Morgunblaðið - 03.04.2021, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 03.04.2021, Blaðsíða 34
34 MENNING MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. APRÍL 2021 Fallegar vörur fyrir heimilið Sendum um land allt Tjarnargötu 2 | 230 Reykjanesbæ | Sími 421 3377 | bustod@bustod.is | www.bustod.is Nýja Tokyo línan komin í sýningasal Helgi Snær Sigurðsson helgisnaer@mbl.is Leikararnir og vinirnir Víkingur Kristjánsson og Ólafur Darri Ólafsson leika vini sem fara saman í ferðalag um Vestfirði í nýjum sjónvarpsþáttum, Vegferð, sem sýndir verða um páskana á Stöð 2 og sá fyrsti á morgun, páskadag. Víkingur og Ólafur Darri hafa verið vinir lengi vel og í þáttunum leika þeir sjálfa sig ... en þó ekki. Öllu heldur bjagaðar, öðruvísi og ýktari útgáfur af sjálfum sér. Vík- ingur skrifaði handrit þáttanna, eftir hugmynd þeirra félaga og Baldvin Z leikstýrði. Fóru tökur fram síðasta sumar á Vestfjörðum. Stikla fyrir þættina hefur nú verið birt á netinu og gefur hún nokkuð góða mynd af því á hverju er von, gamandrama þar sem ýmislegt óvænt kemur upp á og reynir hressilega á samband vinanna. Mannlegir leikarar Víkingur er spurður að því hvort þeir Ólafur Darri séu að gera grín að sjálfum sér. „Við er- um náttúrlega að því og mjög mik- ið en með því að gera útgáfur af okkur sjálfum sem við viljum forð- ast í lengstu lög að verða,“ svarar Víkingur. „Um leið eru þetta alls ekkert við en þessar útgáfur af okkur eru samt mjög mannlegar og pottþétt eitthvað í þeim sem má finna í okkur. Það eru ákveðin atriði í þáttunum sem fjarlægja þessar útgáfur frá okkur og um leið og fólk sér það áttar það sig á því að þetta er ekki alveg sönn lýsing.“ –Hver er sagan, í stuttu máli? „Þetta er saga um tvo nána vini sem hafa svolítið farið hvor í sína áttina í lífinu. Öðrum hefur farn- ast mjög vel en hinum ekki eins vel og þeir hafa bundist mjög sterkum vinaböndum. Þeir fara saman í ferðalag vestur á firði til að herða þessi vinabönd og það fer allt í handaskolum hjá þeim,“ svarar Víkingur. –Eru þá gömul mál líka gerð upp í ferðinni? „Já, þetta reynir á og er í raun- inni sería um vináttu og um tvo miðaldra hvíta karlmenn í okkar samtíma. Hvað má segja og hvað má ekki segja, kynjajafnrétti og annað kemur við sögu, við erum að taka á ýmsum málum og svo er þetta í grunninn um þessa vináttu, hversu sterk hún er og hvað mað- ur þarf að ganga langt fyrir vini sína,“ svarar Víkingur. Hann er í framhaldi spurður hvort þeir Darri séu líka leikarar í þáttunum, þ.e. þær útgáfur af þeim sem þættirnir snúast um. „Já, já, við erum leikarar og við göngumst við hlutum sem við höf- um leikið í í alvörunni en Darri er t.d. í þáttunum búinn að ná mjög langt og býr í villu með eiginkonu sinni og mörgum börnum, miklu fleiri börnum en hann á í raun- veruleikanum.“ Kóngurinn Ólafur Darri –Ég sá í stiklunni að það eru nokkur rifrildi á þessu ferðlagi og þú hrópar í einu atriði á Darra að hann sé „auðvitað kóngurinn“. Er Darri með mikilmennskubrjálæði í þáttunum? „Hann er náttúrulega búinn að ganga svolítið í þetta hlutverk að vera frægi leikarinn sem allir elska, dýrka og dá. Og það getur verið svolítið erfitt að komast klakklaust frá svoleiðis lífi og eiga svo vin sem þarf á honum að halda og finnst rosa gott að eiga vin sem er kóngurinn,“ segir Víkingur glettinn. –Þetta er ekki vegamynd heldur vegaþættir, er það ekki rétt skil- greining á þessari tegund þátta? „Jú, það má eiginlega segja það. Við förum í nokkurra daga ferð og tökum hringinn í kringum Vest- firði. Ég er náttúrlega að vestan og markmiðið að sýna Darra alla fegurðina og allt það stórkostlega sem þar er að finna. En svo fer þetta aðeins öðruvísi en til stóð.“ –Og vænn skammtur af hörm- ungum, býst ég við? „Já, gott dass af þeim. Á tíma- bili má segja að við séum heppnir að sleppa lifandi, oftar en einu sinni er þetta spurning um það.“ Afar stoltur af seríunni Tökur á þáttunum stóðu yfir í fimm eða sex vikur, að sögn Vík- ings, og var unnið hratt. „Baldvin er svo svakalega skipulagður og vel undirbúinn að það var allt á tæru alveg frá fyrsta degi,“ segir Víkingur um leikstjórann. Þeir Darri hafa báðir leikið fyrir hann áður, léku í hinni margverðlaun- uðu kvikmynd Lof mér að falla. „En ég hef aldrei unnið svona mikið með honum og það var í raun blessun fyrir þessa seríu að Baldvin tók hana að sér af því hann gerði hana að því sem hún er. Ég er ofboðslega stoltur af henni og Baldvin á mjög stóran þátt í því. Hann er bara pinku snillingur,“ segir Víkingur. Það var mikið fjör að taka þætt- ina upp, eins og heyra má af lýs- ingum Víkings. „Ég get sagt þér það að það gerðist nokkrum sinn- um í fyrrasumar, þegar við vorum fyrir vestan, að ég þurfti að klípa mig í handlegginn til að vera viss um að mig væri ekki að dreyma því það var svo gaman. Það var svo góð stemning, maður var að gera eitthvað sem maður hafði bú- ið til sjálfur og allt umhverfi og umgjörð var nákvæmlega eins og ég hafði hugsað mér. Ég segi það blákalt að þetta er eitt af því al- skemmtilegasta sem ég hef gert á ævinni, algjörlega stórkostlegt og allir ofboðslega sáttir,“ segir hann. –Er möguleiki á framhaldsseríu ef þessari verður vel tekið? „Við erum alla vega að vona það. Við þrír; ég, Darri og Baddi, erum allir til í meira og ég er al- veg farinn að búa mig undir þau skrif. Ég vona bara það besta.“ Uppnám Ólafur Darri Ólafsson og Víkingur Kristjánsson í Vegferð. Eins og sjá má gengur á ýmsu á ferðalagi vina. Óæskilegar en mannlegar útgáfur - Leikararnir Ólafur Darri Ólafsson og Víkingur Kristjánsson fara í ferðlag um Vestfirði í þáttunum Vegferð - „Eitt af því alskemmtilegasta sem ég hef gert,“ segir Víkingur sem skrifaði handritið Einar Már Guðmundsson vinnur nú að nýrri skáldsögu sem stendur til að gefa út í haust. Í samtali við Árna Matthíasson í viðtalsþættinum Dag- málum, sem ætlaður er áskrifendum Morgunblaðsins, segist hann vera með í smíðum nokkar bækur sem hann segir nokkurs konar sögulegar skáldsögur. „Sumar síðustu sögurnar mínar, eins og Hundadagar og Íslenskir kóngar, eru svona hálft í hvoru sögu- legar skáldsögur þar sem ég nota mér sagnfræðina, en bý líka til rödd sem er í núinu, sem getur komment- erað, haft skoðanir á sögunni. Núna hef ég mjög mikinn áhuga á svip- uðum tíma og er í Hundadögum, upphafi nítjándu aldar og endalok- um 18. aldar. Þetta er tíminn eftir Skaftáreldana og allar þær afleið- ingar sem menn sjá núna, að það varð kaldara í heiminum og að því leyti hægt að tengja þetta við frönsku byltinguna og fleira og svo náttúrlega fylgdu tímarnir á eftir, svona fátækt og kuldi, en samt fór nú samfélagið á vissan hátt að rétta úr kútnum. Í byrjun nítjándu aldar verður þetta tímabil sem kallað er glæpa- öldin, sem er mjög áhugavert, ekki síst vegna þess að margir þeir sem urðu glæpamenn og fengu oft þunga dóma, og frömdu líka mikla glæpi, voru í raun og veru menn sem við önnur skilyrði hefðu orðið menntamenn og borg- arar. Það var að mótast það sem við getum kallað borgaralegt þjóðfélag en það var enn ekki pláss fyrir það. Þetta skapar ansi áhugaverðar per- sónur og sögur og það merkilega við þetta er að þetta kemur upp á miklu fleiri stöðum í heiminum.“ Þátturinn er aðgengilegur á mbl.is og á slóðinni https://mbl.is/ dagmal. Borgaralegt þjóð- félag verður til - Einar Már Guðmundsson er með flokk sögulegra skáldsagna í smíðum Einar Már Guðmundsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.