming tower“ eða „lofty towers“ tekið úr kóranin- um, 4:78. Samkvæmt Wright vitnaði Bin Laden í versið í brúðkaupsræðu skömmu fyrir árásirnar: „Hvar sem Dauðinn mun finna þig, jafnvel þótt þú sért í himinháum turni Magnús Heimir Jónasson mhj @frettabladid.is þú ert, mun dauðinn finna þig, jafn- vel þótt þú sért í himinháum turni.“ Þá væri ég ekkert betri en hann Nokkrum klukkutímum áður en fyrsta farþegaþotan f laug inn í norðurturninn 11. september var Bill Clinton, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, á viðskiptafundi í Mel bourne í Ástralíu að ræða um hryðjuverkaógnina sem steðjaði að Bandaríkjunum. Á hljóðupp- töku af fundinum, sem ABC News birti árið 2014, heyrðist í Clinton tala um að hann hefði næstum því verið búinn að drepa Bin Laden einu sinni. „Ég náði honum næst- um og hefði getað drepið hann. En ég hefði þurft að sprengja upp lítinn bæ sem heitir Kandahar í Afganistan og drepa 300 saklausa borgara í leiðinni og þá væri ég ekk- ert betri en hann, svo ég gerði það ekki,“ sagði Clinton í upptöku sem Michale Kroger, fyrrum formaður Frjálslynda f lokksins í Ástralíu, tók upp og var fyrst spiluð á Sky News í Ástralíu. Nokkrum tímum eftir að Clinton lét orðin falla var ráðist á Bandaríkin. Bin Laden á topp tíu listann Í júní 1999 setti alríkislögreglan í Bandaríkjunum Bin Laden á lista yfir tíu eftirsóttustu glæpa- menn heims. Í desember 1999 fór Bin Laden í viðtal hjá pakistanska blaðamanninum Rahimullah þar sem hann sagði veru Bandaríkja- hers nálægt Mekka vera ögrun við alla múslima. Nákvæmlega níu mánuðum fyrir árásirnar, þann 11. desember árið 2000, stöðvaði hæstiréttur Banda- ríkjanna endurtalningu í Flórída- fylki og lýsti því yfir að George H. Bush væri réttkjörinn forseti lands- ins. Bush tók svo við sem forseti Bandaríkjanna og Dick Cheney sem varaforseti í janúar 2001. Á meðan Bush eldri tók við for- setaembættinu hokinn af reynslu í utanríkismálum, var sonur hans algjör andstæða. Bush yngri var áhugalaus um utanríkismál og hafði takmarkað ferðast. Hann hafði byggt framboð sitt að mestu leyti á breyt- ingum á innanríkismálum, sér í lagi menntakerfinu, skattalækkunum og skuldalækkun. Bush skipaði Donald Rums- feld, fyrrum varnarmálaráðherra Geralds Ford og læriföður Dicks Cheney, sem varnarmálaráðherra. Hann gerði síðan Paul Wolfowitz að aðstoðarvarnarmálaráðherra. Wolfowitz og Rumsfeld voru báðir með sterka sýn á utanríkis- og varn- armál. Báðir nýfrjálshyggjumenn sem treystu hernaðarvaldi frekar en ríkiserindrekstri. Togstreita tveggja embætta Sem mögulegt mótvægi við Rums- feld, Wolfowitz og Cheney, skipaði Bush Condoleezzu Rice sem þjóðar- öryggisráðgjafa og hershöfðingjann Colin Powell sem utanríkisráð- herra. Powell var gríðarlega vinsæll hjá bandarísku þjóðinni á þessum tíma, en hann hafði einnig verið einn traustasti ráðgjafi Bush eldri í varnarmálum. Togstreita þessara tveggja emb- ætta átti eftir að leika Bandaríkin grátt, en á pappírum litu þetta út fyrir að vera öf lugir ráðgjafar og ráðherrar. Í viðtali við PBS árið 2020 sagði Joshua Bolten, aðstoðarstarfs- mannastjóri Hvíta hússins í stjórn- artíð Bush, að hann hefði ekki valið andstæðinga í utanríkismálum til að skapa togstreitu, heldur vildi hann öf luga einstaklinga með sterkar skoðanir sem ráðgjafa. Að mati sagnfræðingsins Timothy Naftali þurfti forsetinn aftur á móti sjálfur að hafa skoðanir á hlutunum svo slíkt gengi upp. Allt lék í lyndi fyrstu átta mánuði forsetatíðar Bush. Hann gat ein- beitt sér að innanríkismálunum og kom 1,3 billjón dala skattalækkun (1,3 trillion USD) í gegnum þingið í maí 2001. Hann fékk þingmann demókrata frá Massachus etts, Ted Kennedy, til að vinna með sér að umfangsmiklum breytingum á menntakerfinu og á meðan áfram- hald var á hagvexti, voru öll skilyrði fyrir skuldalækkun. Bush í mánaðarfrí Í ágúst fagnaði Bush „sex mánuðum af árangri“ (að eigin sögn) og fór í mánaðarfrí. Lengsta frí sem forseti Bandaríkjanna hefur tekið sér síðan Richard Nixon var við völd. Á meðan Bush var í fríi fékk hann daglegar skýrslur um öryggismál Bandaríkjanna. Þann 6. ágúst var honum afhent skýrsla sem var ekki ósvipuð þeirri sem Clinton hafði fengið, en efnislínan nú var: „Bin Ladin Determined to Strike in US“. Þjóðaröryggisstofnanir Banda- ríkjanna höfðu í raun sagt Bush frá ógninni sem stafaði af Al-Kaída frá því janúar. En hryðjuverka- hópurinn hafði hreiðrað vel um sig í Afganistan eftir að talíbanar tóku völdin í blóðugri borgarastyrjöld fimm árum áður. Fyrrnefndur Richard Clarke hefur látið hafa eftir sér í viðtölum að öryggisstofnanir Bandaríkjanna hafi verið órólegar allt sumarið 2001, en upphaflega var talið að Bin Laden myndi gera árás á þjóðhátíð- ardegi Bandaríkjanna, 4. júlí. Þegar þjóðhátíðardagurinn leið og ekkert gerðist, sagði Clarke að hann hefði fengið á tilfinninguna að ráðherrar í ríkisstjórn Bush teldu að upplýs- ingarnar frá öryggisstofnununum væru rangar. Fyrrnefndur Naftali sagði að nýfrjálshyggjuarmur ríkisstjórnar- innar hefði ómögulega getað náð utan um þá hugmynd að heims- veldi eins og Bandaríkjunum stafaði hætta af fámennum hópi hryðju- verkamanna í fjöllum Afganistan. Þessi kaldastríðshugsunarháttur, þar sem önnur heimsveldi voru óvinurinn, átti eftir að leika þá grátt. Ellefti september Að morgni þriðjudagsins 11. sept- ember 2001 rændu nítján hryðju- verkamenn Al-Kaída, f lest allir frá Sádi-Arabíu, fjórum farþegaf lug- vélum. Tveimur var f logið á sinn hvorn Tvíburaturninn, einni var f logið inn í byggingu varnarmála- ráðuneytisins en sú fjórða hrapaði áður en hún náði áfangastað. Dick Cheney var á þessum tíma staddur í Hvíta húsinu og vísaði leyniþjónustan honum samstundis niður í öruggt rými neðanjarðar. Á meðan varaforsetinn beið eftir öruggri leið til samskipta gat hann lítið annað gert en að fylgjast með fréttum. Hann og Condoleezza Rice horfðu því saman á suðurturninn hrynja. 28 Helgin 11. september 2021 LAUGARDAGURFRÉTTABLAÐIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.