Fréttablaðið - 11.09.2021, Side 73

Fréttablaðið - 11.09.2021, Side 73
Helga Sigurbjörnsdóttir útskrifaðist sem rafvirki frá Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra árið 2013 fyrst allra stelpna frá þeim skóla. Hún starfar núna hjá RARIK og segir starfið fjölbreytt og mjög skemmtilegt. Helga segist alla tíð hafa stefnt á verknám en foreldrar hennar eru báðir iðnmenntaðir. Pabbi hennar er bifvélavirki og mamma hennar hárgreiðslumeistari. Hún ákvað að prófa rafvirkjun og heillaðist af náminu. „Ég vissi bara að ég átti aldrei að fara í smíði því ég kunni ekki að nota hamar og pabbi er að kenna í vélstjóranáminu svo mig langaði ekki að fara þangað,“ segir Helga og hlær. Að námi loknu byrjaði Helga að vinna hjá Tengli og vann þar til ársins 2016 þegar hún flutti sig yfir í RARIK. „Þetta eru gjörólík störf. Hjá Tengli var ég að vinna við lág- spennu en hitt er allt meira og minna háspenna. Lágspennan er meira að leggja fyrir ljósum innan- húss og þannig. Háspennan er til dæmis að leggja strengi í jörð, setja upp spennistöðvar og fara upp í staura og línuvinnu. Það er það sem ég er að gera núna,“ segir hún. Helga segir vinnuna vera það skemmtilegasta sem hún hefur gert og hún hlakkar til að fara í vinnuna alla daga. „Ég finn ekkert við vinnuna sem mér finnst leiðinlegt. Maður er kannski að gera sama hlutinn aftur og aftur en þú ert aldrei á sama stað. Ég hef verið að vinna um allt land, mest á mínu svæði en hef verið í úthaldi á Austur- landi og Norðurlandi eystra. Maður ferðast mjög mikið í vinnunni,“ segir hún. Vel launað starf Helga er vön því að vera eina konan í vinnunni en segir að þeim sé þó eitthvað að fjölga. „Ég er eina konan í vinnuflokki á Norðurlandi vestra, en við erum orðnar fjórar í vinnuflokknum um landið. Það er ein á Vestur- landi og tvær á Suðurlandi. Það hafa líka verið nokkrar sumar- stelpur hér og þar um landið en ég var sú fyrsta sem var fastráðin,“ segir hún. Helga var fyrsta stelpan sem útskrifaðist sem rafvirki frá FNV og hún mælir hiklaust með náminu. „Þetta er svo góður grunnur fyrir svo margt. Þegar þú ert komin með sveinspróf sem rafvirki þá opnast svo margir möguleikar á öðru námi, eins og tæknifræði, iðntækni eða raf- magnsverkfræði. Þú þarft ekkert að vera rafvirki og vera að skipta um ljósaperu alla daga. Þú getur alveg verið rafvirki sem fer svo í áframhaldandi nám og fer að teikna upp raflagnir í húsin. Þetta býður upp á svo marga möguleika. Svo er þetta bara mjög vel launað starf, að vera rafvirki,“ segir hún. „Það er líka nóg af störfum í boði. Þetta er ekki eitthvað sem er að fara að deyja út eins og til dæmis margar færibandavinnur. Þetta er eitthvað sem við þurfum alltaf á að halda og það er bara að aukast ef eitthvað er.“ ■ Hlakkar til að mæta í vinnuna alla daga Helga segist alla tíð hafa stefnt á iðnnám og sér ekki eftir að hafa valið raf- virkjun. MYND/DAVÍÐ MÁR SIGURÐSSON Þetta býður upp á svo marga mögu- leika. Svo er þetta bara mjög vel launað starf, að vera rafvirki. Helga Sigurbjörnsdóttir J. Snæfríður Einarsdóttir útskrifaðist sem vélfræð- ingur frá Verkmenntaskól- anum á Akureyri árið 2003. Síðan þá hefur hún unnið við fjölbreytt störf í faginu sem hún segir öll hafa verið skemmtileg. Snæfríður eins og hún er kölluð fór ung á sjó með frænda sínum og þá kviknaði áhuginn. „Ég var 15 að verða 16 ára og hugsaði, þetta er eitthvað. Það er geggjað að vera á sjónum. Svo ég ákvað að það væri annað hvort að hrökkva eða stökkva og prufa námið. Ég varð ekki fyrir von- brigðum. Námið kom mér á óvart. Það var virkilega skemmtilegt og gagnlegt,“ segir hún og bætir við að það hafi ekki verið margar stelpur í náminu þegar hún byrjaði árið 1996, tvær til þrjár á önn en oft var hún eina stelpan. Starf vélfræðinga einskorðast ekki bara við sjóinn en Snæfríður hefur unnið við fagið bæði á sjó og landi. Henni líkaði mjög vel að vinna úti á sjó en ákvað að leita að vinnu á landi eftir að hún eignaðist börn. „Með skólanum byrjaði ég að vinna sem háseti og vélstjóri á sjó. Ég tók eitt ár í frí í miðju námi og var þá að vinna sem deildarstjóri rekstrar hjá Ratsjárstofnun uppi á Gunnólfsvíkurfjalli. Eftir skólann var ég á samningi hjá Samherja og kláraði vélvirkjunina. Seinna vann ég hjá Vinnueftirliti ríkisins á Akureyri sem eftirlitsmaður í vinnuvéladeildinni. Eftir það vann ég svo sem stöðvarvörður í Laxár- virkjun. Þetta eru fjölbreytt og ólík störf,“ segir hún. Það eru í raun vélstjórar úti um allt. Þeir hafa mjög víða þekkingu. Þeir vinna mikið við fyrirbyggj- andi viðhald, geta verið í smiðjum að vinna við smíði og hönnun. Þeir eru í framleiðslufyrirtækjum, frystihúsum, í lyftubransanum að þjónusta til dæmis fólkslyftur og svo auðvitað á sjónum að sjá um vélbúnaðinn þar.“ Vélstjórar vinna ólík störf Snæfríður segir störf vélstjóra geta verið ólík, þau geta verið allt frá því að framleiða vélhluta í fiskvinnslu- vélar, setja upp kælikerfi, vera með búrekstur, en vélstjórn er frábært nám fyrir bændur sem þurfa að geta bjargað sér, vinna í álverum, virkjunum, mjólkurframleiðslu, kjöt- og fiskvinnslum. „Þetta eru fjölbreytt störf og hægt að sérhæfa sig á ýmsum sviðum. Möguleikarnir er mjög margir. Það myndi ekkert virka ef það væru ekki til vélstjórar. Ekkert af þeim störfum sem ég hef unnið sem vélfræðingur hefur mér fundist leiðinlegt. Þetta fer í reynslubankann og ég myndi tví- mælalaust mæla með þessu námi fyrir alla,“ segir hún. Snæfríður settist aftur á skóla- bekk árið 2011 og lærði sálfræði í Háskólanum á Akureyri og fór í framhaldi af því í nám í stjórnun og stefnumótun í Reykjavík sem hún lauk árið 2016. Í dag starfar hún sem ráðgjafi hjá HSE Consulting. „Ég er að fara inn í fyrirtæki og veiti ráðgjöf og aðstoð varðandi stefnumótun, sjálfbærni, gæða-, öryggis- og umhverfismál og við- hald vottana, til dæmis ISO9001, 14001 og 45001. Reynsla mín af störfum sem vélfræðingur hefur nýst mér mjög vel í núverandi starfi. Þegar maður er að koma inn í fyrir- tæki er maður illa svikinn ef það er ekki einn vélstjóri að vinna þar.“ ■ Ekkert myndi virka án vélstjóra Snæfríður hefur unnið fjölbreytt störf á landi og sjó en sinnir núna ráðgjöf. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK Þegar maður er að koma inn í fyrir- tæki er maður illa svik- inn ef það er ekki einn vélstjóri að vinna þar. J. Snæfríður Einarsdóttir kynningarblað 5LAUGARDAGUR 11. september 2021 STELPUR OG VERKNÁM
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.