Ásgarður : blað starfsmanna ríkis og bæja - 15.10.1981, Blaðsíða 5

Ásgarður : blað starfsmanna ríkis og bæja - 15.10.1981, Blaðsíða 5
könnun meðal ríkis- og hæjarstarfsmanna. Lögðu þeir fram sem umræðugrundvöll drög að áiyktunum um þessi atriði sem þeir lögðu til að starfsnefndum yrði ætlað að fjalla um á ráðstefnunni. Upphófust nú fjörugar umræður og voru skoðanir skiptar, m.a. unr hlutverk for- mannaráðstefnu og samninganefndar við stefnumótun kröfugerðar, hvort rétt væri að setja fram nú þegar ákveðið form og tölur í launastigakröfum. um aukna áherslu á flokkatilfærslur, skattbreytingatillögur, möguleika á skoðanakönnun um verkfalls- boðun o.fl. Ágreiningur var ekki um það markmið að knýja fram verulegar kjarabætur til að vega upp á móti undangenginni kjaraskerðingu og misræmi launakjara fyrir hliðstæð störf. Hins vegar komu fram mismunandi viðhorf varðandi leiðir að þessu marki og áherslu- atriði í þeirn efnum. Ákveðið var að skipta ráðstefnunni í fimm umræðuhópa. sem allir fjölluðu um framkomin drög og skiluðu að því loknu umsögn og hugmyndum til tveggja starfs- nefnda sem skyldu síðan leggja fram tillög- ur fyrir ráðstefnuna. Umræðuhóparnir störfuðu morguninn eftir (miðvikudag) og síðar þann dag skiluðu starfsnefndirnar tvær drögum að ályktunum eftir mjög nauman starfstíma. Umræður urðu talsverðar áfram, og komu fram ýmsar tillögur um breytingar á orðalagi og framsetningu. Var því ákveðið Fundarstjóri og ritarar að störfum. að fresta fundi, þegar komið var fram vfir kvöldmat og fela nefndunum að reyna að samræma þau viðhorf sem fram voru kom- in. Þegar svo almennur fundur hófst að nýju eftir hádegi á fimmtudag (2/f/9) þá voru lagðar fram endurskoðaðar tillögur nefnd- anna og þær síðan báðar samþykktar ein- róma. Að því loknu sleit Kristján Thorlacius formaður bandalagsins formannaráðstefn- unni. Tillögurnar sem samþykktar voru, eru birtar hér í heild og eru lesendur Ásgarðs beðnir að hafa þær við hendina á fundun- um sem framundan eru um kjaramálin á næstunni. Boðað til funda og skoðanakönnunar. Formannaráðstefna BSRB 22.—24. sept. 1981 beinir því til stjórnar BSRB og aðild- arfélaganna, að þau kynni drög að kröfu- gerð BSRB sem best með kynningarfund- um á næstunni. Fyrirkomulag funda verði þannig: a) Utan höfuðborgarsvæðisins boði BSRB til svæðafunda ásamt viðkomandi bæj- arstarfsmannafélögum. b) Einstök bandalagsfélög skipuleggi al- menna fundi eða vinnustaðafundi á höfuðborgarsvæðinu og á þeim stöðum öðrum er henta þykir. Á fundunum verði leitast við að kanna afstöðu félagsmanna með skoðanakönnun. Samninganefnd undirbúi skoðanakönnun- ina í samráði við stjórn BSRB og verði hún kynnt í næsta tölublaði Ásgarðs. Þetta er kjara- málaályktunin Formannaráðstefnan telur einsýnt, að gildandi kjarasamningum samtakanna við ríkið, sveitafélögin og sjálfseignastofnanir verði sagt upp með tilskildum uppsagnar- fresti. Formannaráðstefnan beinir því til samn- inganefndar BSRB og samninganefnda bæjarstarfsmannafélaganna, að þær byggi kröfugerðir sínar við gerð nýrra kjara- samninga aðallega á eftirgreindum megin- stefnumiðum: # í kröfugerð verði haldið þeirri jafn- launastefnu, sem samtökin hafa fylgt. #Aukinn verði kaupmáttur launa, þannig að hann nái a.m.k. aftur því marki, sem hann hefur verið bestur á síðustu árum, þ.e. í árslok 1977. # Þessu marki verði náð jöfnum höndum með beinum launahækkunum og upp- byggingu launastiga í breyttri mynd frá því sem nú er. # Jafnframt því er lögð áhersla á auknar kerfisbundnar tilfærslur milli launa- flokka, sem nái til allra starfsmanna. Þessi regla komi ekki síst til góða þeim, sem eru í lægri launaflokkunum. # Tryggt verði við röðun starfa í launa- flokka, að fullt tillit verði tekið til niður- stöðu þeirrar kjararannsóknar, sem unn- ið er að, og að opinberir starfsmenn eigi kost á launahækkunum vegna starfs- þjálfunar og endurhæfingar. # Þau félög, sem þess óska, skulu eiga þess kost að nota starfsmat við sérkjarasamn- inga um röðun í launaflokka. Verði þá gerður samningur við hvert aðildarfélag fyrir sig um starfsmatskerfi. # Launin verði að fullu verðtryggð sam- kvæmt framfærsluvísitölu. Ef lög verða sett er skerða umsamin laun. þar með taldar verðlagsbætur, falli samningar sjálfkrafa úr gildi. #Tryggður verði sami samningsréttur vegna starfsmanna sjálfseignastofnana og opinberir starfsmenn búa við. Starfs- menn þeirra stofnana hafi atkvæðisrétt um almennar sáttatillögur þó samið sé við hverja stofnun fyrir sig. Sami samn- ingsréttur verði tryggður fyrir sumaraf- leysingafólk. # Sett verði fram krafa um skattabreytingar til hagsbóta fyrir launafólk. # Framkvæmd verði lagaákvæði um lág- markshvíld. # Sett verði fram krafa um lengingu orlofs. # Krafist verði úrbóta í húsnæðismálum, sem m.a. feli í sér að allt launafólk fái lán til lengri tíma. # Formannaráðstefnan legguráherslu á,að komandi kjarasamningar leiði til jafn- réttis í launamálum með því að tryggja félögum BSRB eigi lakari kjör en aðrar stéttir búa við. # Formannaráðstefnan hvetur einstök félög til þess að fjalla um sérkjarasamn- inga samhliða gerð aðalkjarasamnings.

x

Ásgarður : blað starfsmanna ríkis og bæja

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ásgarður : blað starfsmanna ríkis og bæja
https://timarit.is/publication/1581

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.