Ásgarður : blað starfsmanna ríkis og bæja - 15.10.1981, Blaðsíða 2
2/forustugrein
FRÁ
STJÓRN BSRB
Arangurinn byggist
áframlagi allra
Kjarasamningum hefur verið sagt upp. Þeir ganga úr gildi í árslokin.
Afstaða formannaráðstefnu B.S.R.B. til meginstefnu í kjaramálum opin-
berra starfsmanna liggur fyrir í ályktun þeirri, sem birt er annarsstaðar í
blaðinu. Þar með er ekki sagt, að endanlega hafi verið gengið frá stefnumótun
fyrir kröfugerð samtakanna í komandi samningaviðræðum. Þvert á móti
samþykkti formannaráðstefnan og síðar stjórn og samninganefnd B.S.R.B.,
að áður en endanlega verður gengið frá kröfugerð fari fram sem rækilegastar
umræður í stjórnum félaganna, trúnaðarráðum, á almennum fundum og
vinnustaðafundum.
Á fundurn, sem haldnir verða í síðustu viku októbermánaðar munu verða
til umræðu drög að kröfugerð.
Það er eðlileg krafa félagsmanna að fá fyrst að heyra skoðanir forustu-
manna samtakanna. Menn verða að gera sér ljóst, að sú barátta, sem fram-
undan er í kjaramálunum. er vitavonlaus, nema þorri félagsmanna sé sam-
mála um, hvert stefna skuli. Þess vegna er nauðsynlegt að almenn umræða
verði um stefnuna.
Nokkrar staðreyndir blasa við. Árangur samtakanna í samningunum 1977
var sá, að kaupmáttur launanna jókst um 17%. Á þeim tíma sem síðan er
liðinn hefur kaupmáttur launa mikils meirihluta opinberra starfsmanna
rýrnað heldur nreira en þessu nemur. Hætt er við, að sú þróun haldi áfram, ef
ekki er rækilega spyrnt við fótunr.
Við náðunr ekki góðum samningum um sjálf launin í síðustu samningum
1980. Ekki ber þó að vanmeta félagsleg atriði þeirra. Þá var samið um 7%
hækkun á lægstu laun en þorri félagsmanna fékk 3% hækkun. Með viðauka-
samningnum í janúar s.l. kom viðbótarhækkun 2—5% (2—2,6% hjá lang-
flestum).
Enginn vafi er á því, að verulegra kjarabóta er þörf. Forusta samtakanna er
reiðubúin í þá baráttu, sem til þarf.
Hver er hugur félagsmanna?
Það viljum við kanna með víðtækum fundahöldum, almennum fundum og
vinnustaðafundum nú í þessum mánuði.
Enn sem fyrr fer fram kapphlaup um skiptingu þjóðarteknanna. Þrátt fyrir
fögur orð og áskoranir ýmissa í fjölmiðlum um að sýna hófsemi, hefur því
miður ekki náðst almenn samstaða sem til þarf, ef vinna á bug á verðbólgu.
Og síst hefur það verið framkvænrt, sem helst þarf til, að sýna hófsemi og
skipulag í fjárfestingarmálum.
B.S.R.B. hefur oftar en einusinni sýnt mikla hófsemi í samningum. Hið
sama verður ekki sagt um marga aðra. Það er nú upplýst, að þegar okkar
samtök sömdu í fyrra um 3—7% hækkun varð útkoman úr kjarasamningum
annarra almennt 10—14% launahækkun, mest hjá þeim, sem hærri launin
höfðu fyrir. Hér er þó ekki verið að tala um lækna, sem á þessu og síðasta ári
fengu yfir 25% launahækkun auk skattafríðinda.
Vitað er um mikla óánægju meðal opinberra starfsmanna með kjör sín. Er
það ekki furða þar sem 85% félagsmanna eru í 5.—16. launaflokki með 5.500
til 8.000 kr. laun á mánuði.
Það er deginum ljósara, að þeir þjóðfélagshópar, sem ekki eru á varðbergi í
miskunnarlausri keppni um skiptungu þjóðarteknanna, verða troðnir undir.
Og hafið það ríkt í huga, að árangur samtakanna byggist alls ekki eingöngu
á starfi samninganefnda og stjórna, heldur framlagi allra. Mætið því á fund-
um og hafið áhrif á gang mála frá byrjun. Síðar kemur það í ykkar hlut að
greiða atkvæði um samninga eða sáttatillögu og þar með hvort verkfall verður
eða ekki.
Takið þátt í starfi samtakanna. Á því byggist árangurinn.
Kristján Thorlacius.
Neyslukönnun 1979—'80.
Kauplagsnefnd Hagstofu íslands hefur
skýrt frá niðurstöðum neyslukönnunar, sem
gerð var á árunum 1979—’80 hjá 176 laun-
þegafjölskyldum. Tilgangur hennar var
fyrst og fremst að afla efniviðar í nýjan
grundvöll fyrir vísitölu framfærslukostnað-
ar.
Skýrslan var m.a. kynnt á formannaráð-
stefnu bandalagsins, en hefurekki verið birt
alntenningi ennþá.
Ásgarður mun síðar fjalla um niðurstöð-
ur könnunarinnar, og þær miklu breytingar,
sem þarkoma fram á neysluvenjum og vægi
einstakra þátta frá eldri vísitölugrundvelli,
sem byggist á sams konar neyslukönnun
fyrir 15 árum.
Aðild að Öldrunarráði
íslands.
Bandalaginu barst bréf frá Rauða krossi
íslands, sem hefur haft forgöngu um stofn-
un Oldrunarráðs íslands. Markmið þess er
að sameina krafta þeirra aðila, sem vinna að
málefnum aldraðra.
Stjórn BSRB samþykkti að greiða þátt-
tökugjald fyrir Samband ltfeyrisþega ríkis
og bæja, er það yrði stofnaðili að Öldrun-
arráðinu, ef stjórn þess óskaði eftir því.
Nýr fundasalur á 4. hæð
Grettisgötu 89.
Á formannaráðstefnu BSRB var tekinn í
fyrsta skipti í notkun nýr fundarsalur á 4.
hæð hússins Grettisgötu 89.
Húsið er eign Félagamiðstöðvarinnar,
sem er sameignarfélag BSRB og fimm að-
ildarfélaga þess. Það er Félagamiðstöðin,
sem hefur kostað allan frágang og húsgögn i
fundasalnunt, en BSRB keypti tækjabúnað
vegna hljómflutnings og sýningaraðstöðu,
svo og eldhúsáhöld.
4. hæð hússins að Grettisgötu 89, er alls
190 m2 og hefur þar verið útbúin snyrtiað-
staða, lítið eldhús og fatageymsla. Funda-
salurinn sjálfur er 115 m2og rúmast þar með
góðu móti 80—100 manns.
Starfrækslan á þessum nýja sal verður á
vegum BSRB, sem verið hefur með funda-
salinn á 2. hæð hússins.