Fréttablaðið - 11.09.2021, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 11.09.2021, Blaðsíða 24
Þorleifur segist að einhverju leyti hafa fært kraftinn úr sársaukanum sem hann upp- lifði sem ungur maður yfir í metnaðinn og hann hafi mögu- lega farið úr böndunum. FRÉTTABLAÐIÐ/ EYÞÓR Þorleifur segir oft stutt í egóið í leikhúsinu og þá sé mikilvægt að muna að kjarninn í starfinu sé þjónustan. hann. „Ég heyrði síðar að umsjónar- kennarinn minn, Linda Rós Mika- elsdóttir, sem var ströng en talaði þó alltaf við mig á jafningjagrundvelli, gekk inn á skrifstofu skólastjórans og sagði að ef drengnum yrði vikið úr skóla gengi hún út með honum. Ég var augljóslega erfiður, en þarna var manneskja sem sá eitthvað annað en vesenið og vanlíðanina. Kerfið átti að funkera og börnin samlagast því, en mér finnst ofboðs- leg breyting hafa orðið á þessari afstöðu hér heima.“ Á svipuðum tíma og Þorleifur hætti að drekka hóf hann nám í leiklistarskólanum. „Ég var hættur að drekka en það var djúpt á sárs- aukanum og minnimáttarkennd- inni sem birtist sem hroki og yfir- gangur,“ segir Þorleifur, sem segist hafa breitt yfir líðan sína með mik- illi sýniþörf. „Mér finnst þegar ég horfi til baka að ég sé að tala um tvo menn. Ég skil ekki hvernig ég lifði af með svona of boðslegan sársauka. Allar þessar aðferðir sem ég beitti og voru svo ofboðslega vitlausar héldu mér samt gangandi og urðu loks til þess að hlutirnir færðu sig frá myrkrinu yfir í ljósið.“ Alltaf á annarri bylgjulengd Aðspurður hvaðan þessi mikla van- líðan hafi sprottið segist Þorleifur alltaf hafa upplifað sig utanveltu, að hann passaði ekki inn. „Ég var alltaf tvístraður. Mamma og pabbi lenda í ofboðslegum fjár- hagserfiðleikum, pabbi slasast á sama tíma og verðtryggingin var tengd og lánin margfölduðust. Alla æskuna f luttum við út á sumrin til að breyta húsinu í gistiheimili, enda var það eina leiðin sem for- eldrar mínir sáu til að halda þessu gangandi. Ég skil í raun ekki hvernig þau fóru að þessu með fimm börn, á listamannalaunum. Í raun hetju- legt. Það voru því margir þættir sem komu saman, en einhvers staðar í grunninn var ég aldrei á bylgju- lengd með heiminum í kringum mig. Ég hef alltaf haft djúpstæða þörf fyrir að túlka samfélagið og hafa einhverja rödd, en upplifði mig um leið á skjön við þetta sama samfélag. Eins var flókið að búa yfir þessari þrá en vera aldrei kynntur með nafni, heldur sem sonur for- eldra minna. Þau voru líka umdeild og oft þurfti maður að svara fyrir þeirra skoðanir sem komu manni ekkert við. Ég er því í stóru uppgjöri á þess- um tíma en þó ekki kominn með rétt tæki í sjálfsvinnuna, á sama tíma og ég á að vera að opna á djúpar tilfinningar í skólanum.“ Systurmissirinn Þegar Þorleifur var á lokasprett- inum í leiklistarnámi missti hann elstu systur sína, Guðrúnu Helgu, sem dó úr krabbameini tæplega fer- tug. Þau systkinin deildu afmælis- degi og var mikil og sterk tenging þeirra á milli. „Hún hafði greinst með brjósta- krabbamein 29 ára gömul og síðar komu upp meinvörp í lifrinni. Þegar ég var að æfa lokauppsetninguna með nemendafélaginu fékk hún f lensu. Ég var þá að mörgu leyti lentur í sjálfum mér, var búinn að sleppa tökunum á miklu af þessum grunnótta og gremju og farinn að eignast smá traust á ljósið í lífinu. Hún hringdi í mig og lýsti maga- verkjum sem hún upplifði. Sjálfur hafði ég upplifað magavandamál tengd kvíða. Hún spurði mig hvort ég þekkti einkennin sem hún var að upplifa. Ég vissi að þetta var ekki það sem ég þekkti, en heyrði á henni að það væri það sem hún þyrfti að heyra og svaraði því á þann hátt. Morguninn eftir missti hún með- vitund og var færð á sjúkrahús, þar sem í ljós kom að krabbinn hafði dreift sér um allt,“ útskýrir Þorleifur, en Guðrún Helga komst aldrei aftur til meðvitundar. „Hún var einn stofnenda styrktar- félagsins Krafts og í þessi fimm ár frá því meinvörpin fundust og þar til hún lést, var hún of boðslega aktíf. Það sat of boðslega í mér að hafa ekki sagt henni satt í okkar síðustu samskiptum, þó það hefði ekki breytt neinu um útkomuna. Enn þann dag í dag hugsa ég oft til þessa þegar ég stend frammi fyrir því að segja fólki eitthvað sem er erfitt. Ég reyni að vera kærleiksríkur en það er ekki alltaf kærleikur að segja ekki satt.“ Stutt í egóið í leikhúsinu Eftir frumsýningu í leiklistarskól- anum fór Þorleifur til systur sinnar á spítalanum og sama kvöldið lést hún. „Jarðarförin fór fram frá Hallgrímskirkju sem var full út úr 24 Helgin 11. september 2021 LAUGARDAGURFRÉTTABLAÐIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.