Morgunblaðið - 03.04.2021, Side 11
FRÉTTIR 11Innlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. APRÍL 2021
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
Bæjarráð Ísafjarðarbæjar hefur
ákveðið að afla upplýsinga frá
fyrirtæki í Litháen sem kom með
eina tilboðið í fjölnota knatt-
spyrnuhús á Ísafirði. Tilboðið var
langt yfir kostnaðaráætlun og
markmið bæjarins er að finna leiðir
til að fá húsið reist fyrir verð sem
rúmast innan fjárhagsáætlunar
bæjarins.
Allt kjörtímabil bæjarstjórnar
Ísafjarðarbæjar hefur verið unnið
að undirbúningi byggingar fjölnota
knattspyrnuhúss á íþróttasvæðinu
á Torfnesi á Ísafirði. Daníel Jakobs-
son, formaður bæjarráðs, segir að
æfingaaðstaða knattspyrnufólks sé
bágborin, bæði grasvöllurinn og
gervigrasvöllurinn þarfnist lagfær-
inga og íþróttahúsið á Torfnesi
anni ekki eftirspurn. Með því að
byggja knattspyrnuhús og koma
knattspyrnunni þangað á veturna
geti aðrar íþróttagreinar fengið
meira svigrúm í íþróttahúsinu.
Betri staður að búa á
„Við búum á Vestfjörðum, knatt-
spyrnan er orðin heilsárs-
íþróttagrein og ef við ætlum að búa
börnum okkar sambærilega að-
stöðu og börn hafa annars staðar,
þarf að fara í slíkar framkvæmdir.
Það hefur verið gert annars stað-
ar,“ segir Daníel og nefnir að meiri
not verði af fjölnota knattspyrnu-
húsinu en aðeins fyrir knattspyrnu-
æfingar, eins og heiti þess bendir
til. Nefnir hann möguleika á öðrum
íþróttum til hliðar og skemmtana-
hald. „Ég tel að Ísafjörður verði
betri staður að búa á eftir að knatt-
spyrnuhús rís,“ segir Daníel.
Ákveðið var að byggja hús sem
svarar til hálfs knattspyrnuvallar á
núverandi gervigrasvelli.
Brösuglega hefur gengið að
koma málinu í framkvæmd. Hönn-
un og bygging hússins var fyrst
boðin út á Evrópska efnahagssvæð-
inu á árinu 2019. Töluverður áhugi
var á útboðinu en ekkert gilt tilboð
barst þegar umslög voru opnuð í
byrjun árs 2020. Í kjölfarið var
skrifað undir viljayfirlýsingu við
Hugaas Baltic í Litháen um að
byggja húsið fyrir 470 milljónir kr.
en ekki var heimilt samkvæmt lög-
um að fara þá leið, að því er Daníel
segir. Samkvæmt áætlun sem Verk-
ís gerði var heildarkostnaður áætl-
aður 470 til 550 milljónir kr., að því
er fram kom á fréttavefnum bb.is.
Þegar framkvæmdin var boðin út
að nýju barst aðeins eitt tilboð, það
er frá umræddu fyrirtæki, Hugaas
Baltic í Litháen, og það hljóðaði
upp á 728 milljónir króna en kostn-
aðaðaráætlun ráðgjafa Ísafjarðar-
bæjar gerði ráð fyrir 476 milljónum
króna í verkefnið.
Daníel segir að það hafi verið
vonbrigði að aðeins eitt tilboð
barst. Hann segir að finna þurfi
leiðir til að framkvæmdin rúmist
innan fjárhagsáætlunar bæjarins
og að því sé unnið. Vilji bæjarins sé
að semja við bjóðanda á grundvelli
útboðsgagna með breytingu á þeim
liðum sem hafi farið úr böndunum.
Óskað eftir upplýsingum
Lögmaður og sviðsstjóri um-
hverfis- og eignasviðs Ísafjarð-
arbæjar hafa lagt til við bæjarráð
að óska eftir staðfestingu Hugaas
Baltic á því að fyrirtækið uppfylli
allar tilskildar hæfiskröfur, meðal
annars um fjárhagslegan styrk.
Eftir það geti bærinn tekið afstöðu
til tilboðs fyrirtækisins, tekið því
eða hafnað og hafið viðræður um
breytingar.
Reynt er að koma
knatthúsi í ramma
- Eina tilboðið var langt yfir áætlun Ísafjarðarbæjar
Ljósmynd/Hugaas Baltic
Fjölnota Hugaas Baltic hefur sett upp fjölda húsa í Noregi. Hér er eitt, í
Frekhaug á Hörðalandi, svipað því sem Ísfirðingum stendur til boða.
Allt um sjávarútveg
Atvinna
Hvar er næsta
verkstæði?
FINNA.is
SKVÍSAÐU ÞIG UPP
FYRIR SUMARIÐ
STÆRÐIR 1428
Léttur Jakki
14.990 kr
Frakki
13.990 kr
A-sniðs jakki
22.990 kr
Verslunin CURVY | Fellsmúla 26 við Grensásveg, 108 RVK | Sími 581-1552 | www.curvy.is
Regnjakki
13.990 kr
Garðatorg 6 | s. 551 5021 | www.aprilskor.is
Ten Points Elsa
28.990 kr.
Opið frá 12-16 í dag
Skipholti 29b • S. 551 4422
GLEÐILEGA
PÁSKA
Opið 11:00-16:00
Skoðið laxdal.is
Skoðið // hjahrafnhildi.is
Engjateigi 5 // 581 2141 // hjahrafnhildi.is
NÝ SENDING