Fréttablaðið - 11.09.2021, Side 40

Fréttablaðið - 11.09.2021, Side 40
Starf kjötiðnaðarmeistara er mun fjölbreyttara en flestir halda. Rakel Þorgilsdóttir hefur undanfarin ár starfað sem slíkur hjá Kjarnafæði á Akureyri og kann afar vel við sig í starfinu. Rakel Þorgilsdóttir hefur starfað um nokkurra ára skeið sem kjöt­ iðnaðarmeistari hjá Kjarnafæði á Akureyri og kann afar vel við sig í starfinu sem hún segir mun fjölbreyttara og skemmtilegra en margir ímynda sér. Hún útskrifað­ ist af ferðamálafræðibraut frá Menntaskólanum á Akureyri árið 2013 og stefndi á þeim árum í aðra átt í lífinu. „Ég starfaði á menntaskólaárunum hjá Kjarna­ fæði og fann mig vel í starfinu. Að menntaskóla loknum fann ég að bóknám átti ekki sérlega vel við mig og þá leitaði hugurinn aftur til Kjarnafæðis. Ég hóf því nám í kjötiðn árið 2015 og útskrifaðist sem kjötiðnaðarmaður árið 2017 frá Menntaskólanum í Kópavogi. Ári síðar bætti ég meistaranáminu við og kláraði Meistaraskólann í fjarnámi við Verkmenntaskólann á Akureyri.“ Rakel er fædd og uppalin á Sval­ barðseyri í Eyjafjarðarsveit. „Ég og kærasti minn Adam Örn eignuð­ umst strák fyrir þremur mán­ uðum og því er ég í fæðingarorlofi um þessar mundir. Fyrir átti hann sjö ára Alexöndru Yrju sem ég er svo heppin að eiga smá part í.“ Utan þess að starfa sem kjöt­ iðnaðarmeistari liggur áhugi Rakelar í mótorhjólum og bílum en hún hefur keppt í götuspyrnu síðustu ár. Hugað að nýtingunni Til að gerast kjötiðnaðarmaður þarf að komast á námssamning í kjötvinnslu eða hjá kjötiðnaðar­ fyrirtæki. „Þar þarf að vera til staðar meistari með leyfi til töku nemenda sem leiðbeinir nemum í gegnum verklega hluta námsins. Unnið er samhliða náminu og passað er upp á að verklegu og bóklegu hlutarnir haldist í hendur svo nemarnir nái betri skilning á námsefninu.“ Bóklegi hluti námsins felst í hefðbundnum grunni sem finna má í f lestum námsleiðum hér á landi, til dæmis íslensku, stærð­ fræði og ensku. „Svo eru kennd fög eins og örverufræði, næringar­ fræði, kjötiðn, öryggismál og f leira tengt greininni. Í verklega hlutanum er allt mögulegt lært en grunnurinn þar er kennsla í að saga niður og hluta kjötskrokka, úrbeina lamb, svín, naut, hross og aðrar kjötafurðir eftir ákveðnum stöðlum og huga að nýtingu á hverju og einu stykki.“ Verklegi hlutinn skemmtilegur Í verklegu kennslunni læra nem­ endur einnig að vinna úr ýmsu hráefni, svo sem að hræra í pylsur, paté, kæfu, fars, slátur og álegg. „Við lærum einnig að salta, súrsa, krydda, sjóða, grafa og reykja kjöt. Allt eru þetta mikilvægar leiðir til að vinna hráefnið.“ Hún segir allt sem kennt er í verklega hlutanum vera sérstak­ lega skemmtilegt. „Þetta er svo fjölbreytt, allt frá því að úrbeina kjöt, hræra í pylsur og paté og salta og reykja kjöt. Það sem var kannski síst skemmtilegt var að lesa yfir reglugerðir og skoða aukefnalistann, en það eru efni sem hafa meðal annars áhrif á geymsluþol, lit, bragð eða aðra eiginleika matvæla.“ Fjölbreytt verkefni Enginn dagur er eins í lífi kjöt­ iðnaðarmannsins, segir Rakel, og verkefnin eru ansi fjölbreytt. „Dagurinn byrjar á því að mæta snemma til vinnu og skoða plön dagsins. Þar kemur meðal annars fram hvaða pantanir þurfa að fara úr húsi samdægurs og hvað vantar inn á lager. Út frá þessum upplýs­ ingum er dagurinn skipulagður. Þannig er ég ýmist að grófúrbeina í pantanir eða vinna hráefnið niður í nánast tilbúnar vörur fyrir hótel, veitingastaði eða verslanir. Það þarf meðal annars að skera steikur, krydda, búa til fyllingar og f leira.“ Hún segir marga hafa ranghug­ myndir um starf hennar. „Flestir sem heyra hvað ég starfa við halda að ég standi og skeri kjöt allan dag­ inn. En þetta er svo mikið meira en það. Starfið er svo fjölbreytilegt og ég fæ ýmis verkefni svo maður er aldrei fastur á sama stað of lengi.“ Og talandi um fjölbreytileikann í starfinu þá segir hún að árið skiptist í nokkur tímabil. „Árið byrjar á súrmat, næst á eftir er það saltkjötið fyrir sprengidaginn. Síðan eru það páskasteikurnar og því næst kemur grillsumarið sem er mjög stórt og langt tímabil miðað við hvernig veðrið hefur leikið við okkur. Sláturtíðin er svo stórt tímabil hjá okkur og að lokum er það jólaundirbúning ur­ inn þar sem reykt kjöt er vin­ sælast.“ Hlakkar til að mæta aftur Hún er ánægð í starfi og eru engar róttækar breytingar fram undan í lífi hennar. „Staðan núna er að klára fæðingarorlofið og fara aftur til vinnu. Það verður gaman að sjá hvort breytingar hafi átt sér stað þegar ég mæti aftur til vinnu þar sem Kjarnafæði og Norðlenska eru að sameinast og líklega verða einhverjar breytingar á vinnustöð­ unum í kjölfarið.“ ■ Miklu fjölbreyttara starf en margur heldur Enginn dagur er eins í vinnunni hjá Rakel Þorgilsdóttur kjötiðnaðarmeistara. MYNDIR/AÐSENDAR Í frístundum sínum keppir Rakel í götuspyrnu. Rakel með nýlega fæddum syni. Kærasti hennar á síðan sjö ára stelpu sem Rakel segist vera heppin að eiga smá í. Rakel er ánægð í starfi sínu hjá Kjarnafæði á Akureyri. Starfið er svo fjölbreytilegt og ég fæ ýmis verkefni svo maður er aldrei fastur á sama stað of lengi. Rakel Þorgilsdóttir 4 kynningarblað 11. september 2021 LAUGARDAGURSTELPUR OG VERKNÁM
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.