Ásgarður : blað starfsmanna ríkis og bæja - 15.07.1963, Qupperneq 10

Ásgarður : blað starfsmanna ríkis og bæja - 15.07.1963, Qupperneq 10
3. gr. Vikulegur vinnutími skal vera 44 klst. hjá lög- regluþjónum, fangavörðum, hjúkrunarkonum og aðstoðarfólki við hjúkrun. 4. gr. Vikulegur vinnutími skal vera 38% klst. á skrif- stofum, teiknistofum, við rannsóknarstörf, í söfn- um og við önnur hliðstæð störf. 5. gr. Vikulegur vinnutími skal vera 36 klst. hjá starfsfólki við röntgen og önnur geislavirk efni og eftirtöldu fólki á reglubundnum vinnuvökum: Talsímakonum, símriturum, loftskeytamönnum og veðurfræðingum. 6. gr. Vikulegur kennslustundafjöldi kennara skal vera sem hér segir: a) í barnaskólum 36 kennslustundir að jafn- aði, en fækki í 30 stundir á því skólaári, sem kennari verður 55 ára og í 24 stundir þegar hann verður sextugur. Lengd kennslustunda sé 40 mínútur. b) í gagnfræðaskólum, húsmæðraskólum og iðnskólum allt að 30 kennslustundir, en fækki í 25 stundir, er kennari verður 55 ára og 20 stundir, er hann verður sextugur. Lengd kennslustunda sé 45 mínútur. c) í Stýrimannaskóla og Vélskóla allt að 27 stundir, en fækki i 22 stundir, er kennari verður 55 ára og 17 stundir, er hann verður sextugur. Lengd kennslustunda sé 45 mínútur. d) I menntaskólum, Kennaraskólanum og sér- greinaskólum fyrir kennaraefni 24—27 stundir, en fækki í 22 stundir, er kennari verður 55 ára, og í 17 stundir, er hann verð- ur sextugur. Lengd kennslustunda sé 45 mínútur. Kennsluskylda söngkennara í barna- og gagn- fræðaskólum og kennara afbrigðilegra barna sé 4/s af kennsluskyldu almennra kennara. Kennsluskylda annarra kennara helzt óbreytt frá því sem nú er. Séu kennslustundir lengri eða skemmri en hér greinir, breytist vikuleg kennsluskylda, sem því nemur. Kennsluskylda skólastjóra haldizt óbreytt frá því, sem nú er. Kennurum er skylt að hafa umsjón með nem- endum í stundahléum eftir ákvörðun skólastjóra. 7. gr. Eigi skulu framangreind ákvæði valda því, að vinnutími nokkurs starfsmanns lengist frá því, sem nú er. Starfsstéttir og starfsmenn, sem ekki hafa verið nefndir hér að framan, skulu halda þeim vinnu- tíma, sem verið hefur. 8. gr. a) Daglegur vinnutími þeirra, sem taldir eru í 2. gr., skal vera á tímanum frá kl. 8—12 og 13—18 alla virka daga, nema laugardaga kl. 8—12. b) Daglegur vinnutími þeirra starfsmanna, sem taldir eru í 4. gr., skal vera frá kl. 9—12 og kl 13—17. A laugardögum er vinnutím- inn aðeins til kl. 12.30. c) Daglegur vinnutími starfsfólks við inni- störf hjá landssímanum, sem ekki er talið í d-lið, er á tímabilinu kl. 8—18 alla virka daga nema laugardaga, en þá til kl. 12.30. d) Daglegur vinnutími á skrifstofum og teikni- stofum landssímans skal vera á tímabilinu kl. 8—18 alla virka daga nema laugardaga, þá til kl. 12.30. e) Daglegur vinnutími annarra starfsmanna, þ. á. m. póstmanna, skal vera eins og tíðk- azt hefur hingað til. 9. gr. Vinnutími starfsmanna skal vera samfelldur eftir því sem við verður komið vegna eðlis starfs- ins. Heimilt skal að halda óbreyttu fyrirkomulagi, þar sem ósamfelldur vinnutími hefur tíðkazt til þessa. Fyrirkomulag við niðurröðun á vinnuvökum skal vera óbreytt frá því, sem nú er, innan þeirra takmarka um vikulegan vinnutíma, sem sett eru í 1.—7. gr., enda byggist niðurröðunin á vilja starfsmanna og þörfum viðkomandi stofnunar. 10. gr. Matartímar skulu, eftir því sem við verður komið, vera sem hér segir: kl. 12—13, kl. 19—20 og kl. 3—4, og teljast þeir ekki til daglegs vinnu- tíma. Kaffitímar teljast til vinnutíma og skulu hjá þeim, sem hafa 45 og 48 stunda vinnuviku, vera tvisvar í hinum daglega starfstíma, 20 mín. í hvort sinn, þó ekki á laugardögum nema einu sinni, ef vinnu lýkur á hádegi. Hjá þeim, er hafa skemmri vinnuviku, sé í 10 ÁSGARÐUR

x

Ásgarður : blað starfsmanna ríkis og bæja

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ásgarður : blað starfsmanna ríkis og bæja
https://timarit.is/publication/1581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.