Fréttablaðið - 11.09.2021, Side 108

Fréttablaðið - 11.09.2021, Side 108
Forkaupsréttur á gæsahúð Gæsahúð hríslaðist um ABBA- aðdáendur þegar fyrsta breiðskífa sveitarinnar í 40 ár var boðuð. „Það bara kemur ekkert annað til greina,“ sagði ABBA-drottningin Jóhanna Vigdís, um fyrirhuguð kaup sín á Voyager í forsölu. Frelsisóður Siggu Guðna Ári eftir að Covid kom í veg fyrir útgáfutónleika plötunnar Don’t cry for me fylgir Sigga Guðna henni nú úr hlaði í Bæjarbíói næsta laugardagskvöld. Þar mun hún einnig syngja lagið Freedom sem gerði hana fræga með Jet Black Joe. S03 E01 Fyrsti þáttur þriðju seríu þáttanna Sir Arnar Gauta fór í loftið á Hring- braut. Hann segir helstu forrétt- indin við gerð þáttanna vera að fá að hitta allt það skapandi fólk sem orðið hefur á vegi hans við gerð þeirra. Þrjú lög og Berlín Lagið Ég og þú er það þriðja sem Þórdís Petra gefur út í sumar og það síðasta áður en hún heldur til Berlínar í þriggja ára nám, með góð ráð frá mömmu sinni og ömmu, söngkonunum Heru Björk og Hjör- dísi Geirsdóttur, í veganesti. AUGLÝSINGADEILDIR – AUGLÝSINGASTJÓRI: Gústaf Bjarnason gustaf@torg.is, ALMENNAR AUGLÝSINGAR: SÍMI 550 5050: Auður Húnfjörð audur@frettabladid.is, Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is, Hlynur Þór Steingrímsson hlynur@frettabladid.is , Reynir Elís Þorvaldsson reynir@frettabladid.is, Örn Geirsson orn@frettabladid.is FÓLK/SÉRBLÖÐ SÍMI 550 5078: Arnar Magnússon arnarm@frettabladid.is, Jóhann Waage johannwaage@frettabladid.is, Jón Ívar Vilhelmsson jonivar@frettabladid.is, Ruth Bergsdóttir ruth@frettabladid.is FÓLK OG SÉRBLÖÐ EFNI: Elín Albertsdóttir elin@frettabladid.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 550 5056: Hrannar Helgason hrannar@frettabladid.is, TÍMAMÓTA- OG ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 550-5055: Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@frettabladid.is n Lífið í vikunni 05.09.21 11.09.21 Eva Björg Logadóttir var tólf ára þegar hún byrjaði að skrifa um ævintýri vinkvenna sem reyna að bjarga heim- inum frá loftslagsvánni. Höf- undurinn ungi segir magnað að sjá bókina Síðasta tæki- færið á sölulista barnabóka tveimur árum síðar. toti@frettabladid.is „Ég byrjaði að skrifa bókina þegar ég var nýorðin tólf ára 2019 og fékk þá bara innblásturinn frá því að loftslagsbreytingarnar voru það eina sem var verið að tala um á samfélagsmiðlum og bara út um allt,“ segir Eva Björg Logadóttir, fjór- tán ára nemandi í Snælandsskóla í Kópavogi og höfundur bókarinnar Síðasta tækifærið. Bókin segir frá vinkonunum Söndru og Karen sem ferðast aftur í tíma eftir afdrifaríkt spjall við Brag- hildi gömlu. Þar bíða þeirra síðan alls kyns óvæntar uppákomur í æsi- legu kapphlaupi við tímann þegar þær fá síðasta tækifærið til þess að bjarga heiminum frá loftslagsbreyt- ingunum hættulegu. Þversögn á ögurstundu „Þetta var bara svona saga og ég ætlaði ekkert lengra með hana af því að ég hef skrifað mikið af sögum um ævina sem hafa aldrei farið neitt lengra en að vera bara sögur á blaði heima hjá mér, skilurðu? Ég hugsaði aldrei út í það þannig, en mig hefur dreymt um að vera rithöfundur alveg síðan ég var bara kornung,“ segir Eva Björg og leggur áherslu á að hún hafi alls ekki lagt í þennan leiðangur með útgáfu í huga. „Þetta er svolítið mikið og stórt ævintýri. Ég myndi segja að þetta væri bara svona ævintýraskáldsaga fyrir krakka á nánast öllum aldri,“ segir Eva Björg og bætir aðspurð við að yrkisefnið brenni mjög á hennar kynslóð. „Við höfum miklar áhyggjur af þessu og þetta er erfitt. Sérstaklega líka af því það er oft sagt að þetta sé í okkar höndum af því að framtíðin er okkar. Það er náttúrlega alltaf eitthvað sem við getum gert en það er bara svo lítið. Eins og við getum ekki breytt því hvað búðirnar selja eða neinu þannig,“ segir Eva Björg áfram og víkur að þeirri þversögn að nú á ögurstundu hafi krakkarnir takmörkuð áhrif til þess að gera eitthvað sem vegur þungt. Magnað tækifæri „Sagan varð bara alltaf lengri og lengri og ég skrifaði alltaf meira og meira og hún varð bara það löng þannig að ég leyfði fjölskyldunni og vinum að lesa hana. Þau sem fengu að lesa bókina sögðu öll að þetta væri virkilega góð saga og að ég ætti kannski bara að fara eitthvað lengra með hana.“ Eva Björg segist þá hafa horft til þess að Guðjón Ari, bróðir hennar, hafi fengið bók sína, Náðu árangri – í námi og lífi, útgefna í fyrra. „Það ýtti svolítið undir hugmyndina hjá mér um að ég gæti kannski gefið út bók eftir allt saman og sendi hana á útgáfur til að sjá hvert það myndi leiða.“ Þá segist Eva Björg vitaskuld ekki hafa séð fyrir sér að Síðasta tæki- færið myndi skjóta upp kollinum í 8. sæti á metsölulista Eymundsson í barnabókaflokki, eins og raunin varð í síðustu viku. „Mér finnst það alveg magnað. Þetta er að ganga bara eins og í sögu,“ segir rithöf- undurinn ungi og hlær.“ Varst þú að gefa út bók? Eva Björg segist aðspurð þegar hafa fengið góð viðbrögð við bókinni frá f leira fólki en úr hennar nánasta hring. „Já, já. Ég hef samt ekki verið alveg nógu dugleg að auglýsa þetta, en síðan verður fólk oft bara gáttað þegar það kemst að þessu: Ha? Varst þú að gefa út bók,“ segir Eva Björg og hlær. „Það er gaman að fá þannig við- brögð en síðan eru auðvitað sumir sem eru ekki með eins góð viðbrögð. Ég veit ekki hvort það sé af brýði- semi eða hvað. En það eru alltaf einhverjir þannig,“ segir Eva Björg sem reynir að leiða slíkt hjá sér og heldur sínu striki. „Já, já, já. Ég er byrjuð á annarri sögu sem verður vonandi bara í besta falli gefin út á næsta ári. Þannig að það er spennandi,“ segir grunnskóla- stelpan sem lét rithöfundadrauminn rætast og ætlar ekki að láta fyrsta tækifærið verða það síðasta. n Síðasti séns framtíðarinnar Eva Björg byrjaði að skrifa og skrifa innblásin af umræðunni um loftslagsvána og tveimur árum síðar er bókin Síðasta tækifærið komin út og inn á sölulista barnabóka. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Heiða Rún Jónsdóttir myndskreytir ævintýri Söndru og Karenar. MYND/LEÓ BÓKAÚTGÁFA Styður við bakið á þér! Lýkur í dag Holtagörðum, Reykjavík Smáratorgi, Kópavogi Dalsbraut 1, Akureyri Skeiði 1, Ísafirði Amerískir dagar Sealy WASHINGTON heilsurúm með classic botni Virkilega vönduð dýna og hentar fólki á öllum aldri. Washington heilsudýnan er með einstaklega vönduðu tvöföldu pokagormakerfi, kantstyrkingum og vandaðri og þægilegri yfirdýnu. Gormakerfinu er skipt upp eftir svæðum þannig að það er með meiri stuðning þar sem við erum þyngri eins og öxlum og mjöðmum. Lítil sem engin hreyfing finnst milli rekkjunauta. Yfirdýnan (topperinn) er samsett úr fjórum lögum og þar á meðal er gel lag (gel infused memory foam) sem lagast algjörlega að líkamanum og heldur honum í réttri stellingu alla nóttina. Áklæðið utan um dýnuna er silki og bómullarblanda sem andar einstaklega vel sem og gefur extra mýkt. Millistíf dýna. Val um svart eða hvítt PU leður eða grátt áklæði á Classic botni. 20% AFSLÁTTUR Amerískir DAGAR Sealy Washington fæst í eftirtöldum stæðum: 160/180/200 x 200 og 192 x 203 cm Verðdæmi 160 x 200 cm m/Classic botni og löppum Fullt verð: 269.900 kr. AD tilboð: 215.920 kr. 56 Lífið 11. september 2021 LAUGARDAGURFRÉTTABLAÐIÐ
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.