Ásgarður : blað starfsmanna ríkis og bæja - 15.10.1981, Blaðsíða 19
19
Möguleikar til starfa.
Að undangenginni góðri þjálfun og
kennslu er hinn vangefni hæfari til þess að
takast á við ýmis verkefni á vernduðum
vinnustað eða úti á hinum almenna vinnu-
markaði. Að vísu einföld störf, en þau þarf
einnig að leysa af hendi, þrátt fyrir síaukna
tæknivæðingu á flestum sviðum.
Gefum umfram allt vangefnum tækifæri
til þess að takast á við verkefnin. Leiðbein-
um, en dæmum ekki mistökin vegna van-
máttar viðkomandi. Við hin gætum gert
sömu mistök, án þess að fá dóm. Höfðum
heldur ekki til vanmáttar þeirra með til-
finningavæmni í auglýsingum á störfum
þeirra eða framleiðslu.
Félagsleg staða
í lögum um aðstoð við þroskahefta frá
1/1 ’79 er áætlað, að komið verði á fót
vernduðum vinnustöðum og sambýlum. Til
skýringar á sambýli skal þess getið, að það
er húseign í venjulegu íbúðarhverfi. þar sem
rekið er heimili fyrir vangefið fólk.
Tvö sambýli hafa verið starfrækt á vegum
Styrktarfélags vangefinna í Reykjavík
nokkur undanfarin ár. Þar dvelja samtals 17
manns, piltar og stúlkur.
Það að búa í venjulegu umhverfi við
sömu aðstæður og aðrir þjóðfélagsþegnar,
er m.a. sú félagslega hæfing, sem vangefn-
um er hvað mikilvægust. Til þess að aðlag-
ast hinu almenna þjóðfélagi þarf maður að
vera þátttakandi. Hinn almenni borgari
þarf að kynnast hinum vangefna, til þess að
læra að meta hann sem jafningja. Við
kynningu og umgengni við hinn vangefna
uppgötvast, að þessir einstaklingar hafa
sömu löngun og sömu þarfir og við hin. Eru
í raun alls ekki eins frábrugðin okkur hinum
andlega heilbrigðu, og áður var álitið. Það
hvetur okkur öll til þess að veita hinum
vangefnu fleiri tækifæri til menntunar,
starfa og þátttöku í þjóðfélaginu með okkur
hinum.
Gréta Bachmann,
forstöðukona dagvistunar-
og starfsþjálfunarheimilis ad
Bjarkarási skrifar:
Veitum vangefnum tœkifœri.
Einhverntíma hefði slik setning hljómað
undarlega í eyrum almennings. Vangefnir,
eða hinir andlega fötluðu. voru ekki í hópi
þeirra sem einhvers var vænst af í lífinu.
Þeirra hlutskipti voru stofnanir eða dvöl í
heimahúsum í umsjá foreldra sinna, meðan
þeirra líf og heilsa entist.
Nú er það hins vegar alkunna hjá þeim
þjóðum, sem lengst eru á veg komnar í
málefnunt vangefinna, að fái hinn vangefni
viðeigandi þjálfun og kennslu strax og fötl-
Vangefnir hafa sömu
löngun og sömu þarfir
Sérhannaður þjálfunarskóli á vegum
menntamálaráðuneytisins er í byggingu við
dagheimilið Lyngás við Safamýri í Reykja-
vík. Hæfingaskóli, þ.e. Öskjuhlíðarskóli
hefur verið starfræktur nokkur undanfarin
ár fyrir kennsluhæfa einstaklinga.
Skólaskylda vangefinna nær aðeins til 18
ára aldurs. Ljóst er að t.d. verkmenntun
ýmiss konar eftir 18 ára aldur er vangefnum
mikilvæg. Lög um fullorðinsfræðslu eru
enn ekki fyrir hendi. Þarna er um mikið
réttlætismál að ræða, sem vonandi verður
að veruleika nú á ári fatlaðra.
og við hin
un barnsins uppgötvast, eru möguleikar
vangefins fólks til þátttöku í hinu daglega
lífi og störfum þjóðfélagsins margir.
Þjálfun og kennsla.
Með nýju grunnskólaiögunum og reglu-
gerð um sérkennslu, átti kennslumálum
vangefinna að vera borgið. Vissulega var
stórum áfanga náð. Ennfrentur er mennta-
málaráðuneytið smám saman að taka að sér
rekstur kennslu þeirrar, er áður var á vegum
einkaaðila og sjálfseignastofnana.