Ásgarður : blað starfsmanna ríkis og bæja - 15.10.1981, Blaðsíða 15

Ásgarður : blað starfsmanna ríkis og bæja - 15.10.1981, Blaðsíða 15
Niðurstaða ILO-rannsókna: Streita veldur veikindum kennara Streita veldur sjúkdómum hjá kennurum um heim allan í vaxandi mæli. Nokkrir sérfræðingar á sviði læknavísinda álíta streitu vera atvinnusjúkdóm og er hann orðinn alvarlegasta ógnun við heilsu kenn- ara í flestum iðnríkjum og í mörgum þróunarlandanna. Þetta kemurfram í nýrri rannsókn frá ILO (Alþjóða vinnumála- stofnunni í Genf) en rannsóknin bar heitið: Starf og starfsskilyrði kennara (Employ- ment and conditions of work of teachers). Streita hefur að vísu verið þekkt meðal kennara frant til þessa, en útbreiðsla hennar og áhrif á bæði kennara og skólakerfið i heild vekja vaxandi ugg. Streita hefur sett mark sitt á heilsufar allt að 25% kennara samkvæmt upplýsingum frá Svíþjóð, Bret- landi og Bandaríkjunum. Kennarar „uppgefnir“ Algengustu streitueinkenni eru þreyta, vonleysi og úrræðaleysi og taugaspenna. Líkamlegar afleiðingar geta verið enn al- varlegri, t.d. hækkaður blóðþrýstingur, magasár, hjarta- og nýrnasjúkdómar og hreyfihamlandi truflanir. Mikil og langvar- andi streita getur leitt til andlegra erfiðleika eins og hræðslutilfinningar, þunglyndis og annarra taugaveiklunareinkenna, auk urlöndum, þar á meðal A.S.Í. og B.S.R.B. varðandi endurskoðun á samningi um sameiginlegan vinnumakað á Norðurlönd- um. Á þessum fundi gerðu fulltrúar A.S.t. og B.S.R.B. grein fyrir þeirri afstöðu sinni, að æskilegt sé að ísland geti orðið aðili að norræna vinnumarkaðinum. Þá verði líka að taka fullt tillit til sérstöðu íslands. Á stjórnarfundinum kom fram fullkom- inn skilningur norrænu verkalýðssamtak- anna á sérstöðu íslands vegna fámennis þjóðarinnar. Kemur þessi skilningur skýrt fram í ályktun fundarins, sem send var norrænu ráðherranefndinni, sem fjallar um samninginn. Það er verulegt hagsmunamál fyrir ísland að gerast aðili að samningnum þar sem nú eru starfandi 3—4 þúsund Islendingar ann- ars staðar á Norðurlöndum. Á hinn bóginn verður að leggja áherslu á, að nauðsynlegir varnaglar séu settir til að tryggja sérstöðu íslands. drykkjusýki, ofnotkunar lyfja og jafnvel eiturlyfja. Afleiðingarnar eru ekki aðeins alvarlegar fyrir kennarana heldur og fyrir skólana. Æ fleiri ungir og efnilegir kennarar hverfa úr starfi og áberandi er. að ungt fólk, sem ætlar að velja sér lífsstarf, leitar allra annarra leiða en þeirra sent liggja til skólans. Við þetta bætist, að fjarvistardögum hjá kennurum á síðustu árum hefur fjölgað' gífurlega. í Bandaríkjunum tala læknar beinlínis um að kennarar séu svo „upp- gefnir", að ástandinu megi líkja við „upp- gjafamóral" hjá herntönnum í styrjöld. Niðurskurður á fjármagni Ástæður fyrir streitu hjá kennurunt geta verið margarogólíkar eftir því hvaða land á í hlut. Sameiginlegir þættir í þessu tilliti eru þó agavandamál, ofbeldi af hálfu nemenda, aukið vinnuálag, m.a. vegna niðurskurðar á fjármagni til skólanna, lág laun, litlir möguleikar á stöðuhækkunum og oft óvissa um atvinnuöryggi. Kennarar verða fyrir síauknum kröfurn bæði frá foreldrum og stjórnmálamönnum — einkum í iðnríkjunum — unt að þeir bæti vinnuframlag sitt. En samtímis er dregið úr fjárframlögum til nýbreytnistarfa. Ofbeldi í skólum Dæmum urn ofbeldi í skólum fjölgar stöðugt og þetta er vandi, sem augu manna um heim allan hafa beinst að. I Bandaríkj- unum eru árásir á kennara tilfinnanlegasta vandamálið. Að áliti stærsta stéttarfélags kennara í Bandaríkjunum hafa hvorki meira né minna en 5% grunnskólakennara landsins orðið fyrir árásum á skólaárinu 1979—1980. I mörgunt Evrópulöndum hafa menn komist að þeirri niðurstöðu að „faraldur- inn“ breiðist út og í sumum ríkjum Rómönsku Ameríku hefur svo langt verið gengið, að kennurum er rænt og þeir myrtir. Að sjálfsögðu er mést um ofbeldi í stór- borgum. Og engum þarf að koma á óvart að ofbeldi tekur á sig hættulegasta mynd í bekkjum nieð stálpuðum nemendum. Vegna niðurskurðar á fjárveitingum til skólamála — sem framkvæmdár hafa verið víða um lönd — þurfa fjöldamargir skólar að kljást við ofsetningu nemenda í bekkjar- deildir þar sem eru 30—40 nemendur .eða fleiri. Þetta stuðlar auðvitað að því að kennarinn missir gjarnan stjórn bæði á bekknum og sjálfum sér. Vaxandi atvinnuleysi Þegar litið er á ástandið í iðnríkjunum er þróunin býsna þverstæðukennd: Annars vegar veldur niðurskurðurinn því oft að nemendafjölda í bekkjardeildin er haldið óbreyttum eins lengi og kostur er; hins vegar veldur fækkun barna því að bæði skólar og kennarastöður eru lagðar niður. Deildirnar verða stundum fámennari en svo að samrýmis hagkvæmnissjónarmiðum. Alvarlegustu afleiðingarnar í iðnríkjun- um er hraðvaxandi atvinnuleysi meðal kennara. Svo dæmi sé tekið voru I 1430 at- vinnulausir kennarar í Belgíu, 10.000 i Kanada, 10.300 I Vestur-Þýskalandi og 37.400 í Bretlandi. í rannsókn Alþjóða vinnumálastofnun- arinnar— Starf og starfsskilyrði kennara — er einmitt lögð áhersla á það vandamál. sent atvinnuleysið er fyrir kennara iðnríkjanna. Niðurstaðan er sú. að hundruð þúsunda kennara um heim allan verða atvinnulausir á næstu árum. Ein þverstæðan, sent spá þessi felur í sér, er sú að forsenda fyrir efnahagslegri og fé- lagslegri þróun í heiminum I dag er bætt menntun íbúanna I hinunt einstöku ríkjum. Þetta á vitaskuld einnig við iðnríkin, þar eð hnignandi menntun í þessum löndum mun draga úr möguleikum á efnahagslegunt og félagslegum framförum I heiminum. (Þýtt úr ILO-Information; sept. 1981).

x

Ásgarður : blað starfsmanna ríkis og bæja

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ásgarður : blað starfsmanna ríkis og bæja
https://timarit.is/publication/1581

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.