Fréttablaðið - 11.09.2021, Page 88

Fréttablaðið - 11.09.2021, Page 88
Flest af því sem stendur eftir frá miðöldum eru verk karla, en verk kvenna, klæði og útsaum- ur, voru forgengilegri og varðveittust síður. Bayeux-refillinn er eitt merkasta listaverk miðaldanna og í brenni- depli í erindi Reynis Tómasar Geirssonar í Landnámssetrinu. arnartomas@frettabladid.is Reynir Tómas Geirsson hefur undan- farna mánuði frætt gesti á Landnáms- setrinu í Borgarnesi um Bayeux-refilinn, nær þúsund ára gamalt útsaumsverk, með leynda þræði inn í íslenska sögu og bókmenntir. Í dag flytur hann erindið í síðasta skipti í bili þótt hann segi koma til greina að gera það aftur næsta vor. „Að sauma sögurefla er skrautaðferð frá víkingatímanum,“ segir Reynir. „Vík- ingahöfðingjar geymdu svona mynd- skreytt verk í skálum sínum, sennilega af goðum og fornum köppum. Eftir kristnitöku fóru svipuð útsaumsverk með kristilegu myndefni inn í kirkjur, – til dæmis átti Hóladómkirkja marga langa og fagra refla og altarisklæði sem höfð voru í kirkjunni.“ Saumað var með ullargarni, sem var litað með jurtalitum, á ljósan bakgrunns- dúk úr líni. Notuð var sérstök aðferð sem heitir refilsaumur. Á myndverkinu sem er geymt í Bayeux, sem er borg í Normandí í Norðvestur Frakklandi, er sögð sagan af því hvernig Normannar, afkomendur víkinga, unnu England af Engilsöxum og Dönum í mikilli orrustu við bæinn Hast- ings á suðurströnd Englands árið 1066. Eins konar áróðursplagg þess tíma, til að réttlæta innrásina. Refillinn í Bayeux er rúmlega 70 metra langur. „Björn Th. Björnsson list- fræðingur sagði að þetta væri eitthvað mest heillandi myndlistarverk sem til er frá þessum tíma, og eitt af fáum verkum sem vitað er til að konur hafi unnið en ekki karlar,“ segir Reynir. „Karlar reistu byggingar, hjuggu í stein, gerðu vefnað og máluðu myndir, skrifuðu bækur, unnu með gull og silfur. Flest af því sem stendur eftir frá miðöldum eru verk karla, en verk kvenna, klæði og útsaumur, voru forgengilegri og varð- veittust síður. En þar á meðal er þessi einstaki refill og íslensk altarisklæði sem voru gerð með sömu aðferð og enn eru til frá miðöldum. Þau eru alls um átján og þar af eru um fimmtán hér í Þjóðminjasafninu.“ Þá bendir Reynir á að hópur kvenna á Hvolsvelli hafi unnið að svipuðum stranga upp úr Njálssögu. Því verki lauk í fyrra og nú á að setja Njálurefilinn upp til sýningar þar. Á Blönduósi eru konur einnig að sauma Vatnsdæla sögu með sömu aðferð. Viðgerð og lán til Bretlands Refillinn er meðal helstu þjóðargersema Frakka. Fyrir nokkrum árum lofaði Mac- ron Frakklandsforseti að refillinn skyldi lánaður til Englands til að sýna hann á safni í London, en ekki hefur orðið úr því enn. „Borgarstjóri Bayeux sagði nýlega að refillinn væri í svo viðkvæmu ástandi að það yrði vafasamt að f lytja hann,“ segir hann. „Ef það yrði gert þá yrði að gera mjög vandlega við hann og Bretar þyrftu að standa fyrir því og borga við- gerðina. Hugmyndin er að byggja yfir hann nýtt safn á meðan hann er í láni, ef af verður. Hann hefur síðustu 30 árin eða svo verið geymdur í gömlum mennta- skóla í Bayeux sem er kannski ekki besti staðurinn fyrir svona dýrgrip.“ Eins og áður kom fram er erindið um refilinn í dag sennilega það síðasta í bili en hægt er að fá miða á tix.is. n Fræðir gesti um fagra refla Reynir segir tímabært að refillinn fái undir sig safn sem verkinu sæmir. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI Bayeux refillinn lýsir sigri Normanna í orrustunni við Hastings. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY 1945 Knattspyrnumaðurinn Franz Beckenbauer fæddur. 1967 Síldarleitarskipið Árni Friðriksson kemur til lands- ins. Það er nefnt eftir Árna Friðrikssyni (1898-1966), sem stundaði rannsóknir á síld og þorski við Ísland. 1973 Herinn, undir forystu Augustos Pinochets her- foringja, rænir völdum í Chile, með leynilegum stuðningi Bandaríkjanna. 1976 Farþegaþota frá TWA, sem hafði verið rænt, hefur viðkomu á Keflavíkurflugvelli til að taka eldsneyti. Eftir tveggja stunda viðdvöl heldur hún frá Keflavík til Parísar þar sem ræningjarnir gefast upp. 2001 Al-Kaída rænir fjórum farþegaþotum og flýgur á byggingar í New York og Virginíu. 2.973 láta lífið. Merkisatburðir Auðbrekku 1, Kópavogi Sverrir Einarsson Jóhanna Eiríksdóttir síðan 1996 Símar allan sólarhringinn: 581 3300 & 896 8242 www.utforin.is Komum heim til aðstandenda og ræðum skipulag útfarar ef óskað er ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS www.utfararstofa.is • Símar: 565 5892 & 896 8242 ÚTFARARSTOFA HAFNARFJARÐAR ALÚÐ • VIRÐING • TRAUST • REYNSLA Vesturhlíð 2 | Fossvogi | s. 551 1266 | utfor@utfor.is | utfor.is VIÐ ÞJÓNUM ALLAN SÓLARHRINGINN Útfararþjónusta í yfir 70 ár Sigurður Bjarni Jónsson útfararstjóriMagnús Sævar Magnússon útfararstjóri Guðmundur Baldvinsson útfararstjóri Jón G. Bjarnason útfararstjóri Innilegar þakkir fyrir samúð og vinarhug við andlát og útför ástkærrar móður okkar, tengdamóður, ömmu, langömmu og langalangömmu, Guðrúnar Þórðardóttur Miðleiti 7, Reykjavík. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki á hjúkrunarheimilinu Grund, fyrir góða umönnun. Gunnar Helgi Guðmundsson Ragnheiður Narfadóttir Björn Guðmundsson Margrét Héðinsdóttir Guðmundur Þórður Fjóla Ósland Hermannsdóttir Guðmundsson barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabarn. Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, Gunnar Ólafsson Hvassaleiti 117, lést á Landspítalanum í Fossvogi þann 3. september. Útförin fer fram frá Fríkirkjunni í Reykjavík þann 17. september kl. 13.00 Elísabet Ólafsdóttir Ari Ó. Gunnarsson Erla Á. Gunnarsdóttir Árni Hermannsson Elísabet, Gunnar, Auður Sandra og barnabarnabörn. Innilegar þakkir til allra sem auðsýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför eiginkonu, móður, ömmu, systur og mágkonu, Sigríðar Halldórsdóttur Steinaseli 7. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki krabbameinsdeildar 11E á Landspítalanum fyrir einstaka alúð og umhyggju. Gylfi Þorkelsson Ásta Heiðrún Gylfadóttir Emma Sigríður Sverrisdóttir Gylfi Sverrisson Valgerður Halldórsdóttir Helgi H. Steingrímsson Óli Friðgeir Halldórsson María Björk Daðadóttir Til að birta andláts-, útfarar- eða þakkartilkynningar í Fréttablaðinu þarf að senda tölvupóst á timamot@frettabladid.is eða hringja í síma 550 5055 . 36 Tímamót 11. september 2021 LAUGARDAGURFRÉTTABLAÐIÐTÍMAMÓT FRÉTTABLAÐIÐ 11. september 2021 LAUGARDAGUR
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.