Morgunblaðið - 03.04.2021, Blaðsíða 21
FRÉTTIR 21Erlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. APRÍL 2021
Töfrar eldhússins byrja með Eirvík
Eldhúsið er ekki bara herbergi,
heldur upplifun
Hvort sem þú leitar að klassískum retro kæliskáp á heimilið, rómantískri eldavél í sumar-
bústaðinn, litríkum matvinnslutækjum í eldhúsið eða nýrri fallegri innréttingu erum við með
frábæra valkosti fyrir þig. Vöruúrval Eirvíkur er afar fjölbreytt og ættu allir að geta fundið
eitthvað við sitt hæfi. Af hverju að vera eins og allir hinir - þegar maður getur verið
einstakur!
Eirvík Suðurlandsbraut 20, Reykjavík, sími 588 0200, eirvik.is.
Opnunartími mánudaga - föstudaga 10-18, laugardaga 11-15
Á landamærum Íraks er spillingin
allsráðandi og þaulskipulögð og háar
upphæðir hafna í vösum vopnaðra
sveita, stjórnmálaflokka og spilltra
embættismanna í stað ríkissjóðs.
Mest hagnast vopnaðar sveitir
sjíta, sem hafa tengsl við Íran. Liðs-
menn þeirra hóta embættismönnum,
sem voga sér að standa í vegi fyrir
þeim, oft með hrollvekjandi hætti
eins og hálfs árs rannsókn frétta-
stofunnar AFP hefur leitt í ljós.
Í fréttaskýringu AFP um spill-
inguna segir að kerfið sé svo vel
smurt og rótgróið að afrakstrinum
sé deilt á milli stríðandi hópa án telj-
andi ágreinings. Þar er talað um
kerfi til hliðar við það opinbera og
Ali Allawi, fjármálaráðherra lands-
ins, kallar það rán úr ríkissjóði.
„Þetta er ólýsanlegt,“ sagði írask-
ur tollvörður við AFP. „Þetta er
verra en frumskógur. Í frumskóg-
inum fá dýrin sér að minnsta kosti
að borða og verða södd. Þessir
náungar eru óseðjandi.“
Þessi viðmælandi vildi ekki koma
fram undir nafni frekar en aðrir
heimildamenn AFP og sagðist hafa
fengið líflátshótanir.
Þeir lýstu ástandi, sem rekja má
til hægfara skrifræðis og viðvarandi
spillingar, sem eigi rætur í árum
glundroða í kjölfarið á innrás Banda-
ríkjamanna árið 2003 til að steypa
Saddam Hussein einræðisherra.
Innflutningstollar eru ein af fáum
tekjulindum ríkisins. Til þess að
friðþægja hina ýmsu hópa í landinu
hefur stöðum þar sem varningur
kemur inn í landið verið skipt upp á
milli þeirra. Mútur hafa hins vegar
komið í stað skatta.
Mikið er flutt inn í landið og kem-
ur mest frá Íran, Tyrklandi og Kína.
Opinberlega kemur varningurinn
inn á fimm stöðum á landamærunum
að Íran og einum á landamærunum
að Tyrklandi, en mestur er flutning-
urinn um höfnina í Umm Qasr í suð-
urhéraðinu Basra. Tollar á inn-
fluttar vörur eiga að drýgja
olíutekjurnar, en það er öðru nær.
Ríkið verður af tekjum, sem ella
færu í að reka skóla, sjúkrahús og
aðra þjónustu fyrir almenning. „Við
ættum að fá sjö milljarða dollara á
ári í tolla,“ sagði Allawi við AFP.
„Staðreyndin er sú að aðeins 10 til
12% af innflutningstollum berast
fjármálaráðuneytinu.“
Tafir eru miklar og þeir sem ætla
að fara löglega að gætu þurft að bíða
með vörur í tolli í margar vikur og
greiða svimandi há gjöld.
Í svarta kerfinu er hægt að stytta
sér leið. Þar er valdamestur vopn-
aður hópur, sem nefnist Hashed al-
Shaabi. Hann nýtur ríkisstuðnings
og tengist Íran náið. Einn heimild-
armaður AFP sagði að innflytjendur
vildu frekar tapa 100 þúsund doll-
urum með því að greiða mútur, en að
missa allar sínar vörur. Þeir sem
borga mútur fá hraðari þjónustu,
eru varaðir við eftirliti og geta jafn-
vel komið því til leiðar að sendingar
keppinauta verði fyrir töfum.
Lykilstöður í tollinum eru líka eft-
irsóttar og ganga kaupum og sölum
fyrir 50 til 100 þúsund dollara og
jafnvel margfalda þá upphæð, að
sögn Allawis.
Mútugreiðslurnar halda uppi
stjórnmálaflokkum og vopnuðum
sveitum, þar á meðal greinum Has-
hed-hreyfingarinnar, að sögn Re-
nads Mansours hjá hugveitunni
Chatham House. Mútukerfið festi
sig í sessi eftir að Ríki íslams beið
ósigur 2017. Þá var hætt að veita
háum upphæðum í baráttuna gegn
Ríki íslams og þá þurfti að leita ann-
að eftir peningum.
Mustafa al-Kadhemi, forsætisráð-
herra Íraks, hét því þegar hann tók
við embætti í maí 2020 að hreinsa til
á landamærunum og tryggja tekjur
ríkisins, sem skroppið hafa saman
vegna verðlækkunar á olíu.
Hann hefur hótað að senda nýja
hermenn á hverja landamærastöð og
skipta reglulega út yfirmönnum í
tollgæslu til að stöðva spillinguna.
Honum hefur orðið eitthvað ágengt,
en viðmælendur AFP sögðu að nú
greiddu sumir innflytjendur einfald-
lega full gjöld til ríkisins og þyrftu
áfram að borga mútur til að vörur
þeirra festust ekki í tolli. „Þegar upp
er staðið borgum við tvöfalt,“ sagði
arabískur kaupsýslumaður.
Þeir sem hagnast á spillingunni
munu ekki gefast upp án mótstöðu.
„Eitt skiplægi í Umm Qasr er ígildi
fjárlaga,“ sagði ónefndur leyniþjón-
ustumaður við AFP og ýkti vísvit-
andi til að koma boðskap sínum til
skila. „Þeir munu ekki verða auðfús-
ir til að miðla málum.“
„Verra en frumskógur“
- Mútur og spilling viðvarandi á landamærum Íraks - Vopnaðir hópar, stjórnmálaflokkar og emb-
ættismenn raka til sín fé en ríkissjóður sveltur - Forsetinn sker upp herör en hefur lítið orðið ágengt
AFP
Uppskipun Bretti með innfluttum viði á bryggjunni í Umm Qasr í Írak.
Hassanein Mohsen mótmælti spillingu í Írak mánuðum
saman og lagði fram kvartanir vegna embættismanna.
Nú er hann útskúfaður fyrir uppljóstranir, atvinnulaus
og eina útleiðin sem hann eygir er að flytja í burtu
ásamt fjölskyldu sinni, konu og fjórum börnum. „Það er
ekki hægt að búa hérna án þess að borga mútur,“ sagði
Mohsen við AFP. „Ég hef gefið allt sem ég get og landið
sekkur bara dýpra.“ Hann fær hótanir, vel tengdir ætt-
ingjar vilja ekki vita af honum og hann fær ekki vinnu.
Útskúfaður og ætlar burt
MÓTMÆLTI SPILLINGU Í ÍRAK MÁNUÐUM SAMAN
Hassanein Mohsen