Morgunblaðið - 03.04.2021, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 03.04.2021, Blaðsíða 30
30 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. APRÍL 2021 40 ára Sigurður fæddist og ólst upp á Sauðár- króki en býr í Kópavogi. Hann er með BSc.-gráðu í vélaverkfræði frá HÍ og tvær M.Sc.-gráður í iðnaðarverkfræði frá Norska tækniháskól- anum í Þrándheimi og KTH í Stokkhólmi. Sigurður er deildarstjóri framleiðslu- þróunar hjá Marel og er í Karlakór Reykja- víkur. Maki: Bergdís Björk Sigurjónsdóttir, f. 1984, tölfræðingur hjá embætti land- læknis. Dætur: Guðrún Katrín, f. 2010, og Sigríður Elma, f. 2017. Foreldrar: Einar Svansson, f. 1958, dósent við Háskólann á Bifröst, og Sigríður Sig- urðardóttir, f. 1961, sjúkraliði í Sunnuhlíð. Sigurður Ágúst Einarsson Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl , Hrútur Einbeittu þér að hverju verkefni fyr- ir sig. Ef þú kemst ekki hjá því skaltu fara vandlega yfir alla hluti, vandaðu til verka 20. apríl - 20. maí + Naut Réttu einhverjum í fjölskyldunni hjálparhönd. Samband þitt við yngra fólkið í fjölskyldunni er til fyrirmyndar. 21. maí - 20. júní 6 Tvíburar Það er margt talað í kringum þig en þér finnst vanta að öllum þessum orð- um fylgi einhverjar athafnir. Ef þú nýtir þér afslætti sparar þú þér mikla peninga. 21. júní - 22. júlí 4 Krabbi Þú hefur mikla hæfileika til þess að fá aðra á þitt band. Ný sambönd eiga eftir að skila þér gleði. Reyndu að sýna skyn- semi í eyðslunni. 23. júlí - 22. ágúst Z Ljón Þú geislar af krafti og ert tilbúin/n til að hefjast handa hvort sem er í starfi eða einkalífi. Erfitt samtal sem þú kvíðir mun reynast þér auðvelt. 23. ágúst - 22. sept. l Meyja Þú ættir ekki að gera ferðaáætlanir fyrir árið strax. Reyndu að breyta þeim að- stæðum sem þú ert ósátt/ur við. 23. sept. - 22. okt. k Vog Þú hefur í svo mörgu að snúast að þú þarft að fá fólk í lið með þér til þess að hlut- irnir gangi upp. Þér veitir ekki af aðstoð við viss verkefni. 23. okt. - 21. nóv. j Sporðdreki Ef þú átt erfitt er það vegna þess að þú ert of upptekin/n af þér. Ef þú þarft að fara í fýlu þá komdu þér þangað sem þú ert ekki fyrir neinum. 22. nóv. - 21. des. h Bogmaður Þér tekst að ná takmarki þínu með aðstoð að minnsta kosti þriggja ann- arra. Hóflegum kröfum þínum er mætt, en hugsanlega ekki jafn skjótt og þú vonaðist til. 22. des. - 19. janúar @ Steingeit Þú hefur það réttilega á tilfinn- ingunni að draumar þínir séu að rætast. Hlutirnir gætu sýnst fulkomnari en þeir eru. Reyndu að sýna þolinmæði og hafa hægt um þig. 20. jan. - 18. febr. ? Vatnsberi Þú þarft að gæta þess að ofgera þér ekki. Kannaðu málið vegar vandlega áð- ur en þú lætur til skarar skríða. Ekki er allt gull sem glóir. 19. feb. - 20. mars = Fiskar Það er til lítils að hafa mörg orð um hlutina ef þeim fylgja engar athafnir. Láttu allt slúður sem vind um eyru þjóta. Á starfsferli sínum stóð Haukur m.a. fyrir útgáfu um 70 nótna- og fræðslu- bóka fyrir kóra og organista. Hann hef- ur haldið orgeltónleika víða á Íslandi, í Evrópu og Bandaríkjunum og leikið einleik á orgel með Sinfóníuhljómsveit Íslands. Einnig hafa kórar undir hans stjórn haldið tónleika á Íslandi og víða í Evrópu og í Ísrael. Þá hefur hann leik- ið á píanó í samleik á tónleikum, bæði með sellói, fiðlu og ýmsum blásturs- hljóðfærum og einnig með söngvurum, á Íslandi og í Evrópu. Haukur og Gunnar Kvaran sellóleik- ari hafa spilað mikið saman, m.a. á eft- irminnilegum minningartónleikum á 125 ára fæðingarafmæli Pablos Casals árið 2001, í fæðingarbæ hans Vendrell í Katalóníu. Grímhildur Bragadóttir, eiginkona Hauks, hefur einmitt þýtt ævisögu Casals á íslensku. Haukur hef- ur gert upptökur fyrir útvarp, sjónvarp og á hljómplötur og geisladiska. Hann gaf út tvo tvöfalda geisladiska (2011 og 2020) þar sem hann leikur á mörg orgel á Íslandi og í Hamborg. Hann hefur samið og gefið út Kennslubók í org- anleik í þremur bindum. Haukur hefur hlotið ýmsar viður- kenningar fyrir störf sín. Hann er heiðursfélagi bæði í Félagi íslenskra organleikara og í Félagi íslenskra tón- listarmanna. Árið 1983 sæmdi Vigdís Finnbogadóttir forseti Íslands hann riddarakrossi hinnar íslensku fálka- H aukur Guðlaugsson fæddist á Eyrarbakka 5. apríl 1931 og verður því níræður á annan í páskum. „Ég fæddist að morgni páskadags meðan móðir mín var að hlusta á útvarpsmessuna. Það var því strax byrjað að messa yfir mér,“ segir Haukur. Hann hóf píanónám 13 ára og lauk burtfararprófi frá Tónlistarskólanum í Reykjavík 1951 undir handleiðslu Árna Kristjánssonar. Hann stundaði orgelnám við Staatliche Hochschule für Musik í Hamborg 1955-1960 og var aðalkennari hans þar prófessor Martin Günther Förstemann. „Ég sá 20 óperur á þessum tíma og skoðaði helstu listasöfnin. Ég lærði mikið á því líka.“ Framhaldsnám í orgelleik stundaði hann við Accademia di Santa Cecilia í Róm hjá Maestro Fernando Germani 1966, 1968 og 1972. Haukur var tónlistarkennari og kórstjóri Karlakórsins Vísis á Siglu- firði 1951-1955 og skólastjóri Tónlist- arskólans á Akranesi 1960-1974. Þá var hann einnig organisti og kórstjóri Akraneskirkju 1960-1982 og kórstjóri Karlakórsins Svana. Hann var söng- málastjóri íslensku þjóðkirkjunnar og skólastjóri Tónskóla þjóðkirkjunnar 1974-2001. Þá stóð hann árlega fyrir organista- og kóranámskeiðum á hinu forna biskupssetri í Skálholti í 27 ár. orðu og árið 2008 hlaut hann Liljuna, sérstök tónlistarverðlaun íslensku þjóðkirkjunnar. Haukur hefur alla tíð farið flestra sinna ferða á reiðhjóli, löngu áður en það komst í tísku. Á meðan aðrir keyrðu um borð í Akraborgina, þá hjólaði Haukur um borð. „Nú hjóla ég ekki lengur, því miður. En ég spila daglega á píanóið og er að fara að spila með Gunnari Kvaran sumt af því sem við höfum spilað í gegnum ár- in. Við hjónin hugsum um okkur sjálf hér á Laufásvegi en fáum líka hjálp. Mér finnst annars líf mitt hafa verið háð tilviljunum en það hefur ræst svo vel úr öllu. Mér er gefin mikil lífs- gleði, þótt ýmislegt hafi bjátað á eins og hjá öllum í lífinu.“ Fjölskylda Eiginkona Hauks er Grímhildur Bragadóttir, f. 10.10. 1937, bókasafns- fræðingur og kennari. Þau bjuggu á Akranesi frá 1960-1995, en hafa síðan búið á Laufásvegi 47 í Reykjavík. For- eldrar Grímhildar voru hjónin Bragi Matthías Steingrímsson, f. 3.8. 1907, d. 11.11. 1971, dýralæknir, og Sig- urbjörg Lárusdóttir, f. 12.1. 1909, d. 20.5. 1999, húsmóðir, skrifstofumaður og listakona. Þau voru lengst búsett á Egilsstöðum. Fyrri eiginkona Hauks er Svala Guðmunds Einarsdóttir, f. 23.1. 1932. Haukur Guðlaugsson, fyrrverandi söngmálastjóri þjóðkirkjunnar – 90 ára Ljósmynd/Kristinn Snær Agnarsson Hjónin Haukur og Grímhildur bjuggu lengi á Akranesi en búa nú á Laufásvegi í Reykjavík. Kom í heiminn í páskamessunni Ljósmynd/Bragi L. Hauksson Organistinn Haukur við orgelið á Eyrarbakka. Ljósmynd/Ragnar Th. Sigurðsson Við Akraneskirkju Haukur fór flestra sinna ferða á reiðhjóli. 30 ára Hafdís er Hornfirðingur, fædd og uppalin á Höfn í Hornafirði. Hún er með BEd.-gráðu frá menntasviði Háskóla Íslands og er í meist- aranámi í kennslurétt- indum við HÍ. Hafdís er leiklistarkenn- ari í Grunnskóla Hornafjarðar og syngur í Kvennakór Hornafjarðar Maki: Ægir Olgeirsson, f. 1989, sjó- maður á Þóri SF hjá Skinney- Þinganesi. Börn: Gísli Ólafur, f. 2010, og Móeiður Björk, f. 2020. Foreldrar: Haukur Reynisson, f. 1956, lagermaður hjá Skinney-Þinganesi, og Erna Gísladóttir, f. 1959, grunnskóla- kennari. Hafdís Hauksdóttir Til hamingju með daginn Höfn í Hornafirði Móeiður Björk Ægisdóttir fæddist 24. mars 2020 á Landspítalanum. Hún vó 3.474 g og var 50 cm löng. Foreldrar hennar eru Hafdís Hauksdóttir og Ægir Olgeirs- son. Nýr borgari malbikstodin.is | 864 1220 | Flugumýri 26 | Mosfellsbær VIÐ ERUMSÉRFRÆÐINGAR Í MALBIKUN Malbikunarframkvæmdir eru okkar sérsvið. Við tökum að okkur malbikun á bílastæðum, stígum, götum, vegum og hvar sem þarf að malbika. Við tryggjum fyrirtaks þjónustu sem svarar ýtrustu gæða- og öryggiskröfum. Hafðu samband.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.