Ásgarður : blað starfsmanna ríkis og bæja - 15.10.1981, Blaðsíða 11
II
heyrir undir, en í öðrum er það ráðgjafa- og
upplýsingaaðili.
Meginverkefni starfsmannaráðsins eru
tvíþætt:
1. Félagsleg velferðarmál, þ.e. mál seni
snerta vinnuumhverfi, starfsöryggi og
starfsþjálfun þeirra sem vinna í stofnun-
inni.
2. Rekstrarleg málefni, þ.e. mál sem tengd
eru rekstri stofnunarinnar og hæfni
hennar til að gegna hlutverki sínu í þágu
starfsmanna, viðskiptavina og almenn-
ings. Starfsmannaráðið getur ekki tekið
mál til meðferðar er snerta gerð, fram-
lengingu, uppsögn, túlkun eða samræm-
ingu almennra eða staðbundinna kjara-
samninga og sem venjulega ákvarðast
eftir löglegunt samningaleiðum hlutað-
eigandi aðila.
Starfsmannaráðið fer með ákvörðunar-
vald í þeim málum sem tilgreind eru hér á
eftir í liðum a—d, en það er ráðgjafa- og
upplýsingaaðili í þeim málum sem talin eru
upp í liðum e—-i. í þessu sambandi skal láta
starfsmannaráðinu í té ársreikninga.
Með hliðsjón af þessari skilgreiningu á
hlutverki og stöðu starfsmannaráðsins
fjallar það m.a. um eftirtalin mál:
a) Tillögur og hugmyndir starfsmanna og
öryggistrúnaðarmanna um aðbúnað,
öryggi og hollustuhætti á vinnustað. Sér
starfsmannaráðið um að lagaákvæði um
þessi atriði séu virt af öllum aðilum.
b) Starfsþjálfun og endurmenntun sem
tengd er starfsemi stofnunarinnar.
Starfsmannaráðið getur haft frumkvæði
um námskeiðahald í þessu skyni, t.d. í
samstarfi við aðrar stofnanir.
c) Stjórnendur skulu leita samþykkis
starfsmannaráðsins við öllum aðgerðum
sem kunna að fela í sér almenna röskun
á atvinnuöryggi og högum starfsmanna,
s.s. ef fyrirhuguð er fækkun eða fjölgun
starfsliðs vegna meiri háttar breytinga á
starfsemi stofnunarinnar eða einstakra
deilda hennar. Starfsmannaráðið hefur
ekki afskipti af ráðningum eða upp-
sögnum einstakra starfsmanna. Hins
vegar ber starfsmannaráðinu, ef mikil
breyting verður í starfsmannahaldi
stofnunarinnar, að kanna orsakir slíks
og leita leiða til úrbóta.
d) Starfsmannaráðinu ber að tryggja að
allir starfsmenn fái vitneskju um starfið
í starfsmannaráðinu með því að koma
upplýsingum á framfæri í formi fjölrit-
aðra bréfa og með starfsmannafundum.
Síðast en ekki síst skal starfsmannaráðið
leita leiða til að örva frumkvæði af hálfu
starfsmanna sjálfra, t.d. með því að fela
starfsmönnum einstakra deilda að móta
tillögur í málum milli funda eða áður en
þau koma til kasta starfsmannaráðsins.
Starfsmannaráðið skal vera stjómendum
til ráðuneytis um málefni sem miða að því
að bæta rekstur og þjónustu stofnunarinnar
á öllum sviðum. Eftirfarandi atriði eru
mikilvæg í þessu sambandi:
e) Áætlanir til lengri eða skemmri tíma um
breytingarog eflingu starfseminnar.
f) Val á verkefnum, þróun starfseminnar
og nýjungar.
g) Hagræðingaratriði og starfsþjálfun í því
skyni að bæta vinnutilhögun, vinnuað-
stöðu og vinnugæði svo og nýtingu
vinnutímans, tækjabúnaðar og hús-
næðis.
h) Samskipti stjórnenda og starfsmanna
með það að markmiði að skapa sem
besta samvinnu.
i) Kynna nýjum starfsmönnum stofnun-
ina svo og réttindi þeirra og skyldur.
Samþykktir starfsmannaráðsins varðandi
liði a) til d) sem hafa í för með sér útgjöld
fyrir stofnunina eru því aðeins bindandi
fyrir stjórnendur að þær hafi verið sam-
þykktar mótatkvæðalaust.
Samþvkktir starfsmannaráðsins varðandi
liði e) til i) eru ráðgefandi fyrir stjórnendur.
Verði meiriháttar ágreiningur í starfs-
mannaráðinu eða töf á framkvæmdum geta
ráðsmenn lagt málið fyrir viðkomandi
ráðuneyti.
Fundi skal halda eftir þörfum en eigi
sjaldnar en 6 sinnum á ári. Aukafund skal
halda ef þrír nefndarmenn óska þess, enda
tilgreini þeir þau mál sem óskast tekin fyrir.
Störf í stofnuninni mega ekki hindra að
starfsmenn geti gegnt störfum í starfs-
mannaráðinu.
Stofnunin veitir nauðsynlega skrifstofu-
aðstoð í sambandi við störf starfsmanna-
ráðsins. svo og húsnæði til fundahalda.
Starfsmannaráðið ákveður hverju sinni
hvaða menn innan eða utan stofnunarinnar
það kveður til funda í því skyni að veita
upplýsingar eða aðstoða við úrlausn mála.
Bæjarstarfsmenn ræða:
Hugmyndir um vinnumála-
samband sveitatfélaga
Bæjarstarfsmannaráðstefna var haldin á
Grettisgötu 89, mánudaginn 21. sept. s.l. og
sátu hana 25 fulltrúar frá 14 bandalagsfé-
lögum.
Til fundarins var boðað til að ræða bréf
frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, þar
sem greint er frá hugmyndum undirbún-
ingsnefndar um fyrirkomulag samstarfs
sveitarfélaga um launanefnd.
í drögum þessunt er miðað við það, að
launanefndin komi fram sem samningsaðili
fyrir hönd þeirra sveitarfélaga, sem gefa
henni fullt og ótakmarkað umboð til að fara
með aðalkjarasamninga og e.t.v. líka sér-
kjarasamninga við félög bæjarstarfsmanna
svo og samninga við stéttarfélög í ASÍ.
Sveitarstjórn, sem gefið hefur umboð til
launanefndar, getur ekki afturkallað það
meðan á samningum stendur, en hún getur
sagt upp aðild að gerð samnings a.m.k. 6
mánuðum áður en hann rennur út.
Hvergi er í drögum þessum minnst á rétt
bæjarstarfsmannafélaganna, né hvað gera
skuli, ef óskir sveitastjórnar og félags um
gerð samnings fara ekki saman.
Á viðræðufundi nefndar frá B.S.R.B. við
undirbúningsnefnd þessa máls 18. sept.
kom fram, að ekki yrði leitað til Alþingis
eftir breytingu á lögum um kjarasamninga
félagsmanna í B.S.R.B. nema með sam-
komulagi við B.S.R.B.
Fulltrúarnir á bæjarstarfsmannaráð-
stefnunni ræddu mál þetta rækilega, enda
getur það haft í för með sér gerbreytingu á
allri aðstöðu og sambandi félaganna inn-
byrðis svo og öllu starfi og skipulagi
kjarasamningamála innan B.S.R.B. Ekki
hefur verið unnt að fjalla um þetta í félög-
unt bæjarstarfsmanna né í stjórn B.S.R.B.
Ákveðið var að kynna málið á for-
mannaráðstefnu bandalagsins, sem hófst
daginn eftir. Að lokum var eftirfarandi
ályktun samþykkt einróma:
„f tilefni af erindi Sambands ísl. sveitar-
félaga í bréfi til Bæjarstarfsmannaráðs,
dags. 17. fyrra mánaðar, þarsem skýrterfrá
undirbúningi að stofnun launamálanefndar
og ennfremur settar fram hugmyndir sam-
bandsins um breytt fyrirkomulag við gerð
kjarasamninga, ályktar bæjarstarfsmanna-
ráðstefna haldin 21. sept. eftirfarandi:
Ráðstefnan lýsir yfir þeirri skoðun sinni,
að við umræður um breytt fyrirkomulag við
gerð kjarasamninga milli bæjarstarfs-
mannafélaga annars vegar og sveitarstjórna
hins vegar, beri að tryggja að núgildandi
samningsréttur hvers bæjarstarfsmannafé-
lags verði ekki skertur.
Þá telur ráðstefnan nauðsynlegt, að til-
lögur um breytingar á samningsréttarlögun-
um frá 1976 verði ekki lagðar fyrir Alþingi,
nema að höfðu samráði og í fullri samvinnu
við BSRB.
Loks vill ráðstefnan láta í ljós þá skoðun
sína, að þær hugmyndir og tillögur Sam-
bands ísl. sveitarfélaga, sem fylgja ofan-
greindu bréfi og merktar eru Drög I 2/6
1981, hafa nánast ekkert verið ræddar í fé-
lögunum og afstaða því ekki tekin að öðru
leyti en að framan greinir."