Morgunblaðið - 03.04.2021, Blaðsíða 22
22
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. APRÍL 2021
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Ræðusafnið Meðan þínnáð er gott yfirlitverka Sigurbjörns Ein-
arssonar biskups og sýnir vel
hvers vegna landsmenn sótt-
ust eftir leiðsögn frá honum á
meðan hans naut við, og gera
enn í gegnum merkileg verk
hans. Eitt erindið ber yf-
irskriftina Varist falsspámenn
og vísar til varnaðarorða
Krists. Nú á tímum er iðulega
rætt um falsfréttir og upp-
lýsingaóreiðu og er sú umræða
á köflum varasöm þó að ým-
islegt eigi þar við rök að styðj-
ast.
Sigurbjörn segir margt hafa
verið rætt og ritað í því skyni
að hnekkja kristinni trú, en
það sé aldrei gert án dulbún-
ings. „Klæðin eru mörg og
ekki alltaf auðvelt að sjá, hvað
innan þeirra er,“ segir hann,
og bætir við: „En Jesús segir:
Það er unnt að þekkja falsspá-
menn. Af ávöxtum þeirra skul-
uð þér þekkja þá.“
Sigurbjörn víkur að þeim
sem á nítjándu öld hafi boðað
að enginn Guð sé til, því að sá
vantrúarboðskapur er ekki
nýr þó að ýmsir virðist telja
sig hafa uppgötvað hann í
seinni tíð. Kann það að vera af-
leiðing þess að maðurinn virð-
ist stundum nú orðið telja sig
nánast almáttugan vegna vax-
andi vísindalegrar þekkingar
og aukinnar tækni- og fram-
leiðslugetu. Og Sigurbjörn
segir kjarnann í þessum boð-
skap þann að Guð sé ekki til og
þar með muni allur kærleikur
manna beinast að jörðinni,
kirkjan skuli dæmd til dauða,
jörðin skuli verða ný. „Ríkið á
himni, sem kirkjan hefur boð-
að, skal nú verða skapað á
jörð. Guð skal rýma fyrir
manninum. Draumurinn um
himneska gæsku, guðlegt rétt-
læti og visku, mun verða veru-
leiki á jörð, því að mannlegur
góðleikur og viska mun ná að
rétta úr sér til fulls og vaxa til
fullkomnunar, þegar himinn-
inn er horfinn, Kristur orðinn
afhjúpuð skrýtla, Guð dauð-
ur.“
Sigurbjörn segir að þannig
hafi margir dáðir menning-
arvitar þeirra tíma kennt með
verulegum árangri. Hann spyr
hvernig hafi farið og segir svo:
„Saga aldarinnar svarar því.
Af ávöxtum þeirra skuluð þér
þekkja þá. Hakakross Hitlers
og hamar Stalíns eru meðal
ávaxtanna, blóðbað á blóðbað
ofan, kúgun og svívirða, sem
sver sig fullkomlega í ætt við
helvítið sjálft.
Samt er haldið áfram að
flytja sama fals,“ segir Sig-
urbjörn, og bætir því við að
enn trúi því ýmsir, „sem ann-
ars eru næsta borgaralega
þenkjandi, að þessi úldna
blekking fyrri aldar sé fersk
opinberun og kjarnavöxtur
mannlegs þroska.
Gætið yðar. Af ávöxtum
þeirra skuluð þér þekkja þá.
Þau orð Jesú Krists skyldu
ekki gleymast.“
Í Dagmálum í liðinni viku
átti Andrés Magnússon blaða-
maður ágætt samtal við séra
Svein Valgeirsson dóm-
kirkjuprest og Kristrúnu
Heimisdóttur lögfræðing. Í
þættinum, sem finna má á
mbl.is, var meðal annars kom-
ið inn á löggjöf þá sem snýr að
kirkju og trúmálum. „Lögin
sem voru sett 2013 um trú-
félög, held ég að hafi afhjúpast
sem algjör mistök og eitthvað
sem verður að endurskoða frá
grunni,“ sagði Kristrún og vís-
aði þar til svikamyllunnar í
tengslum við félagið Zúista.
Hún furðaði sig á hversu
blint ríkisvaldið hefði orðið og
sagði svo að það sama sæist í
nýju frumvarpi um „þjóð-
kirkju í landinu, að það er ver-
ið að ganga út frá því að þjóð-
kirkjan sé bara félag“.
Kristrún benti á að hingað til
hefði verið gengið út frá því í
lagasetningu að trúfélög væru
ekki hefðbundin og venjuleg
félög, en nú hefði það, eins og
sjá mætti af öðru fyrirliggj-
andi frumvarpi, með undra-
hraða umhverfst í að horft
væri á trúfélög eins og fyrir-
tæki á samkeppnismarkaði.
Hún sagðist telja að marka
þyrfti trúfélögum og trúar-
brögðum ákveðið svið og að
það væri mjög alvarlegt ef
ekki væri skilningur á því.
Ríkisvaldinu ber með laga-
setningu að standa vörð um
trúarbrögð, trúfrelsi og um
kristna kirkju. Í því felst engin
mótsögn, þjóðfélög Vest-
urlanda og þar með talið ís-
lenskt þjóðfélag, byggjast á
kristnum gildum og réttindum
hvers og eins, mannréttindum.
Þessi gildi eru samofin og þau
þarf að verja og þeir sem að-
hyllast þessi gildi mega ekki
láta háværan málflutning ann-
arra leggja undir sig um-
ræðuna.
Það ágæta rit sem nefnt var
hér í upphafi sækir heiti sitt í
eitt af þekktari versum Pass-
íusálma séra Hallgríms Pét-
urssonar. Það á ekki síður vel
við nú en þegar það var ort á
17. öld:
Gefðu að móðurmálið mitt,
minn Jesú, þess ég beiði,
frá allri villu klárt og kvitt
krossins orð þitt út breiði
um landið hér
til heiðurs þér,
helst mun það blessun valda,
meðan þín náð
lætur vort láð
lýði og byggðum halda.
Morgunblaðið óskar les-
endum sínum og landsmönnum
öllum gleðilegra páska.
Af ávöxtunum
S
itt sýnist hverjum um hvort þörf sé
á siðareglum. Skoðanir á slíkum
reglum ná allt frá því að þær séu
taldar vera algjört bull yfir í óþarfa
vesen, ágætis viðmið, nauðsynlegt
aðhald eða stjórntæki. Það merkilega er að
það hafa allir rétt fyrir sér á sama tíma.
Hvernig er það hægt?
Til að byrja með þá er ekki þörf á siða-
reglum úti um allt. Skoðanir eru auðvitað
skiptar um það líka, en við getum öll verið
sammála um að til eru þær aðstæður þar sem
það er engin þörf á slíkum reglum. Á sama
hátt eru til aðstæður þar sem siðareglur eru
allt frá því að vera hjálplegar til þess að vera
nauðsynlegar.
Mikið hefur verið fjallað um siðareglur
RÚV að undanförnu og eitt af lykilatriðunum
þar er hver samdi siðareglurnar. Það skiptir máli af því
að enginn getur sett öðrum siðareglur. Þannig virka
siðareglur ekki. Þannig reglur eru til þess að siða ein-
hvern til. Siðareglur koma frá þeim sem ætla að fara eft-
ir reglunum en ekki frá einhverjum öðrum. Hvað varðar
siðareglur RÚV segja sumir að starfsmenn hafi samið
þær en fulltrúi starfsmanna í þeim hópi sem vann að
undirbúningi siðareglnanna segir að þær reglur séu ekki
verk hópsins, „höfundanna þarf að leita annars staðar“.
Þingmenn eru einnig með siðareglur. Þær voru sam-
þykktar af Alþingi fyrir rétt tæpum fimm árum og nýj-
um þingmönnum gert að skrifa undir þær siðareglur.
Það er óljóst hvað gerist ef þingmaður neitar að skrifa
undir. Ég skrifaði undir þær siðareglur af því
að ég er sammála því sem þar kemur fram og
vil sýna það fyrir fram hvernig ég hyggst
sinna starfi þingmanns. Þetta eru því ekki
reglur sem aðrir setja mér, þótt ég hafi ekki
tekið þátt í að semja þær, heldur reglur sem
ég vil fara eftir. Það er það sem siðareglur
snúast um.
Þess vegna tel ég nauðsynlegt að segja að
það er rökstuddur grunur um að Ásmundur
Friðriksson hafi dregið að sér fé, almannafé,
og við erum ekki að sjá viðbrögð þess efnis að
það sé verið að setja á fót rannsókn í þeim
efnum. Ég segi þetta þrátt fyrir að ég viti að
þessi ummæli hafi verið sögð brjóta gegn
siðareglum alþingismanna – vegna þess að
ummælin voru og eru rökstudd; af viðurkenn-
ingu Ásmundar í Kastljósi og síðar með end-
urgreiðslu á umræddum akstursgreiðslum. Ég segi
þetta án þess að hafa aðgang að neinum öðrum gögnum
en hafa birst opinberlega í fyrirspurnum mínum til þing-
forseta. Ég segi þetta af því að það ætti að vera öllum
augljóst að niðurstaða siðanefndar um þessi ummæli er
staðreyndalega röng.
Siðareglur eru almenn viðmið um hegðun og tjáningu.
En ef túlkun þeirra byggist hins vegar á bókstafnum en
ekki samhengi glatast hæðni og staðreyndir. Þannig
verða til reglur sem eru notaðar til þess að siða aðra til
og ganga á stjórnarskrárbundin réttindi þeirra.
Björn Leví
Gunnarsson
Pistill
Siðareglur eða reglur til að siða?
Höfundur er þingmaður Pírata. bjornlevi@althingi.is
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjóri:
Davíð Oddsson
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Ritstjóri og framkvæmdastjóri:
Haraldur Johannessen
BAKSVIÐ
Guðmundur Sv. Hermannsson
gummi@mbl.is
E
ru Norðurlandaþjóðirnar í
raun eitt málsvæði? Að
því hafa verið færð ýmis
rök og undir þetta er
meðal annars ýtt í nýlegum sjón-
varpsþáttaröðum á borð við Brúna,
Exit og Ísalög og Atlantic Crossing
þar sem norrænir leikarar frá ýms-
um þjóðum tala ýmist sitt eigið móð-
urmál eða önnur Norðurlandamál og
virðast ekki eiga í neinum erf-
iðleikum með að gera sig skiljanlega.
Kannanir, sem gerðar hafa verið á
þessari öld, benda þó ekki til þess, að
Norðurlandaþjóðirnar skilji hver
aðra sérstaklega vel og raunar hafi
heldur dregið úr því á síðustu ára-
tugum. Nú síðast lét norræna ráð-
herranefndin gera könnun meðal
ungs fólks á aldrinum 16-25 ára á öll-
um Norðurlöndunum að Álands-
eyjum, Færeyjum og Grænlandi
meðtöldum þar sem spurt var um
málakunnáttu og afstöðu til tungu-
mála og menningar annarra landa. Í
ljós kom áhugaverður munur milli
landanna og tungumálanna.
Meginniðurstaða könnunarinnar,
sem hefur nú verið birt á heimasíðu
ráðherranefndarinnar, er að 62%
allra svarenda sögðust eiga frekar
auðvelt með að skilja norsku og
sænsku en aðeins 26% sögðu það
sama eiga við um dönskuna. Þegar
svörin voru greind eftir löndum
sagðist meirihluti svarenda í Noregi
og Færeyjum eiga auðvelt með að
skilja önnur norræn tungumál en
meirihluti Finna, Íslendinga og
Grænlendinga var þessu ósammála.
Þegar svör Norðmanna, Svía og
Dana voru skoðuð nánar kom í ljós,
að aðeins 23% ungra Svía sögðust
skilja dönsku ágætlega og 40%
ungra Dana töldu sig skilja sænsku.
Eyrarsundsbrúin virðist því ekki al-
veg hafa náð að brúa það bil sem er á
milli þessara tveggja tungumála.
Allir skilja ensku
Næstum allir, eða 95% svarenda,
sögðust hins vegar eiga auðvelt með
að tala og skilja ensku. Og áhrif
enskunnar á norræna menningu og
tungumál eru greinilega mikil því
65% sögðu að raunar væri auðveld-
ara að tjá sig á ensku en móðurmál-
inu og 62% sögðu að enska hefði
mikil áhrif á það hvernig þau tjáðu
sig. Samt lýstu tveir af hverjum
þremur svarenda þeirri skoðun, að
það væri mikilvægur þáttur í sam-
norrænni ímynd, að skilja önnur
norræn tungumál.
Þegar unga fólkið var spurt hvaða
tungumál það talaði þegar það hitti
fólk frá öðrum Norðurlöndum kom í
ljós að um 60% sögðust tala Norð-
urlandamál og jafn stór hundraðs-
hluti sagðist tala ensku en fólk gat
valið fleiri en einn svarmöguleika.
Ungir Norðmenn sögðust þó síður
tala ensku en aðrir.
Í skýrslunni segir, að margir telji
að enska hafi mikil áhrif á móðurmál
þeirra og það sé stundum auðveld-
ara að tjá sig á ensku en á eigin
tungumáli. Enska sé með öðrum
orðum orðin hluti af daglegu máli
norrænna ungmenna.
Þessar niðurstöður staðfesti þró-
un, sem hafi verið lengi. Að skiln-
ingur norrænna ungmenna á Norð-
urlandamálunum sé mjög
mismunandi eftir þjóðum og í nokkr-
um landanna eigi þessi ungmenni af-
ar erftitt með að skilja norræn
tungumál – en nánast allir skilji
ensku. Þetta veki upp ýmsar erfiðar
spurningar. Það hafi lengi verið
gengið út frá því í norrænu sam-
starfi að norræn samkennd byggist
á sameiginlegum skilningi á dönsku,
norsku og sænsku. „Er þetta raunin
nú?“ spyrja skýrsluhöfundar.
Skilja Norðurlanda-
þjóðir hver aðra?
Norden.org/Benjamin Suomela
Norðurlönd Norræn tungumál eru ólík þótt þau séu flest skyld.
Niðurstöðurnar um Ísland
byggja á viðtölum við 200 ung-
menni. Um sex af hverjum tíu
þeirra sögðust tala og/eða
skrifa önnur norræn mál, eink-
um þó dönsku enda er hún
kennd hér í grunnskólum.
Hins vegar sögðust einnig
63% svarenda eiga erfitt með
að skilja dönsku og aðeins um
þriðjungur sagðist tala norrænt
tungumál við aðra Norður-
landabúa. Innan við helmingur
sagðist telja dönskukunnáttu
mikilvæga til að falla að nor-
rænni ímynd og almennt eru ís-
lensk ungmenni áhugasöm um
norræna menningu.
Finnst erfitt að
skilja dönsku
ÍSLENDINGAR
Morgunblaðið/Hari
Norræn Íslensk ungmenni hafa
áhuga á norrænni menningu.