Morgunblaðið - 03.04.2021, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 03.04.2021, Blaðsíða 12
12 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. APRÍL 2021 Rafstilling ehf Dugguvogi 23, 104 Reykjavík, sími 581 4991, rafstilling@rafstilling.is Opið mán.-fim. 8-12 og 13-18, fös. 8-14 Hröð og góð þjónusta um allt land Áratug a reynsl a Startar bíllinn ekki? Við hjá Rafstillingu leysum málið PON er umboðsaðili PON Pétur O. Nikulásson ehf. Melabraut 21, 220 Hafnarfjörður Sími 580 0110 | pon.is Við bjóðum alla Jungheinrich eigendur velkomna! GÆÐI OG ÞJÓNUSTA Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Þ ótt liðnir séu tveir mán- uðir frá því Kamala Harris tók við embætti varaforseta Bandaríkj- anna er hún enn á hrak- hólum. Í frétt á CNN nú í vikunni segir frá því að Harris og eiginmaður hennar, Douglas Emhoff, lagapró- fessor við háskólann í Georgetown, búi enn í ferðatöskum þar sem við- gerðir standa enn yfir á Naval Ob- servatory, bústaðnum sem varafor- setum er ætlaður. Óljóst er enn hvers vegna við- gerðir á húsinu taka svo langan tíma en heimildamenn fjölmiðla vestra segja þetta svekkja Kamölu mjög. Að vera á vergangi reyni á þolinmæði fjölskyldunnar sem býr um þessar mundir í Blair House í Washington, opinberum gestabústað forsetaemb- ættisins. Raunar væsir ekki um neinn í Blair House, þar sem Biden forseti hélt til sólarhringana áður en hann fluttist í Hvíta húsið við embættistök- una 20. janúar sl. Risastórt hús frá 1893 Stjórnvöld vestra hafa ekki gefið neinar skýringar á því hvers vegna svo mjög hefur tafist að koma bú- staðnum í stand. Kostnaður við end- urbætur er þó orðinn verulegur, en þó kannski ekki endilega mikill sé horft til þess að húsið er risastórt og byggt árið 1893. Á dögunum kom Kamala við í Naval Observatory til að kanna aðstæður og þá sérstaklega í eldhúsinu. Sagðist nefnilega hafa gaman af eldamennsku og vildi að allt væri í standi! Blair House er glæsileg bygging og margir merkir sögulegir gripir eru meðal húsmuna þar. Einnig er í hús- inu fyrsta flokks líkamsræktar- aðstaða og hárgreiðslustofa. Allt þyk- ir þetta ljómandi fínt, en CNN lætur þó að því liggja að Harris og Emhoff finnist nokkuð skorta upp á að húsið – væntanlegt heimili þeirra næstu fjög- ur árin – hafi þann hlýleika sem þau væntu. Bót í máli er þó að risastór lóð fylgir húsi varaforsetans; með frá- bærri aðstöðu til útivistar. Hvaða hlutverk? Vestanhafs velta margir fyrir sér hvaða hlutverk Kamala Harris fái sem varaforseti Bandaríkjanna. Formleg starfslýsing sé að minnsta kosti ekki til. Bent er á að hún sé fyrst kvenna til þess að gegna emb- ættinu og þess utan líklegt forseta- efni framtíðar. Störf hennar verði að skoðast í því ljósi. Nú bendi hins veg- ar margt til að Joe Biden hyggist gera hana, að minnsta kosti um stundarsakir, að eins konar tals- manni aðgerða Bandaríkjastjórnar. Aðgerðapakki til viðreisnar vegna kórónuveirunnar var nýlega lagður fram og því var Harris gerð út af örk- inni til að afla málinu stuðnings. Hún fór í því skyni m.a. til Nevada, Col- orado, Vestur-Virginíu og Arizona á dögunum. Búist er við að ferðir þess- ar verði fleiri á næstunni. Einnig hef- ur Kamala að undanförnu átt fundi með fulltrúa fjölda hagsmuna- samtaka og ríkja víða í veröldinni, í því skyni að skapa tengsl og auka skilning fólks í millum. Varaforseti á vergangi Kamala Harris bíður eftir því að geta flutt inn í embættisbústaðinn í Washington. Gamalt glæsihús. Vill eldhúsið í stand, enda áhugasöm um matargerð. AFP Tvíeykið Kamala Harris og Biden Bandaríkjaforseti í Emory-háskólanum í Atlanta í Gerorgíuríki á dögunum. Washington Naval Observatory er glæsihús í háamerískum stíl. Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is H jörleifur Valsson fiðluleikari var ný- kominn frá Noregi, þar sem hann býr, til þess að sinna ýmiss konar spilamennsku á Íslandi um páskana þegar samkomutakmark- anir vegna sóttvarana voru settar á. „Þetta var alveg fyrirvaralaust og setti mig í vanda. Margt var á döfinni, svo sem við athafnir í kirkjum, sem allar voru blásnar af. Þetta gerði mig nánast að stranda- glópi á Íslandi, og nógu erfitt var nú að komast heim frá Noregi. Eina leiðin hingað heim var tengi- flug í gegnum Frankfurt,“ segir Hjörleifur. Tónlist eftir óskum Góðir vinir fréttu í hvaða stöðu Hjörleifur væri á Íslandi og buðu fram aðstoð. Kynntu á fé- lagsmiðlum að hann væri tilbúinn að mæta í heimahús og spila á fíól- ínið fyrir fólk og fjölskyldur í litlum hópum. Tilkynning þessi fékk góð- ar viðtökur og nokkur verkefni hafa dottið inn síðustu daga. „Þetta er bara skemmtilegt og vandalítið,“ sagði Hjörleifur „Hef mætt í hús með grímu og sprittaðar hendur – og legg svo fiðluna að vanga. Tón- listin getur verið samkvæmt óskum hvers og eins. Sjálfum finnst mér alltaf gaman að glíma við sígilda tónlist og spinna svo út frá henni af fingrum fram. Vonandi vilja ein- hverjir slíkan tónlistarflutning, en ég er opinn fyrir öllu. Að fylla heimilið af lifandi tónlist um páskana er væntanlega mjög ljúft.“ Ungur að árum byrjaði Hjör- leifur í tónlistinni sem hefur verið hans hálfa líf allar götur síðan. Undanfarin ellefu ár hefur hann búið í Ósló í Noregi, og sinnt þar kennslu og ýmsum öðrum tónlistar- verkefnum sem bjóðast. Einnig fer hann reglulega til Prag í Tékklandi, enda með tengsl við listafólk þar. En nú og eitthvað fram í apr- ílmánuð verður Hjörleifur á Ís- landi, til í alls konar spilamennsku og innan seilingar á Facebook. Fiðluleikarinn býður upp á heimatónleika um páskana fyrir litla hópa Gríma, sprittaðar hendur og legg svo fiðluna að vanga Tónþjónusta! Hjörleifur sér um sína. Fíólínið er tiltækt og ekkert mál að mæta á staðinn. Skemmtilegt að spinna út frá sígildum verkum Morgunblaðið/Sigurður Bogi Spilverk Að fylla heimilið af lifandi tónlist um páskana er væntanlega mjög ljúft, segir Hjörleifur sem svarar kalli vilji fólk fá hljóðfæraleik heim í stofu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.