Ásgarður : blað starfsmanna ríkis og bæja - 15.10.1981, Blaðsíða 18

Ásgarður : blað starfsmanna ríkis og bæja - 15.10.1981, Blaðsíða 18
| Bréf-svör 18 / Utan úr heimi Norrænir símamenn: Stefnumörkun í tölvumálum Tölvur ryðja sér œ meir til rúms á vinnumarkaðnum. Starfsfólki fækkar. Tölvum Jjölgar. Hér á landi eru félög launafólks að byrja að átta sig á þessu máli. Erlendis, m.a. hjá starjsbrœðrum okkar á Norðurlöndum, hefur þetta verið efst á baugi á undanfömum árum. Stefna hefur verið mörkuð og kröfur gerðar sem fela það í sér að tryggja rétt starfsfólks. Símamenn hér á landi hafa í félagi með öðrum símamönnum á Norðurlöndum tekið þátt í að móta stefnu varðandi tölvuvœðingu norrænna símastofnana. Hér verður vikið að nokkrum þáttum í skýrslu sem tekin hefur verið saman um þetta efni. Starfsmenn með í ráðum Það er grundvallaratriði, að fulltrúar starfsmanna og starfsmannafélaga séu strax með í ráðum við mótun nýrra vinnuaðferða, er byggjast á tölvunotkun. Er þar m.a. um að ræða pólitískt samstarf vegna laga- og reglugerðabreytinga og vinnu frá frumstigi til viðhaldsvinnu tölvukerfa. Samningar séu gerðir um hverslags kerfi eru notuð og hvernig. Athugað sé og reikn- að með strax í upphafi, hvaða afleiðingar tölvuvæðingin hefur í för með sér gagnvart starfsmönnum og starfsaðstöðu þeirra. í því sambandi sé reiknað með kostnaði, sem tölvuvæðingin hefur í för með sér, m.a. kostnaður, sem stuðlar fyrst og fremst að aukinni vetlíðan og meiri afköstum. Þegar um endurmenntun er að ræða eða breyttar kröfur til menntunar og reynslu skal að slíku unnið í fullu samráði við starfsmenn á kostnað atvinnurekenda. Tryggja þarf rækilega að tölvuvæðing leiði ekki til atvinnuleysis. Skiptivinna og kynning Tölvurnar skapa einhæf störf og streitu- í kosningabaráttunni í Noregi 1977 lofaði þáverandi iðnaðarráðherra að engum yrði sagt upp í ríkisverksmiðju einni. Tveimur árum síðar var samt sem áður nokkrum sagt upp og þrír þeirra fóru í mál. Nú hefur héraðsdómstóll í Osló úrskurð- að, að ríkisstjórnin verði að greiða þeim valdandi. Þess þarf að gæta að þeir sem vinna slík störf geri það ekki eingöngu. Skipti séu ör og góðar hvíldir, t.d. 2 tímar við tölvu (með hléum) og síðan 2 tímar annað starf. Upplýsinga- og kynningastarf þarf að vera mjög gott, enda eru menn á einu máli um það, að tölvukerfi séu algjörlega háð því fólki sem vinnur við kerfið. Upplýsingar til þeirra sem hlut eiga að máli eiga að skiljast án þess að fólk hafi sérþekkingu (á manna- máli). Félög launafólks geri sér ljóst strax í upphafi, að tölvumál eru viðbótarverkefni við öll þau mörgu mál, sem þau hafa þegar til úrlausnar. Tœkniþróun starfsmönnum til heilla Það er mjög veigamikið að norrænu símastjórnirnar hanni og taki í notkun tölvutækni með aðstoð eigin starfsmanna. Forsenda þess er að kerfin verði hönnuð af því starfsfólki, sem síðar mun halda kerf- unum við og þróa þau. Ein forsenda þess, að þessi mál gangi, er að vinnustaðurinn standist kröfur, sem gera þarf með gott vinnuumhverfi í huga og umhverfisvernd (ergonomi). Það má ekki gleymast, að tæknin verður að þróast manninum til heilla. Rannsóknir eru mikilvægar í því augnamiði. Það er mikilvægt varðandi gagnasöfnun að semja um hana nákvæmar reglur, þannig að upplýsingar séu aldrei notaðar gegn starfsmönnum. Með öflugu samhæfðu átaki geta nor- rænu símamálastjórnirnar verið fyllilega samkeppnishæfar. Með góðri skipulagn- ingu er hægt >að bjóða starfsmönnum slík kjör, að flótti starfsmanna til einkafyrir- tækja hætti. Með þessu móti geta félögin í NFS mætt aukinni ásælni fjölþjóðlegra auðhringa með árangri. Stytt og endursagt. 11.08.81. Þ.Ó. sömu upphæð og þeir hefðu fengið í laun allt til eftirlaunaaldurs. Það er mál manna í Noregi, að stjórn- málamenn muni hér eftir sýna meiri var- kárni í kosningaloforðum. Kannski er þetta eitthvað sem við íslendingar þyrftum að læra af? (Úr Economist 2.—8. maí 1981) Bréffrá Jafnréttisráði Jafnréttisráð skorar á alla atvinnurek- endur að hafa alltaf til reiðu nákvæmar starfslýsingar. áður en þeir auglýsa störf laus til umsóknar, þannig að umsækjendur geti í hverju tilviki gert sér sem besta grein fyrir í hverju starfið er fólgið og hvaða kröfur það gerir til starfshæfni og mennt- unar. Hvað eftir annað hefur það komið í ljós í þeim málunt sem Jafnréttisráði er gert að fjalla um, að starfslýsingar og erindisbréf fyrir starfsmenn eru ýmist alls ekki til eða afar ófullkomin. Þetta er m.a. til þess fallið að torvelda Jafnréttisráði störf sín. Jafnréttisráð telur að stjórnvöld eigi að ganga á undan í þessum efnum og sýna með því gott fordæmi. Að lokum tekur Jafnréttisráð það fram, að verði breytingar á eðli og umfangi starfs sem valda því að aðrir eða fleiri eiginleikar séu æskilegir til að gegna því vel, þá verður að taka það greinilega fram í auglýsingu um starfið. F.h. Jafnréttisráðs Bergþóra Sigmundsdóttir framkvæmdastjóri Endurskoðun samninga 21/5 1981 var rætt um blað B.S.R.B. Ás- garð í útvarpinu. Rætt var við Hauk og fleiri um starfsemi þess og veitti ég því athygli að ritstjórinn skrifar 90% í blaðið. Ég tek undir þá frásögn, að við starfs- menn gerum allt of lítið af því að skrifa í blaðið, og láta í ljós skoðanir okkar á þeim málefnum sem varða okkur í kaupgjalds- málum, verkfallsréttindi og fleira. Ef við samstillum krafta okkar þá eigum við að geta náð góðum árangri við ríkis- valdið, og t.d. í sambandi við samninga í kaupgjaldsmálum. Tökum Pétur Pétursson til fyrirmyndar, hann er harður en þó sann- gjarn í baráttumálum okkar. Eins og sakir standa tel ég sé orðið tíma- bært fyrir okkur að endurskoða síðustu samninga, því að alltaf lengist bilið á milli verðlags og kaupgjalds og eftir því sem það dregst meir náum við verri samningum. Þess vegna þurfum við að hafa fjöl- mennan fund sem allra fyrst og ræða þessi mál. Ég vona að hægt verði að framkvæma það, ég er óánægður með að forystumenn félagsins skuli ekki taka þessi mál til með- ferðar. Hvað eigum við að sofa lengi á verðinum. Jóhann Þórólfsson Noregur: Kosningaloforð ber að efiia

x

Ásgarður : blað starfsmanna ríkis og bæja

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ásgarður : blað starfsmanna ríkis og bæja
https://timarit.is/publication/1581

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.