Morgunblaðið - 06.04.2021, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 06.04.2021, Qupperneq 8
Fjallamenn Sigurður Bjarni og Heimir Fannar leggja á brattann. Heimir Fannar Hallgrímsson og Sigurður Bjarni Sveinsson, sem stefna á topp Everest, hæsta fjalls heims, voru í gær í þorpinu Namche Bazar í Khumbu-dalnum í Nepal. Þar dveljast þeir í 3.450 metra hæð, og eru í aðlögun að loftslagi og öðr- um aðstæðum. Slíkt er nauðsynlegt áður en farið er í grunnbúðir og það- an á toppinn sem er 8.849 metra hár. Eftir margra mánaða undirbúning lögðu Íslendingarnir tveir af stað 19. mars sl. og ferðin til Nepal gekk að óskum. Áætlun félaganna var að ná í grunnbúðir um páskana, sem tefst þó aðeins. Áfram stendur þó upphaf- lega markmiðið sem er að komast 24. maí á tind Everest. „Við horfðum yfir á Everest í dag og það vakti tilhlökkun og stemn- ingu hjá okkur. Það hjálpar einnig til að hafa hitt frábæran hóp nepalskra klifrara sem verða á Everest og sýna okkur mikinn stuðning,“ segir í tölvpósti sem Morgunblaðið fékk frá þeim félögum. Hægt er að fylgjast með leiðangri þeirra Sigurðar Bjarna og Heimis á Instagram-síðu Umhyggju, @um- hyggja.is og eins á Facebook-síðunni Með Umhyggju á Everest. Áheit á þá félaga vegna leiðangursins renna til Umhyggju – félags langveikra barna. sbs@mbl.is Ætla að verða á toppi Everest 24. maí - Íslendingar á faraldsfæti - Hæsta fjall heims - Nálgast grunnbúðirnar 8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 6. APRÍL 2021 Það tók siðanefnd Ríkisútvarps-ins sjö mánuði að úrskurða um brot Helga Seljan og tíu annarra starfsmanna stofnunarinnar. Siða- nefndin taldi að þessir tíu hefðu verið innan marka, þó að engum þurfi að dyljast afstaða þeirra til Samherja, sem var kærandi. Helgi var hins vegar talinn hafa brotið alvar- lega af sér. Málinu var þó stillt þannig upp að brotið hefði ekki verið hluti af starfinu, heldur ver- ið framið á öðrum vettvangi, eins og fram kom í yfirlýs- ingu Rakelar Þor- bergsdóttur, frétta- stjóra Rúv. Helgi yrði því ekki áminntur og gæti haldið áfram um- fjöllun sinni um Samherja. - - - Fyrir rúmum fimmtán árumfjallaði annar fréttamaður hjá Rúv. um mál sem þá hafði verið töluvert í umræðunni, Baugsmálið svokallaða. Umfjöllun hans var líka á öðrum vettvangi en hjá Rúv. rétt eins og umfjöllun Helga. - - - Munurinn er þó sá að þessistarfsmaður fékk áminningu og fékk ekki að vinna við fréttir, í bili eins og sagt var. Þáverandi for- stöðumaður fréttasviðsins og þá- verandi fréttastjóri töldu starfs- manninn með skrifum sínum hafa sýnt „slíkt dómgreindarleysi að við treystum honum ekki lengur til að vinna við fréttir í Ríkisútvarpinu.“ - - - Fréttastjórinn nú hafði ekkertvið dómgreindarleysi Helga að athuga og í stað afsökunarbeiðni sakaði hún Samherja um árásir á starfsmanninn! Hvað veldur þess- um ólíku viðbrögðum Rúv. þá og nú? Er það ólík afstaða til fyrir- tækjanna tveggja? Eða er það ólík pólitísk afstaða starfsmannanna? Helgi Seljan Ólík afstaða Rúv. STAKSTEINAR Rakel Þorbergsdóttir Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ Páll Magnússon, þingmaður Sjálf- stæðisflokksins í Suðurkjördæmi, gefur ekki kost á sér til endurkjörs í alþingiskosningum í haust. Hann hef- ur þá setið á Alþingi í um fimm ár, eða frá kosningum í október 2016. Páll greindi frá þessari ákvörðun sinni í færslu á Facebook á páskadag og sagði þá að hvað hann varðaði hefði niðurstaðan legið fyrir um síð- astliðin áramót. Hann hefði þó beðið með að tilkynna endanlega ákvörðun sína í nokkra mánuði ef afstaða hans skyldi breytast. Slíkt hefði ekki gerst. Meginmálið hvað stjórnmálin og þingmennskuna áhrærði væri að áhugi hans hefði dofnað og neistinn kulnað. Ákvörðun hans um að hætta í stjórnmálum að loknu líðandi kjör- tímabili væri því í raun persónulegs eðlis. Prófkjör Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi fer fram 29. maí nk. Bæði Guðrún Hafsteinsdóttir, mark- aðsstjóri Kjöríss í Hveragerði, og Vil- hjálmur Árnason alþingismaður sækjast eftir oddvitasætinu. Um páskana var tilkynnt að Guð- brandur Einarsson, forseti bæjar- stjórnar Reykjanesbæjar, muni leiða framboðslista Viðreisnar í Suður- kjördæmi í kosningum haustsins. „Ég vil vinna að breytingum sem leiða til jafnræðis, aukins frelsis og meiri virðingar fyrir fjölbreytni mannlífsins,“ er haft eftir Guðbrandi í tilkynningu. Hann hefur sinnt ýms- um störfum um dagana; meðal ann- ars verið formaður og framkvæmda- stjóri Verslunarmannafélags Suðurnesja, verslunarstjóri Kaskó í Keflavík, staðið að fjölmiðlarekstri og fleira. Hann hefur um árabil verið bæjarfulltrúi í Reykjanesbæ. Hann hefur einnig sinnt ýmsum trúnaðar- störfum fyrir verkalýðshreyfinguna. - Uppstillingarnefnd Viðreisnar í Suðurkjördæmi er enn að störfum og verður framboðslistinn í heild sinni kynntur á síðari stigum. sbs@mbl.is Páll gefur ekki kost á sér aftur - Guðbrandur leiðir Viðreisn í Suður Páll Magnússon Guðbrandur Einarsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.