Morgunblaðið - 03.04.2021, Blaðsíða 32
HÁSKÓLAÍÞRÓTTIR
Gunnar Valgeirsson
Los Angeles
Fjögurra liða úrslit karla og kvenna í
bandaríska háskólakörfuknatt-
leiknum hefjast í dag og verða úr-
slitaleikirnir sjálfir á mánudags-og
þriðjudagskvöld. Segja má að þessir
leikir fari fram um leið og kröfur um
breytingar á réttindum íþróttafólks-
ins séu nú í brennidepli.
Bandarískar skólaíþróttir eru mun
stærri hluti af íþróttaheiminum hér í
landi en í öðrum löndum, þar sem fé-
lagsíþróttir skipa mestan sess. Stór
hluti barna- og unglingaíþrótta fer
fram í skólunum og endar í háskóla-
íþróttunum, en þar er keppnin í vin-
sælustu liðsíþróttunum efnahagslega
á borð við stóru atvinnudeildirnar.
Upphaflega voru þessar háskóla-
íþróttir skipulagðar og reknar af
stúdentum, en eftir þó nokkur dauðs-
föll í ruðningsíþróttinni í upphafi 20.
aldar, ákváðu stjórnendur skólanna
að ekki væri lengur hægt að treysta
stúdentunum fyrir keppninni. Þeir
stofnuðu sérstakt íþróttasamband
háskólanna árið 1911 – NCAA – og
síðan þá hefur það samband aukið
völd sín við að stjórna allri keppni,
þar á meðal lífi íþróttafólksins sjálfs í
smáatriðum.
Peningarnir ráða stjórnun
Í gegnum áratugina hefur keppnin
í háskólaíþróttunum orðið æ stærri í
sniðum, sérstaklega eftir að alrík-
isstjórnin í Washington samþykkti
nýja menntalöggjöf 1972, sem bann-
aði mismunun varðandi kyn og kyn-
þætti. Um leið og sú löggjöf varð að
veruleika hófust hundruð lögsókna
gegn gagnfræða- og háskólum, sér-
staklega varðandi keppni og skipulag
stúlkna- og kvennaíþrótta. Afleið-
ingin varð sú að sprenging varð í
þátttöku kvenna og afraksturinn af
því sést best á árangri bandaríska
kvennalandsliðsins í knattspyrnu, og
árangri bandarískra kvenna á tvenn-
um síðustu Ólympíuleikum, en á
þeim unnu konurnar fleiri verðlaun
en karlarnir.
Þrátt fyrir þessar framfarir hefur
gagnrýni á NCAA aukist, mest-
megnis vegna kerfis sem sífellt verð-
ur erfiðara og erfiðara að verja.
Vegna aukinna sjónvarpstekna,
sérstaklega í ruðningi og körfuknatt-
leik undanfarna þrjá áratugi, hafa
ákvarðanir NCAA verið álitnar
spilltar af streymi peningaflæðisins
frá sjónvarpsstöðvum og styrkja fyr-
irtækjum. Svo virðist sem allar
ákvarðanir NCAA ráðist af því að
gera tekjustrauminn ánægðan – oft-
ast á kostnað íþróttafólksins.
Segja má að um tvenns konar
íþróttir sé að ræða í háskólunum.
Annars vegar íþróttir sem skapa
tekjur – til að mynda sjónvarpspen-
inga, áhorfendatekjur, tekjur frá
styrktarfyrirtækjum (körfubolti,
ruðningur) – og hins vegar íþróttir
sem aðeins kosta pening (frjálsar,
golf, glíma). Flest vandamálin í há-
skólunum snúast um fyrri hópinn –
peningaíþróttirnar svokölluðu.
Óverjanlegt arðrán
Rétt eins og ólympíuíþróttafólk
var um áratugi skilgreint sem áhuga-
fólk, skilgreinir NCAA háskóla-
íþróttafólkið sem áhugafólk og fram-
fylgir sambandið síðan ströngum
lögum um merkingu þess. Það gefur
út 400 síðna bók árlega með hundr-
uðum reglna um hvað íþróttafólkið
megi og hvað ekki.
Þessi skilgreining á áhuga-
mennsku er það sem erfitt er að
verja í nútímaþjóðfélagi. Reglur
NCAA banna aðeins íþróttafólkinu
sjálfu að vinna sér inn peninga, en
engum öðrum, þar á meðal þjálf-
urum. Sambandið hefur í áratugi
haldið því fram að námsstyrkirnir
sem íþróttafólkið fái frá háskólunum
séu næg þóknun. Þessar reglur gera
einnig íþróttafólkinu erfitt að skipta
um skóla, jafnvel þótt þjálfararnir
sem fengu það til að koma til skólans
hafi ákveðið að yfirgefa hann –
venjulega fyrir meiri peninga annars
staðar.
Þótt þessar reglur hafi kannski átt
við fyrir öld, er ljósara með hverjum
degi að í öllu því peningastreymi sem
kerfið býr til – mestmegnis með
hjálp svartra leikmanna í tveimur
vinsælustu íþróttunum – er ekki
hægt að verja þá skoðun að náms-
styrkirnir einir séu næg þóknum. Í
núverandi kerfi er öllum leyft að
vinna sér inn eins miklar tekjur og
þeir geta, nema íþróttafólkinu.
Aukin vitund
Undirritaður hefur fylgst náið
með þessum málum, fyrst í fram-
haldsnámi í íþróttafélagsfræði og
síðan í kennslu í því fagi undanfarna
þrjá áratugi hér í háskólum í Kali-
forníu. Vitundin um þetta arðrán
NCAA á íþróttafólkinu hefur verið
umrædd í ritum félagsvísindafólks
og meðal íþróttafréttamanna um
áratugi, en hún er nú orðin mun út-
breiddari meðal almennings.
Tvennt kemur þar til. Fréttir af
ótrúlegum launum þjálfara í vinsæl-
ustu íþróttum háskólanna, sem fylgt
hafa auknum tekjustraumi, hafa
fengið marga aðdáendur háskóla-
íþróttanna til að hugsa um þessi mál.
Tilkoma samfélagsmiðla hefur síðan
leitt til þess að íþróttafólkið sjálft er
farið að vera óhræddara við að láta
til sín heyra með gagnrýni á fram-
komu NCAA gagnvart réttindum
þess sem þjóðfélagsþegna.
Sumt af þessu fólki á milljónir af
fylgjendum á samfélagsmiðlum, án
þess að það geti nýtt þær vinsældir
til að skapa sér tekjur.
Til að mynda hafa fimleikakonur
UCLA-háskólans hér í bæ orðið
geysivinsælar bæði á Instagram og
Tik Tok vegna frábærrar framkomu
á fimleikamótum, en ef þær myndu
taka svo mikið sem einn dal í auglýs-
ingatekjur, myndu þær samstundis
brjóta áhugamannareglur NCAA og
þar með myndi allt liðið verða sent í
langt bann af sambandinu.
Yfirhöfuð skaða þessar reglur
konur mun meira en karla, þar sem
þær eru mun ólíklegri til að geta
unnið sér inn háar fjárhæðir í at-
vinnumennsku síðar. Þær geta því
ekki unnið sér inn tekjur af hæfni
sinni þegar vinsældir þeirra eru
mestar.
Fyrir flesta þá sem heyra slíkt í
dag, virðast þetta vera fáránlegar
reglur, sérstaklega þegar tillit er
tekið til þess að öllum öðrum hópum
sem koma beint eða óbeint að há-
skólaíþróttunum er leyft að skapa
sér eins miklar tekjur og hver getur.
Allir nema þeir sem allt hafurtaskið
snýst í kringum og búa til apparatið
sem býr til tekjurnar.
Lögsóknir fyrir Hæstarétt
Undanfarin ár hafa nokkrir leik-
menn í ruðningnum og körfuknatt-
leiknum farið í mál við NCAA, og
hefur fyrsta lögsóknin þegar komist
alla leið til Hæstaréttar í Wash-
ington. Á miðvikudag var fyrsta mál-
ið tekið fyrir, en í því er NCAA sakað
um að brjóta samkeppnislög frá 1890
sem banna einokun á markaði. Í lög-
sókninni er bent á að þrátt fyrir að
skólum sé leyft að keppa um þjálfara
með því að bjóða þeim eins mikla
peninga og önnur hlunnindi og þeir
þora, sé slíkt bannað þegar komi að
stúdentum. Slíkt samkomulag skól-
anna sé því í andstöðu við samkeppn-
islög.
Í framsögu lögfræðings NCAA
fyrir réttinum, rökræddi hann að þar
sem almenningur sem hefur áhuga á
háskólaíþróttum vildi ekki að
íþróttafólkinu yrði borgað fyrir æf-
ingar og keppni umfram skólastyrk-
inn, ætti sambandið þar með ekki að
borga því. Þetta væri hluti af „menn-
ingu“ háskólaíþróttanna eins og
hann orðaði það.
Eftir þá framsögu voru það mest
íhaldssamari dómararnir sem virtust
svartsýnir á þessa kenningu sam-
bandsins. Brett Kavanaugh hafði til
dæmis á orði: „Sambandið ætti ekki
að vera að nota samkeppnislögin til
að arðræna stúdenta. Fyrir mér lítur
út fyrir að skólarnir hér séu í sam-
særi sín á milli að greiða engin laun
hér til fólksins, sem er að vinna inn
milljarða í tekjur í þessu kerfi, allt
eftir þeirri kenningu að neytend-
urnir vilji ekki að þeim séu greidd
laun. Það virðast mér vera hringrök
og það truflar mig.“
Aðrir dómararnir virtust hins veg-
ar vera svartsýnni á að nota völd
réttarins til að breyta reglum há-
skólaíþróttanna, sem þeir sögðu hafa
ólíka hefð miðað við atvinnuíþróttir.
Þeir virtust hræddir um að úrskurð-
ur dómstólsins gæti haft ófyrirsjáan-
legar afleiðingar sem gætu eyðilagt
núverandi kerfi og þannig skapað
enn meiri samkeppni um besta
íþróttafólkið. Að auki voru þeir einn-
ig hræddir um að dómur hliðhollur
lögsókninni gæti haft afleiðingar fyr-
ir aðra geira, sérstaklega tölvu- og
netgeirann.
Önnur mál varðandi rétt háskóla-
stúdenta til að vinna sér inn auglýs-
ingatekjur eru einnig á leið til
Hæstaréttar. Þar gætu dómararnir
haft aðra skoðun.
Loks er að geta þess að stjórn-
málafólk í báðum flokkum hefur
brugðist við þessari auknu vitund á
málinu með því að samþykkja lög um
aukin réttindi íþróttafólksins í sínum
eigin fylkjum. Slík lög munu hins
vegar ekki ganga til langframa og
hafa því þingmenn í Washington tek-
ið upp málið og má búast við að alrík-
isþingið muni einfaldlega draga
NCAA-sambandið grátandi inn í 21.
öldina. gval@mbl.is
Ekki hægt að
verja kerfið
mikið lengur
- NCAA heimilar ekki greiðslur til
íþróttafólksins sem skapar tekjurnar
AFP
NCAA Leikmenn UCLA-háskólans frá Kaliforníu fagna sigri í úrslitakeppni
háskólakörfuboltans sem nú stendur yfir í Indianapolis.
32 ÍÞRÓTTIR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. APRÍL 2021
England
B-deild:
Millwall – Rotherham ............................. 1:0
- Jón Daði Böðvarsson kom inn á hjá Mill-
wall á 73. mínútu.
Bournemouth – Middlesbrough.............. 3:1
Bristol City – Stoke.................................. 0:2
Derby – Luton .......................................... 2:0
Preston – Norwich ................................... 1:1
QPR – Coventry ....................................... 3:0
Watford – Sheffield Wed ......................... 1:0
Wycombe – Blackburn............................. 1:0
Barnsley – Reading.................................. 1:1
Birmingham – Swansea ........................... 1:0
Staða efstu liða:
Norwich 39 25 9 5 57:28 84
Watford 39 23 9 7 56:26 78
Swansea 38 20 9 9 45:30 69
Brentford 37 19 11 7 65:39 68
Barnsley 39 19 8 12 50:43 65
Reading 39 18 9 12 53:42 63
Bournemouth 38 17 11 10 58:38 62
Cardiff 39 16 10 13 55:38 58
Middlesbrough 39 16 8 15 47:42 56
Millwall 39 13 16 10 39:36 55
Stoke 39 14 13 12 44:42 55
QPR 38 14 11 13 42:43 53
C-deild:
Swindon – Blackpool............................... 0:2
- Daníel Leó Grétarsson lék fyrstu 77
mínúturnar með Blackpool.
D-deild:
Port Vale – Exeter .................................. 1:0
- Jökull Andrésson varði mark Exeter.
Meistaradeild kvenna
8-liða úrslit, seinni leikur:
Rosengård – Bayern München .............. 0:1
- Glódís Perla Viggósdóttir lék allan leik-
inn með Rosengård.
- Karólína Lea Vilhjálmsdóttir kom inn á
hjá Bayern á 57. mínútu.
_ Bayern áfram, 4:0 samanlagt.
Svíþjóð
Bikarkeppnin, 8-liða úrslit:
Hammarby – Trelleborg ........................ 3:2
- Jón Guðni Fjóluson lék fyrstu 64 mín-
úturnar með Hammarby sem mætir Djurg-
ården í undanúrslitum. Sigurliðið þar leik-
ur til úrslita við Häcken.
Ítalía
B-deild:
Brescia – Pordenonne............................. 4:1
- Birkir Bjarnason kom inn á hjá Brescia á
80. mínútu, Hólmbert Aron Friðjónsson sat
á varamannabekknum.
Venezia – Reggina................................... 0:2
- Óttar Magnús Karlsson kom inn á hjá
Venezia á 76. mínútu, Bjarki Steinn
Bjarkason var ekki í leikmannahópnum.
_ Efstu lið: Empoli 59, Lecce 55, Monza 51,
Salernitana 51, Venezia 49, SPAL 46, Citta-
della 45, Chievo 45, Brescia 42, Vicenza 41,
Pisa 40.
Holland
B-deild:
Excelsior – Jong PSV.............................. 0:0
- Elías Már Ómarsson lék allan leikinn
með Excelsior.
- Kristófer Ingi Kristinsson kom inn á hjá
Jong PSV á 63. mínútu.
4.$--3795.$
Meistaradeild karla
16-liða úrslit, fyrri leikur:
Elverum – Barcelona .......................... 25:37
- Aron Pálmarsson skoraði 2 mörk fyrir
Barcelona.
Porto – Aalborg................................... 32:29
- Arnór Atlason er aðstoðarþjálfari Aal-
borg.
Motor Zaporozhye – Meshkov Brest.. 32:30
Vardar Skopje – Veszprém ................. 27:41
Celje Lasko – París SG........................ 24:37
Þýskaland
Melsungen – RN Löwen...................... 25:26
- Arnar Freyr Arnarsson skoraði ekki fyr-
ir Melsungen. Guðmundur Þ. Guðmunds-
son er þjálfari liðsins.
- Ýmir Örn Gíslason skoraði eitt mark fyr-
ir Löwen.
Balingen – Nordhorn .......................... 35:24
- Oddur Gretarsson skoraði 4 mörk fyrir
Balingen.
Staða efstu liða:
Flensburg 34, Magdeburg 34, RN Löwen
34, Kiel 33, Göppingen 29, Bergischer 27,
Füchse Berlín 27, Melsungen 23.
Frakkland
B-deild:
Nice – Séléstat ..................................... 34:23
- Grétar Ari Guðjónsson varði 13 skot í
marki Nice.
Nancy – Pontault................................. 26:33
- Elvar Ásgeirsson skoraði 5 mörk fyrir
Nancy.
Svíþjóð
8-liða úrslit, fjórði leikur:
Alingsås – Skövde ............................... 21:26
- Aron Dagur Pálsson lék ekki með Al-
ingsås vegna meiðsla.
- Bjarni Ófeigur Valdimarsson skoraði
ekki fyrir Skövde.
_ Skövde vann einvígið 3:1.
%$.62)0-#
ÍR-ingurinn Elísabet Rut Rúnars-
dóttir setti nýtt Íslandsmet í
sleggjukasti á vetrarkastmóti í
Laugardalnum í gær.
Elísabet kastaði 64,39 metra og
bætti þar Íslandsmet Vigdísar Jóns-
dóttur úr FH frá því á síðasta ári.
Þær hafa skipst á metinu und-
anfarið en þetta er í annað sinn sem
Elísabet slær met Vigdísar.
Með kastinu í gær er Elísabet bú-
in að ná lágmarkinu fyrir Evr-
ópumeistaramót U20 og U23 og
einnig fyrir heimsmeistaramót
U20.
Nýtt Íslandsmet
í sleggjukasti
Ljósmynd/FRÍ
Sleggja Elísabet Rut Rúnarsdóttir
setti nýtt met í Laugardalnum.
Handknattleiksdeild Stjörnunnar
hefur tilkynnt að hægri hornamað-
urinn Starri Friðriksson sé búinn
að framlengja samning sinn við fé-
lagið. Nýi samningurinn rennur út
sumarið 2024.
Starri er uppalinn Stjörnumaður
og hefur leikið með félaginu alla
tíð. Hann hefur spilað alla 15 leiki
Stjörnunnar í Olísdeildinni á tíma-
bilinu og skorað í þeim 45 mörk,
þar af níu mörk gegn KA í 32:27-
sigri Stjörnunnar fyrir norðan rétt
áður en keppni var frestað í síðasta
mánuði.
Stjörnumaður
framlengir
Morgunblaðið/Eggert
Uppalinn Starri Friðriksson hefur
alla tíð spilað með Stjörnunni.