Morgunblaðið - 03.04.2021, Blaðsíða 37
ára tímabil afstraksjónar þar sem
athuganir listamannsins á túlkun
birtuáhrifa eiga sér stað á reitaskipt-
um myndflötum. Heiti myndanna
vísa ekki lengur til nafngreindra
staða en þær munu vera byggðar á
reynslu listamannsins af sand-
auðnum á Suðurlandi – en andrúms-
loft staðanna sem skapast í samspili
víðáttunnar, veðrabrigða og skúra-
tjalda, fylla sjónsvið áhorfandans. Í
geómetrískum málverkum Georgs
Guðna býr sterk skírskotun til nátt-
úrureynslu. Hin huglæga landslags-
mynd ásækir listamanninn og í röð
verka, sem kennd hafa verið við dali,
birtast samhverf landslagsform sem
hörfa djúpt inn í misturkennt mynd-
rými með aðferð loftfjarvíddar, í
hægri stígandi litablæbrigða, og
raunar einnig línulegrar fjarvíddar.
Dalirnir virðast fylltir rigningu eða
þokulofti. Með reitaskiptingu pensil-
faranna afhjúpar málarinn grindina
(„the grid“) í þessum verkum, það er
að segja áherslu nútímalistar og
afstraktlistar á tvívídd myndflatar-
ins, og einnig hlutverk hennar sem
hjálpartækis við trúverðugra fram-
setningu á endureisnarhugmyndinni
um málverkið sem „glugga“ út í
heim. Um leið renna saman geó-
metría og náttúra, hið hlutlæga og
hið huglæga – auk þess sem Guðni
spannar þarna aldirnar.
Staðarkennd, efni, andi
Með sérstakri og úthugsaðri
tækni er líkt og málarinn dragi
hægt og rólega fram staðarkennd-
ina sem býr innra með honum – um
leið og hann hægir á lestri áhorf-
andans og fær hann til að staldra
við yfirborð málverksins og gaum-
gæfa samspil þess við hina huglægu
„landslagsmynd“. Myndin er byggð
upp á löngum tíma, með mörgum
litalögum þar sem hvert lag þarf að
ná að þorna áður hið næsta er borið
á með löngum, hægum strokum,
ýmist lóðrétt eða lárétt. Þannig vef-
ur hann raunar saman heildarand-
rúmsloft myndrýmis. Í þessu ofna
rými býr því sterk tilfinning fyrir
tíma – tíma málunaraðferðarinnar,
tíma minningarlaga og jarðlaga eða
árstíða landslagsins. Skynjun
áhorfandans er byggð inn í verkið á
þann hátt að hann ýmist sogast inn
að miðju myndarinnar, inn í dýptar-
blekkinguna sem gefur til kynna
landslagsmynd, eða þá að áhorfið
dreifist um yfirborð málverksins
þar sem augað grípur hvergi í fast,
heldur eltir hin gagnsæju láréttu og
lóðréttu litalög sem veita annars
konar tilfinningu fyrir óendanleika
á hinu tvívíða plani. Þessari sér-
stöku snertingu á mörkum hins
huglæga og hins hlutlæga við yfir-
borð verksins lýsir Hannes Sigurðs-
son listfræðingur sem svo að áhorf-
andinn „verður eitt með yfir-
borðinu“ og „andi“ með verkinu í
rýminu. Listamaðurinn Bernd
Koberling hefur í umsögn um verk
Georgs Guðna líkt yfirborði mál-
verksins við húð – „stærsta
öndunarfæri“ líkamans. Þessi orð
eiga einnig við um síðari verk
Georgs Guðna – þar sem hand-
bragð listmálarans og djúpstæð
náttúrutengsl hans gefa sig
áreynslulaust á vald hvort annars.
Þegar ég heimsótti Listasafn-
ið, skömmu eftir opnun sýningar-
innar Berangur, hitti ég þar fyrir
kollega úr myndlistinni og hjó þá
eftir því hvernig viðkomandi lýsti
verkum Georgs Guðna á sýning-
unni sem „mjög í hans anda“. Þar
er kannski kominn kjarninn í seið-
magni verkanna: þau eru staðir,
vistarverur, athvörf sem búa fyrir
einhvern listrænan galdur yfir and-
rúmslofti lifaðrar reynslu þar sem
saman fléttast andi og efni, öndun
og líkami sem skynjar og man. Þótt
listamaðurinn sé horfinn á braut – á
vit „buskans“, svo notað sé orðalag
Guðna – á vit hins óútskýrða, býr
andi hans í efninu, í ummerkjum
um nærveru hans í heimi málverks-
ins – heimi sem við eigum á ein-
hvern hátt einnig hlutdeild í, stödd
á milli málverks og myndar, efnis
og anda.
Greinin er útdráttur úr fyrir-
lestrinum „Á milli myndar og mál-
verks. Svipast um í heimi Georgs
Guðna“ sem höfundur flutti 13.
mars sl. á málþingi í Listasafni
Íslands í tilefni sýningarinnar
Berangurs. Upptaka af málþinginu
er aðgengileg á Youtube-síðu Lista-
safns Íslands á slóðinni:
www.youtube.com/
watch?v=0uowfnzcgC8&t=3456s.
Þar mun fyrirlesturinn einnig birt-
ast í fullri lengd.
Úr safneign Listasafns Íslands
Án titils, 1990 Verk frá tímabili „afstraksjónar þar sem athuganir lista-
mannsins á túlkun birtuáhrifa eiga sér stað á reitaskiptum myndflötum.“
Úr safneign Listasafns Íslands
Án titils, 2008 „…handbragð listmálarans og djúpstæð náttúrutengsl hans
gefa sig áreynslulaust á vald hvort annars,“ segir höfundur greinarinnar.
Úr safneign Listasafns Íslands
Án titils, 1994 Í „dalaverkunum“ eru „samhverf landslagsform sem hörfa
djúpt inn í misturkennt myndrými með aðferð loftfjarvíddar“.
Úr safneign Listasafns Reykjavíkur
Ernir 1987 Hér vinnur listamaðurinn „með vefnaðar-
kenndar, láréttar og lóðréttar pensilstrokur.“
Úr safneign Listasafns Kópavogs
Ferningsskjaldbreiður Í „samhverfum og kyrrlátum en
jafnframt dulúðugum náttúruheimi.“ Verk frá 1987.
MENNING 37
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. APRÍL 2021