Morgunblaðið - 03.04.2021, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 03.04.2021, Blaðsíða 23
23Eggert Veira Grímuskylda er víðast hvar virt í samfélaginu, hér við Landspítalann. MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. APRÍL 2021 Þrátt fyrir rúmlega eins árs glímu við heimsfaraldur og allt sem honum fylgir er staða okkar betri en flestir þorðu að vona. Í nýrri fjármálaáætlun birtist ekki aðeins skýr stefna fyrir kom- andi ár, heldur einnig góð saga af því ný- liðna. Það er sama hvert sem litið er. Skuldasöfnun og samdráttur í inn- lendri eftirspurn voru langtum minni en spár gerðu ráð fyrir og kaupmáttur ráðstöfunartekna jókst í fyrra. Í nýrri könnun Gallup mælist mikil ánægja með efnahags- aðgerðir stjórnvalda og meirihluti fyrirtækja telur sig standa fjár- hagslega vel til að takast á við tímabundin áföll. Mun fleiri fyrir- tæki sjá fram á fjölgun starfsfólks heldur en fækkun. Sagan er skýr; réttar aðgerðir skiluðu árangri. Með því að bregð- ast við af krafti strax í upphafi og ráðast í einhverjar umfangsmestu efnahagsaðgerðir Íslandssögunnar tókst að afstýra verulegu tjóni. Viðbrögðin voru ekki sjálfgefin og aðeins möguleg vegna þess að við stóðum á traustum grunni. Grunni sem byggist á fyr- irhyggju síðustu ára, þar sem við nýttum betri tíð til að búa í haginn fyrir óvænt áföll. Það er ekki alltaf vinsæl stefna að sýna ráðdeild þegar vel gengur og oft heyrðust raddir um að verja þyrfti auknu fé í hin ýmsu verkefni á uppgangstímum. Fæstir efast hins vegar um gildi þeirrar stefnu nú þegar á reynir. Þrátt fyrir þá góðu stöðu sem hér er lýst fer því fjarri að allt sé eins og best verður á kosið. Veru- legur halli verður á rekstri rík- issjóðs næstu árin og atvinnuleys- istölur eru miklu hærri en við getum sætt okkur við. Við þurfum að leggja allt kapp á að draga úr hallanum, endurheimta störfin og skapa ný. Leiðin til vaxtar og fleiri starfa getur aldrei verið grundvölluð að því að stækka ríkisreksturinn eða flækja landinu í aðildarviðræður við ESB. Við endurheimtum ekki töpuð störf í einkageiranum með því að auka álögur. Þvert á móti. Það þarf að hvetja og greiða götu þeirra sem vilja láta til sín taka. Við höfum í hendi okkar allt sem þarf til að hefja nýtt blómlegt vaxarskeið og erum þegar á réttri leið. Leiðin fram á við felst í því að veðja áfram á einstaklinginn. Að trúa því að tækifærin verði til úti í samfélaginu, en ekki bara í Stjórnarráðinu. Að ýta undir framsækni og nýsköpun, frekar en að aftra henni með íþyngjandi sköttum og reglum. Að hlúa að einkaframtakinu, í stað þess að tortryggja það. Að trúa á kraftinn í okkur öllum og samtakamáttinn sem ávallt skilar okkur sterkari út úr tíma- bundnum erfiðleikum. Um þetta snýst okkar stefna og ef við höld- um fast við hana eru okkur allir vegir færir. Eftir Bjarna Benediktsson » Við höfum í hendi okkar allt sem þarf til að hefja nýtt blóm- legt vaxarskeið og erum þegar á réttri leið. Bjarni Benediktsson Höfundur er fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins. Þegar á reynir - Lýðræðisbarátta – og sjálfstæðisbarátta – okkar tíma snýst um að verja innviði og auð- lindir þjóða gagnvart ásælni erlends valds. Þetta verkefni snýst um að verja grunn- stoðir velsældar og al- mannahags. - Á slíkum tímum höfum við þörf fyrir sjálfstæða einstaklinga og sjálf- stæða hugsun. Annars getum við ekki verið sjálfstæð þjóð. - Sem sjálfstætt ríki á Ísland að vera fullgildur þátttakandi í al- þjóðlegu samstarfi eftir því sem við á og hafa rödd, en ekki vera þögull og óvirkur farþegi eða strengjabrúða. - ESB byggist ekki á grunni hefð- bundins þjóðréttarlegs samstarfs, heldur gefur sig út fyrir að vera „sérstaks eðlis“ (sui generis). Reynslan hefur sýnt að smáþjóðir hafa þar lítil sem engin áhrif. - Sem fullvalda ríki á Ísland ekki að leyfa er- lendum ríkjum, ríkja- samböndum eða stór- fyrirtækjum að ráðskast með innri málefni íslenska lýð- veldisins. - Lýðræðislega kjörn- ir fulltrúar eiga sjálfir að mæta þeirri ábyrgð og valdi sem þeim hef- ur verið falið, ekki afhenda hlutverk sitt embættismönnum sem svara ekki til lýðræðislegrar ábyrgðar. - Allt vald þarf að tempra, embætt- isvaldið ekki síst. - Virða ber sérhvern mann og meta út frá orðum hans og athöfnum, en ekki á grundvelli útlitseinkenna, kynferðis, kynhneigðar o.fl. - „Merkimiðastjórnmál“ (e. iden- tity politics) bjóða þeirri hættu heim að menn taki sér siðferðilegt vald yf- ir öðrum, brennimerki fólk eins og sauðfé, útiloki og dragi menn í dilka sem „seka“ og „saklausa“, þar sem sérvöldum einkennum er beitt til al- hæfinga, ásakana og sakfellinga. (Saga 20. aldar ætti að hafa kennt okkur að varast fólk sem talar á síð- astnefndum forsendum). - Lýðræðið grundvallast á því að sérhver einstaklingur sé metinn að verðleikum, en ekki sem hluti af hópi. - Lýðræðið hvílir á þeirri forsendu að við verjum klassískt frjálslyndi, sem viðurkennir málfrelsi, funda- frelsi og frelsi til skoðanaskipta, þ.m.t. frelsi okkar og getu til að skipta um skoðanir. - Klassískt frjálslyndi ber að verja gagnvart ógn gervifrjálslyndis, sem misvirðir grundvöll vestræns lýð- ræðis. Gervifrjálslyndi virðir ekki einstaklinginn, heldur einblínir á hópa og ýtir þannig undir hjarð- hegðun. Gervifrjálslyndi treystir ekki dómgreind einstaklingsins en vill að sérvalinn hópur stjórni, rit- skoði og hafi eftirlit. - Klassískt frjálslyndi byggist á því að menn njóti frelsis en séu um leið kallaðir til ábyrgðar. Það byggir á því að menn hugsi sjálfstætt en láti ekki aðra hugsa fyrir sig – ofurselji sig ekki tilbúinni hugmyndafræði. - Við eigum að virða – ekki misvirða – ákvæði stjórnarskrár um lýðræði og klassískt frjálslyndi. - Við eigum að virða – ekki misvirða – ákvæði alþjóðlegra sáttmála um neitunarvald Íslands og sjálfstæði gagnvart öðrum þjóðum. - Við eigum að virða – ekki mis- virða – lýðræðislegan grunn ís- lenskra laga um skilyrði aðildar Ís- lands að EES og Mannréttindasáttmála Evrópu. - Við eigum að virða – ekki mis- virða – ákvæði laga um frelsi ein- staklingsins og ábyrgð í siðmennt- uðu samfélagi. - Embættismenn hafa ekkert um- boð til þess að ganga gegn eða breyta þeim lýðræðislegu for- sendum sem að framan eru nefnd- ar. Sú freisting er ávallt til staðar og því rétt og skylt að viðhalda vök- ulli varðstöðu gegn því að menn seilist ótilhlýðilega til valds og áhrifa. - Ef menn vilja veikja þær stoðir sjálfstæðis sem persónufrelsið, stjórnarskráin, almenn lög og aðild Íslands að alþjóðasáttmálum hvíla á er lágmarkskrafa að slíkt fari fram fyrir opnum tjöldum, en ekki í bak- herbergjum. - Meðan við viljum vera sjálfstæð þjóð verðum við að axla ábyrgð á eigin hagsmunum, tilveru okkar og frelsi. Eftir Arnar Þór Jónsson » Lýðræðið grundvall-ast á því að sérhver einstaklingur sé metinn að verðleikum, en ekki sem hluti af hópi. Arnar Þór Jónsson Höfundur er héraðsdómari. Útgangspunktar og forsendur til íhugunar Barátta spilafíkla við spilafíkn er áþreifanleg og tengist oft fleiri al- varlegum vandamálum. Öll spil sem vekja von í brjósti spilarans um að hann geti unnið pening eru líkleg til að hafa ánetjunaráhrif. Fíkni- vandi stjórnar og þurrk- ar oft út alla skynsemi og dómgreind. Spilafí- kill sem er langt leiddur svífst oft einskis til að afla fjár í spilamennsk- una og gengur jafnvel svo langt að tæma sparisjóðsreikninga barna sinna. Spilafíkn veldur samfélags- legum skaða. Engu að síður er rekst- ur spilakassa löglegur. Undanfarið hefur skapast umræða um hvort rétt sé að banna rekstur spilakassa. Sú umræða hefur m.a. skapast fyrir til- stilli Samtaka áhugafólks um spilafíkn sem hafa staðið fyrir átakinu lokum.is. Í borgarráði 25. mars lagði fulltrúi Flokks fólksins í borgarstjórn fram tillögu um „Að ráðist verði í endur- skoðun á reglum og samþykktum borg- arinnar um spilakassa í Reykjavík með það að markmiði að koma í veg fyrir skaðlegar afleið- ingar slíks reksturs“. Spilakassar í sjoppum orka tvímælis því þar koma börn og unglingar stundum saman. Um stóra sérhæfða spilasali má setja reglur sem tak- marka dvöl þar. Árið 2006 gerði grein- arhöfundur rannsókn á spilafíkn með- al 16-18 ára unglinga í framhalds- skólum í samstarfi við sálfræðiskor HÍ. Niðurstöður rannsóknarinnar sem bar heitið „Peningaspil og spila- vandi meðal 16-18 ára framhalds- skólanema“ voru birtar í Sálfræðiriti sálfræðinga 2008. Einnig voru birtar tvær blaðagreinar í Morgunblaðinu í október 2006. Sú fyrri bar titilinn „Peningaspil, gleðigjafi eða harm- leikur“ og hin síðari „Peningaspil á netinu er vaxandi vandamál“. Á þessum tíma voru háhraðateng- ingar á netinu að ryðja sér til rúms og var búist við að þátttaka fullorðinna og unglinga myndi aukast í pen- ingaspilum á netinu. Meðal nið- urstaðna var að fjöldi þeirra sem spila peningaspil hafði minnkað, en virkur hópur sem spilaði vikulega eða dag- lega, hafði stækkað. Einnig sýndu nið- urstöður að drengir væru í miklum meirihluta þeirra sem spila pen- ingaspil. Sterkar vísbendingar eru um tengsl milli peningaspilafíknar og annarrar fíknar s.s. áfengis- og vímu- efnafíknar og einnig milli spilafíknar og þeirra sem hafa verið greindir með ofvirkni og athyglisbrest (ADHD). Þessar upplýsingar eru mikilvægar í ljósi umræðunnar um hvernig for- vörnum skuli best háttað og að hvaða markhópi þær ættu einna helst að beinast. Leyfi var sínum tíma veitt til fjár- öflunar með spilakössum og fengu Happdrætti Háskóla Íslands og Ís- landsspil (í eigu Rauða krossins, Landsbjargar og SÁÁ) heimild til reksturs spilakassa. Þrátt fyrir að ágóðinn eigi að renna til góðgerða- mála er ljóst að einkaaðilar hagnast. Algengt er að rekstrinum sé útvistað til einkaaðila og varla rennur ágóðinn óskipt til HHÍ og Íslandsspila? A.m.k. gefa upplýsingar í fyrirtækjaskrá það til kynna að rekstur spilakassa og spilasala skili þessum einkaaðilum reglulegum og umtalsverðum hagn- aði. Flokkur fólksins telur tímabært að ráðist verði í endurskoðun á reglum og samþykktum Reykjavíkurborgar til að sporna við spilafíkn og freista þess að fleiri sem hafa ánetjast nái tökum á fíkn sinni. Grípa þarf til heild- stæðrar endurskoðunar þar sem skoðað verði hvaða leiðir séu færar til að koma í veg fyrir rekstur spilakassa í borginni og þar með draga úr spila- fíkn. Nauðsynlegt er að sérfræðingar leggi mat á hvaða leiðir skili bestum árangri, enda ljóst að svara þarf ýms- um álitamálum þegar ráðist er í breyt- ingar á reglugerðum og samþykktum Reykjavíkurborgar. Með því að kort- leggja hvaða leiðir eru færar er hægt að grípa til aðgerða sem skila mark- vissum árangri og draga úr aðgengi að spilakössum og þar með skaðlegum áhrifum spilafíknar. Samtök áhugafólks um spilafíkn hafa dregið fram reynslusögur spila- fíkla og aðstandenda þeirra sem sýna svart á hvítu hve miklum skaða spila- fíkn veldur einstaklingum, fjöl- skyldum og samfélaginu. Samtökin berjast fyrir því að spilasölum og spilakössum verði lokað. Fram hefur komið að einhverjir áskilji sér jafnvel rétt til að leita réttar síns gagnvart Happdrætti Háskólans, Háspennu ehf. og íslenska ríkinu og krefjast skaðabóta eða viðurkenningar á skaðabótaskyldu vegna tjóns sem rekstur spilakassa hefur haft á ein- staklinga og fjölskyldur. Eftir Kolbrúnu Baldursdóttur » Flokkur fólksins leggur til að ráðist verði í endurskoðun á reglum og samþykkt- um Reykjavíkurborgar með það að markmiði að stöðva rekstur spilakassa. Kolbrún Baldursdóttir Höfundur er oddviti Flokks fólksins í borgarstjórn Reykjavíkur Happ og harmur spilakassa

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.