Ásgarður : blað starfsmanna ríkis og bæja - 15.10.1981, Blaðsíða 14

Ásgarður : blað starfsmanna ríkis og bæja - 15.10.1981, Blaðsíða 14
14/ Yiðtalið Ellert Eiríksson hóf störf sem verkstjóri hjá Keflavíkurkaup- staðfjórtán ára gamall. Síðan lauk hann gagnfrœðaprófi, fór til aUk sjós oggegndi hinum og þessum störfum í landi. Síðustu tuttugu og þrjú árin hefur Ellert starfað samfellt sem verkstjóri og þar af Éiríksson WÆmí) nítján síðustu árin sem yfirverkstjóri. Góöum og framtakssömum mönnum greidd betri laun fyrir betri vinnu — Hvernig stóð á því að þú hófst störf sem verkstjóri hjá Keflavíkurkaupstað að- eins 14 ára gamall? Ég flæktist nú eiginlega bara inn í þetta fyrir tilviljun. Ég var nýbúinn i prófum og sárvantaði vinnu. En um þetta leyti var verið að byrja í fyrsta sinn með unglinga- vinnuna, sem starfrækt hefur verið hér frá þeim tíma. Mér bauðst þar starf sem verk- stjóri og þáði ég það með þökkum. Nú má segja að ég hafi þar með hafið minn feril hjá bænum, því ég hef allt frá þeim tíma verið viðloðandi verkstjórastörf þar. þó svo að eyður hafi konrið inní. — 1 hverju er starf yfirverkstjóra fólgið? Ég á að hafa yfirumsjón með öllum verklegum framkvæmdum, sem bærinn sér um, auk annarra starfa, sem og eru undir minni stjórn, svo sem viðhald o.fl. — Hvert er álit þitt á launapólitíkinni? Það getur nú verið svolítið erfitt að átta sig á henni.. Þó finnst mér fyrir neðan allar hellur þegar stjórnvöld rifta nýgerðum samningi. Blekið er varla þornað á papp- írnum þegar margra vikna og oft mánaða starfi samninganefndar er gert að engu með einu pennastriki. Svo virðist sem það sé nánast stefna stjórnvalda á sérhverjum tíma að rifta nýgerðum samningum og vera að krukka í vísitöluna. Ég tel að fólk sé orðið svolítið leitt á þessari stefnu stjórnvalda þ.e. þegar annar samningsaðilinn telur sig ekki bundinn af einu eða neinu samkomulagi. En hvað sjálf launin snertir, þá er það ekkert launungarmál að ríkið greiðir sínu starfsfólki mun lægri laun heldur en hinn frjálsi atvinnumarkaður. Ríkið hefur fram til þessa ákaflega litið tillit tekið til fram- takssemi og síst hæfileika. Allir eru gerðir jafnir og enginn má skara framúr. Hinn frjálsi atvinnumarkaður hefur hins vegar verið tilbúinn að greiða góðum og fram- takssömum mönnum betri laun fyrir betri vinnu og er það álit mitt að ríkið verði í komandi framtíð að fara að átta sig á þess- um hlutum. — Nú hefur verið mikið rætt og ritað um lýðræði innan verkalýðshreyfingarinnar. Hver er þín skoðun á þessum málum? Sjálfsagt mætti lýðræðið vera meira, bæði innan verkalýðshreyfingarinnar og á fleiri stöðum. Hinsvegar geri ég greinarmun á BSRB og ASI í þessum efnum. Ég tel að lýðræði sé miklu meira innan BSRB en ASI og þarf ekki annað en að benda á upp- byggingu og starfsemi BSRB til að sjá að svo er, og gætu þeir hjá ASf lært mikið af okkar samtökum í sambandi við lýðræði. — Eru menn stressaðir hjá bænum? Jú. jú. Við erum mannlegir eins og aðrir. Hinsvegar er þetta nokkuð árstíðabundið og getur komið í sveiflum. Á veturna t.d. getur snjómoksturinn orðið okkur erfiður Ijár í þúfu. Álagið er því nokkuð háð árs- tiðum og veðurfari. — Og í lokin. Hafa orðið miklar breyt- ingar hjá ykkur frá því þú fyrst hófst störf hjá bænum? Jú svo sannarlega. Allur aðbúnaður er nú orðinn til fyrirmyndar, auk þess sem öll vinnubrögð hafa tekið miklum stakka- skiptum og þá ekki síst með tilkomu stór- virkra vinnuvéla, sem hafa leyst manns- höndina af verki. Þetta hefur hinsvegar haft það í för með sér að fækka hefur orðið fólki jafnt og þétt. hversu gott sem það nú er. —gbk Samningur frá 1954 um sameiginlegan vinnumarkað á Norðurlöndum er nú í end- urskoðun. Island er ekki aðili að þessum samningi. Aðilar eru: Danmörk. Finnland, Noregur og Svíþjóð. Megintilgangur þessa samnings er að tryggja, að ríkisborgurum norrænu land- anna sé frjálst að starfa og taka sér búsetu í öðru norrænu landi án sérstaks leyfis. Ástæður til þess, að ísland gerðist ekki aðili að samningnum 1954 voru þær, að menn vildu ekki eiga það á hættu að rík- isborgarar annars staðar af Norðurlöndum kæmu hingað í störf í svo ríkum mæli, að atvinnuleysi skapaðist hér af þeim sökum. Reynslan hefur orðið sú, að íslendingar hafa í allríkum mæli sest að annars staðar á Norðurlöndum. Hafa þeir ekki þurft að sækja þar um atvinnuleyfi. Þeir hafa notið sama réttar í aðildarlöndum samningsins eins og ríkisborgarar þeirra fjögurra landa, sem aðilar eru að samningnum. ísland verði aðili — vamaglar verði settir Nú hafa Alþýðusamband fslands og B.S.R.B. fengið til umsagnar frá félags- málaráðherra tillögu um endurskoðun samningsins frá 1954 og þar með, hvort rétt sé fyrir íslendinga að gerast nú aðilar að samningnum. Nefndir frá A.S.Í. og B.S.R.B. hafa fjallað um þetta mál og hafa þær starfað saman. Sameiginleg umsögn hefur verið send fé- lagsmálaráðherra. I umsögninni til ráðherra segir m.a.: ,,Það er skoðun A.S.I. og B.S.R.B. að að- ild íslands að sameiginlega norræna vinnu- markaðinum sé æskileg, ef samkomulag getur tekist við önnur Norðurlönd um við- unandi skilyrði og íslensk stjómvöld eru reiðubúin til þess að mæta verkefninu með eflingu vinnumiðlunar og auknu samstarfi við verkalýðssamtökin. Samtökin lýsa hér með vilja sínum til viðræðna við ráðuneytið um nánara fyrir- komulag og með hvaða hætti megi tryggja íslenskum verkalýðssamtökum trausta að- ild að öllum ákvörðunum stjórnvalda í þessu samhengi.“ Á stjórnarfundi Norræna verkalýðssam- bandsins, sem haldinn var í Reykjavík 26.—28. ágúst s.l. var samþykkt sameiginleg yfirlýsing helstu verkalýðssamtaka á Norð- AFSTAÐA ASÍ OG BSRB TIL SAMEIGINLEGS VINNUMARKAÐAR Á NORÐURLÖNDUM

x

Ásgarður : blað starfsmanna ríkis og bæja

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ásgarður : blað starfsmanna ríkis og bæja
https://timarit.is/publication/1581

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.